Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2000, Blaðsíða 18
skiptum við fjölskyldur, 2) endurlífgun, 3) ástvinamissir, 4)
lýðbreytur sem vörðuðu hjúkrunarmenntun og hjúkrunar-
störf. Lokaðar spurningar voru 49 og opnar spurningar
ætlaðar fyrir stuttar athugasemdir og útskýringar voru 15.
Svör lokaðra spurninga voru skráð á þrjá mismunandi
kvarða sem voru: 1) fimm atriða Likert-kvarði, frá mjög
sammála til mjög ósammála, 2) já, nei, 3) já, nei, veit það
ekki.
Gildi og áreiðanleiki
í þeim tilgangi að auka gildi og áreiðanleika spurningalist-
ans fór fram forrannsókn meðal tíu bráðahjúkrunarfræð-
inga sem unnu á öðrum sjúkrahúsum en tóku þátt í
rannsókninni. Meginmarkmið forrannsóknar var að kanna:
hve langan tíma tók að svara spurningunum, skýrleika
spurninganna, hvort þátttakendur teldu sig hafa nægileg
tækifæri til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri
og hvort uppástungur væru um breytingar. Einnig voru
orðalag og uppbygging spurningalistans yfirfarin af
reyndum fræðimönnum í hjúkrun og töifræðingi. Árangur
þessa var sá að spurningum var fækkað og formi og
orðalagi nokkurra var breytt.
Siðferðilegar vangaveltur
Siðferðilegar leiðbeiningar Burns og Groves (1993) og
Polits og Hunglers (1995) voru hafðar að leiðarljósi við
framkvæmd rannsóknarinnar. Aðgengi að deildum og
þátttakendum var fengið frá hjúkrunarframkvæmdastjórum
viðkomandi stofnana. Þátttakendur fengu upplýsingar um
eðli og tilgang rannsóknarinnar. Rannsóknargögn voru
nafnlaus.
Greining gagna
Tölfræðileg úrvinnsla lokaðra spurninga var unnin í SPSS
fyrir Windows. Tilraun var gerð til þess að mæla tengsl
milli breyta með Kruskal-Wallis prófi en ekki fengust töl-
fræðilega marktækar niðurstöður (p>0,05). Opnar spurn-
ingar voru innihaldsgreindar í einingar og þemu.
Takmarkanir
Rannsóknin takmarkast af fremur litlu þægindaúrtaki með
50% þátttöku. Þá var spurningalistinn hannaður af rann-
sakanda fyrir rannsóknina. Niðurstöður rannsóknarinnar
eru því aðeins lýsandi fyrir viðhorf og reynslu þátttakenda
en hafa ekki alhæfingargildi.
NIÐURSTÖÐUR
Þátttakendur dreifðust jafnt, 18 frá hverri deild. Starfs-
reynsla þeirra í hjúkrun var löng, 85% þeirra höfðu yfir fimm
ára starfsreynslu og þar af 30% yfir 15 ára reynslu. Einnig
var starfsreynsla þátttakenda á bráðadeildum löng, en 60%
þeirra höfðu unnið lengur en fimm ár við slíka hjúkrun og af
202
þeim höfðu 17% yfir 15 ára starfsreynslu. Einungis 9%
þátttakenda höfðu upphaflega háskólagráðu í hjúkrun en
91% hafði lokið annarri hjúkrunarmenntun. 72% þátt-
takenda hafði síðan aflað sér frekari hjúkrunarmenntunar,
þar af 15% BS-gráðu og 6% meistaragráðu í hjúkrun.
96% þátttakenda litu svo á að umönnun fjölskyldna
væri innan verkahrings hjúkrunarfræðinga og 91% taldi
mikilvægt fyrir sjúklinga að fjölskyldur þeirra nytu umönn-
unar á bráðadeildum. Þrátt fyrir að meirihluti þátttakenda
teldi að ábyrgð á sjúklingi fæli í sér ábyrgð á fjölskyldunni
voru 30% óviss eða ósammála þessari spurningu (sjá
mynd 1). Þátttakendur töldu mikilvægt að sinna þörfum
Fjöldi
42^%
Mjög Sammála Ekki viss Ósammála Mjög Svöruðu
sammála ósammála ekki
Mynd 1. Felur ábyrgð hjúkrunarfræðings á sjúklingi einnig í sér
ábyrgð á fjölskyldu hans?
fjölskyldna og 76% þekktu til rannsókna á þörfum þeirra.
Að mati þátttakenda voru upplýsingar, öryggiskennd og
stuðningur mikilvægustu þarfir fjölskyldna, en aðeins 15%
töldu að nálægð við sjúklinga væri þeim mikilvæg. Minni-
hluti þátttakenda fylgdist með fræðilegum skrifum varð-
andi hjúkrun fjölskyldna (sjá mynd 2). Aðeins 35%
Mynd 2. Fylgist þú með fræðilegu efni tengdu hjúkrun
fjölskyldna?
þátttakenda töldu störf sín byggð á niðurstöðum rann-
sókna og 30% notuðu hjúkrunarlíkön sem hugmynda-
ramma í störfum sínum.
Hvað menntun varðaði töldu 63% þátttakenda sig ekki
hafða hlotið næga menntun til þess að sinna sálrænum og
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 76. árg. 2000