Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2000, Blaðsíða 47
Helga Birna Ingimundardóttir
hagfræðingur
Spurningar og svör um k]ArAmÁl
Kæru hjúkrunarfræðingar.
Sú nýbreytni verður á heimasíðu
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
www.hjukrun.is undir kaflanum um
kjaramál, að komið verður fyrir nýjum
lið er ber heitið „spurningar og svör
um kjaramál". Ætlunin er að þar verði
leitað svara við almennum og
algengum spurningum hjúkrunar-
fræðinga um kjaramál. Líta verður á þessa grein sem upp-
haf þess sem verða skal á heimasíðu félagsins á komandi
vetrarmánuðum. Algengustu spurningarnar eru um rétt til
fæðingar- og veikindaleyfis. Einnig eru þær mismunandi
eftir árstíðum. Til dæmis eru spurningar um sumarorlof
mjög algengar þegar vora tekur. Þá eru spurningar um
bætingu vegna sérstakra frídaga og stórhátíðardaga og
helgidagafrí tíðar þegar nær dregur hátíðisdögum. Hér á
eftir koma nokkur dæmi um algengar og almennar
spurningar og svör við þeim.
Það er ósk okkar hér á félaginu að þetta fyrirkomulag,
að hafa spurningar og svör um kjaramál á heimasíðu þess,
gefist vel. Á þann hátt geta hjúkrunarfræðingar leitað svara
við þeim spurningum sem á þeim þrenna á auðveldan og
þægilegan hátt. Þeir hjúkrunarfræðingar, sem ekki hafa
aðgang að netinu, hvorki heima né í vinnu, geta pantað
tíma á hóflegu verði, t.d. á Borgarbókasafni, og fengið
þannig aðgang að tölvu og neti. Þá vil ég endilega hvetja
hjúkrunarfræðinga til að hafa samband bæði á símatímum
og með tölvupósti í helgabirna@hjukrun.is út af þeim
spurningum sem vaknað hafa.
Kær kveðja, Helga Birna.
Spurning: Hvernig eru yfirvinnulaun greidd í barns-
burðarleyfi ?
Svar: í reglugerð um barnsburðarleyfi starfsmanna
ríkisins nr. 410/1989 segir í 4. grein: „Fyrstu 3 mánuði í
barnsburðarleyfi svo og í framlengdu leyfi skv. 6. og 7. gr.
skal auk dagvinnulauna greiða meðaltal þeirra yfirvinnu-,
vakta-, gæsluvakta- og óþægindaálagsstunda sem konan
fékk greiddar síðasta 12 mánaða uppgjörstímabil yfirvinnu
áður en barnsburðarleyfi hófst."
Spurning: Hvernig má lengja barnsburðarleyfi?
Svar: í 5. gr. reglugerðar um barnsburðarleyfi segir: „Ef
fastráðin kona óskar eftir að taka lengra barnsburðarleyfi en
hún annars á rétt á, gegn tilsvarandi skerðingu launa sbr. 1.,
3. og 4. gr., skal viðkomandi stofnun leitast við að verða við
þeirri ósk. Heimilt er að barnsburðarleyfi nái þannig allt að
tvöfaldri lengd." Þetta þýðir að ef kona vill lengja barns-
burðarleyfi gegn tilsvarandi skerðingu launa, t.d. að fá 12
mánaða barnsburðarleyfi á 'h launum eða 9 mánuði á 2h
launum, skal stofnun leitast við að verða við ósk hennar.
Spurning: Má hjúkrunarfræðingur, sem er í barns-
burðarleyfi hjá x-stofnun, fara að vinna við z-stofnun
meðan hann er í leyfi frá störfum?
Svar: Svarið er nei. Ef báðar stofnanirnar eru
ríkisstofnanir má það alls ekki. Ef önnur stofnunin er ekki
ríkisstofnun er það álitamál. Hins vegar ber að vara við því.
Spurning: Eru leyfisdagar vegna veikinda barna, 7
dagar árlega, bundnir við starfshlutfall ?
Svar: Já, öðru foreldri er heimilt að vera frá vinnu í
samtals 7 daga árlega vegna veikinda barns. Það er
samkvæmt reglugerð um veikindaleyfi starfsmanna ríkisins
sem vísað er til í kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunar-
fræðinga. Þessi heimild, þ.e. 7 dagar árlega er miðuð við
starfshlutfall hvers og eins. Það þýðir að hjúkrunarfræð-
ingur, sem vinnur 100% starf, á rétt á að vera heima hjá
veiku barni í 7 daga árlega eða samtals 56 vinnustundir.
Með sama móti er hjúkrunarfræðingi, sem vinnur 80%
starf, heimilt að vera frá vinnu vegna veikinda barns í
samtals 5,6 vinnudaga árlega, eða 45 vinnustundir.
Spurning: Lengist orlof ef það er tekið eftir sumar-
orlofstímabil?
Svar: Orlof lengist alltaf ef það er tekið eftir að sumar-
orlofstímabili lýkur, þ.e. eftir 30. september, og gildir þá
einu hvort vinnuveitandi bað viðkomandi starfsmann um
að fara í orlof á þeim tíma eða ekki.
Spurning: Lengist orlof ef það er tekið fyrir sumar-
oriofstímabil.
Svar: Orlof, sem tekið er fyrir sumarorlofstímabil,
lengist aðeins ef vinnuveitandi biður viðkomandi starfs-
mann um að fara í orlof áður en sumarorlofstímabil hefst,
þ.e. fyrir 15. maí.
Spurning: Hvernig reiknast laun staðgengla, yfirvinna
og ökutækjastyrkur og fleira þess háttar?
Svar: í kafla 9 um staðgengla er talað um að stað-
gengill fái laun eftir flokki yfirmanns.
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 76. árg. 2000
227