Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2000, Blaðsíða 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2000, Blaðsíða 13
Tafla 4. Álit nemenda á hlutverki skólahjúkrunarfræðings í skólanum. Hlutverk skólahjúkrunarfræðings (Dæmi um svör nemenda) Nemendur í 6. bekk (N=23) Nemendur í 10. bekk (N=26) Alls (N=49) Hún læknar, sprautar, vigtar mann, er til staðar ef einhver meiðir sig. 9 (39%) 5 (19%) 14 (29%) Hún talar við okkur, leiðbeinir, kennir fólki. 1 (4%) 2 (8%) 3 (6%) Hún gerir allt. 0 (0%) 3 (12%) 3 (6%) Hún er inni á skrifstofu að drekka kaffi. 1 (4%) 1 (3%) 2 (4%) Nemendur sem svöruðu ekki. 12 (52%) 15 (58%) 27 (55%) Tafla 5. Óskir nemenda um bætta þjónustu skólahjúkrunarfræðings Nemendur í 6. bekk (N=23) Nemendur í 10. bekk (N=26) Alls (N=49) Hún ætti að vera oftar við, og ef hún er ekki 13 (56%) 18 (69%) 31 (63%) þá ætti einhver annar að vera við. Hún ætti að kenna eitthvað um sjúkdóma og skyndihjálp. 8 (35%) 0 (0%) 8 (16%) Hún ætti að hafa verkjalyf. 3 (13%) 5 (19%) 8 (16%) Hún ætti að kynna sig, ganga meira um. 5 (22%) 1 (4%) 6 (12%) Hjúkrunarstofan ætti að vera meira miðsvæðis og dyrnar ættu 4(17%) 1 (4%) 5 (10%) að vera opnar eða hafa dyrabjöllu. Hún ætti að hjálpa bæði líkamlega og andlega. 0 (0%) 5 (19%) 5 (10%) Það ætti að vera auðvelt að ræða leyndarmál við hana. Ef hún getur ekki hjálpað þá ætti hún að vísa okkur til læknis. 2 (8%) 0 (0%) 2 (4%) Hún ætti að veita sömu þjónustu og heimilislæknar. 0 (0%) 1 (4%) 1 (2%) þjónustu þeirra. Stór hluti nemenda virðist því ekki velta fyrir sér hlutverki og störfum skólahjúkrunarfræðinga. Það kom einnig á óvart hve fáir nemendur vissu hvað hjúkrunarfræðingurinn hét og hvenær hann væri við. Ein ástæða þess gæti verið sú að nemendum finnist þeir ekki þurfa að muna nafn skólahjúkrunarfræðingsins vegna þess að þeir geta sagt „hjúkkan" sem gera má ráð fyrir að allir skilji. Önnur ástæða gæti verið „sýnileiki" skólahjúkrunar- fræðingsins. ( einum skólanna var hjúkrunarstofan nálægt kennslustofum 6. bekkjar en í þeim hópi vissu margir þátt- takendanna hvað hann hét. í öðrum skóla var stofan í tölu- verðri fjarlægð frá kennslustofum og auk þess voru dyrnar inn að henni iðulega lokaðar. í þeim skóla vissi enginn þátttakenda hvað hjúkrunarfræðingurinn hét. Óformleg nærvera skólahjúkrunarfræðingsins virðist því skipta miklu máli. Aðrir þættir, t.a.m. kynning í bekkjum, nafnspjöld og rölt meðal nemenda, inni sem úti, eru mikilvægir fyrir skóla- hjúkrunarfræðinginn til að minna á veru sína í skólanum og mynda persónuleg tengsl við nemendur. Þótt flestir nemendur hafi gengið ánægðir út frá skóla- hjúkrunarfræðingnum má iesa út úr svörum þeirra ýmis atriði sem bæta má og gott væri að hafa í huga við skipu- lagningu starfsins. Þar má nefna að helstu óskir nem- endanna voru í fullu samræmi við helsta umkvörtunarefnið, þ.e. að auka aðgengi að skólahjúkrunarfræðingi. Þessum niðurstöðum ber saman við niðurstöður Adams (1990) þar sem yfir helmingur nemenda vildi að skólahjúkrunarfræð- ingur væri við í skólanum allan daginn. Nemendur, sérstaklega yngri hópurinn, vildi einnig að aðstaða skóla- hjúkrunarfræðingsins væri aðgengilegri, þ.e. miðsvæðis, og að leiðin þangað væri opin og greið. Yngri nemendurnir vildu aukna fræðslu, s.s. skyndihjálp, en þeir eldri töluðu um að þörf væri fyrir meiri sálfélagslegan stuðning. NIÐURLAG Þar sem um lítinn hóp nemenda var að ræða og aðeins úr þremur skólum er alls ekki hægt að fullyrða að þessar niðurstöður eigi við alla nemendur eða alla skólahjúkr- unarfræðinga. Niðurstöðurnar gefa samt sem áður ákveðnar vísbendingar sem skólahjúkrunarfræðingar geta nýtt sér í starfi, s.s. að kynna starf sitt innan skólans, vera sýnilegir meðal nemenda, veita meiri fræðslu inni í bekkjum og veita meiri sálfélagslegan stuðning. Mikil þörf virðist vera á að auka starfshlutfall skóiahjúkrunarfræðinga innan skólanna þar sem nemendur vilja hafa aðgang að hjúkrunarfræðingi þann tíma sem þeir eru í skólanum. 197 Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 4. tbl. 76. árg. 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.