Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2000, Blaðsíða 26
'Heíwdí>so{bdAi konum um uíðM. oeröU
Iðnvædd ríki
Kanada Tölfræðirit Kanada (1993) Dæmigert þjóðarúrtak 12.300 kvenna, 18 ára eða eldri. 29% kvenna, sem eru eða hafa verið giftar/í sambúð, vitna um líkamlegar misþyrmingar núverandi eða fyrrverandi maka síðan þær voru 16 ára.
Nýja-Sjáland Mullen o.fl. (1988) Tilviljanakennt úrtak 314 kvenna valinna frá fimm fylkjum. 20% vitna um barsmíðar eða líkamlegar misþyrmingar maka.
Sviss Gilliozo.fi. (1997) Úrtak 1.500 kvenna á aldrinum 20-60 í sambandi. 20% vitna um líkamlegar misþyrmingar.
Stóra-Bretland Mooney (1995) Tilviljanakennt úrtak kvenna í „London Borough of Islington". 25% kvenna höfðu verið kýldar eða löðrungaðar af núverandi eða fyrrverandi maka á ævinni.
Bandaríkin Straus og Gelles (1986) Dæmigert þjóðarúrtak giftra para eða para í sambúð. 28% kvenna vitna um minnst eitt tilfelli líkamlegra misþyrminga maka.
Asía
Kambódía Nelson og Zimmerman (1996) Dæmigert þjóðarúrtak kvenna og karla 15-49 ára. 16% kvenna vitna um minnst eitt tilfelli líkamlegra misþyrminga maka; 8% segjast hafa orðið fyrir meiðslum.
Indland Narayana (1996) Kerfisbundið fjölþrepaúrtak 6.902 giftra karla 15-65 ára í fimm héruðum Uttar Pradesh. 18-45% núverandi giftra karla viðurkenna líkamlegar misþyrmingar á eiginkonum sínum, mismunandi eftir héraði.
Kórea Kim og Cho (1992) Lagskipt tilviljanakennt úrtak allra íbúa. 38% kvenna vitna um líkamlegar misþyrmingar maka sinna á undanförnu ári.
Thailand Hoffman o.fl. (1994) Dæmigert úrtak 619 eiginmanna með a.m.k. eitt barn og sem búa í Bangkok. 20% giftra karla viðurkenna líkamlegar misþyrmingar á eiginkonum sínum að minnsta kosti einu sinni í hjónabandinu.
Austurlönd nær
Egyptaland El-Zanaty o.fl. (1995) Dæmigert þjóðarúrtak kvenna sem eru eða hafa verið giftar, á aldrinum 15-49. 35% kvenna vitna um líkamlegar misþyrmingar maka einhvern tíma í hjónabandinu.
ísrael Haj-Yahia (1997) Kerfisbundið tilviljanakennt úrtak 1.826 giftra arabakvenna (án bedúína) í ísrael. 32% kvenna vitna um líkamlegar misþyrmingar maka sinna síðustu 12 mánuði; 30% kvenna vitna um kynferðislega þvingun maka á síðasta ári.
210
Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 4. tbl. 76. árg. 2000