Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2000, Blaðsíða 16
legt (Picton, 1995). Fyrrgreindar rannsóknir hafa leitt í Ijós
þörf fjölskyldna fyrir öryggiskennd, nánd, upplýsinga-
streymi, góða aðstöðu og stuðning.
• Öryggiskennd endurspeglar traust og efaleysi. Þörf er
fyrir heiðarleg svör við spurningum, vitneskju um
sjúkdómshorfur og vissu fyrir því að sjúklingurinn njóti
bestu umhyggju sem völ er á. Ef þessari þörf er full-
nægt getur það dregið úr streitu og óöryggi og stuðlað
að réttu mati fjölskyldunnar á ástandi sjúklingsins.
• Nánd er þörf fjölskyldunnar fyrir persónuleg samskipti
og nálægð við sjúklinginn bæði líkamlega og tilfinninga-
lega. Fjarlægð frá sjúklingnum er stöðug áminning um
hættu á varanlegum aðskilnaði við hann.
• Upplýsingastreymi er mikilvægt fyrir fjölskylduna. Hún
þarfnast nákvæmrar vitneskju um hvað gert er fyrir
sjúklinginn, af hverju það er gert og hvernig. Upplýsa
þarf fjölskylduna um allar breytingar á ástandi sjúklings-
ins. Sé þessu vel sinnt er líklegt að dragi úr streitu,
kvíða og ringulreið meðal fjölskyldunnar.
• Góð aðstaða felst I þægilegu umhverfi, eins og
herbergi með góðum sætum, síma, drykkjarföngum og
snyrtingu.
• Vinir og vandamenn gegna margþættu hlutverki við
stuðning fjölskyldna, séu þeir aðgengilegir. Má þar
nefna félagslegan og tilfinningalegan stuðning auk
annarrar aðstoðar. Stuðningur heilbrigðisstarfsfólks við
fjöiskyldur er meðferðarform sem felur í sér árangursrlk
samskipti og gagnkvæmt traust.
Þrátt fyrir að líklegt sé að fram komi þarfir innan fyrr-
nefndra fimm flokka er vægi þeirra misjafnt eftir
einstaklingum. Ástand sjúklings, fjöldi einstaklinga í fjöl-
skyldu, tengsl þeirra við sjúkling, aldur, kyn og fyrri reynsla
af alvarlegum veikindum eru meðal þátta sem áhrif hafa á
þarfir einstakra fjölskyldumeðlima (Hickey, 1990; Leske,
1992). Halm (1992) telur niðurstöður rannsókna gefa til
kynna að fjölskyldur þarfnist öryggiskenndar og upplýs-
inga um ástand sjúklinga áður en þær gera sér grein fyrir
eigin þörfum.
Þegar ástand sjúklings er það alvarlegt að óvíst er um
að hann lifi af, er nærvera fjölskyldumeðlima við endur-
lífgunartilraunir umdeild (Chalk, 1995; Connors, 1996;
Redley og Hood, 1996; Ellison, 1998). Mismunandi
sjónarmið stafa af ólíkum viðhorfum heilbrigðisstarfsfólks
annars vegar og óskum og þörfum fjölskyldna hins vegar.
Því hefur verið lýst hve áfallið, sem ástvinamissir orsakaði,
var samþætt af því að fjölskyldunni var ekki leyft að vera
með ástvini sínum áður en hann lést (Awoonor-Renner,
1991; Matthews, 1993; Fina, 1994). Frá árinu 1982 hefur
verið gert ráð fyrir nærveru fjölskyldna við tilraunir til endur-
lífgunar sjúklinga á bráðamóttöku Foote Hospital í Banda-
ríkjunum (Hanson og Strawser, 1992). Þar er fylgt áætlun
sem felur meðal annars í sér að hjúkrunarfræðingur er
með fjölskyldunni á deildinni, ef sjúklingur deyr er áfram-
200
haldandi stuðningur, leiðsögn og upplýsingar í boði fyrir
fjölskylduna og starfsfólkið fær sérstaka þjálfun. Að sögn
Chalk (1995), Connors (1996) og Redley og Hood (1996)
hefur árangur fyrrgreindrar áætlunar vakið eftirtekt og
áhuga fólks víða um heim og leitt til breytinga á öðrum
sjúkrahúsum. Mitchell og Lynch (1997) telja það
sjónarmið, að aðstandendum skuli ekki leyft að vera við
endurlífgunartilraunir, vera úr takt við nútímann og
sjúkradeildir þurfi því að gera viðeigandi ráðstafanir til að
greiða fyrir nærveru aðstandenda ef þeir kjósa að vera
viðstaddir.
Margra ára reynsla og rannsóknir Wrights (1991) á
bráðadeildum meðal einstaklinga í kjölfar skyndilegs and-
láts hafa leitt í Ijós að brátt andlát getur haft langvarandi og
sársaukafull áhrif á einstaklinga, ekki síst vegna þess að
enginn tími er til undirbúnings fyrir andlát og þar með
varanlegan aðskilnað. Eastham (1990) leggur áherslu á
mikilvægi þess að hjúkrunarfræðingar hafi nokkurn skilning
og þekkingu á sorg og sorgarviðbrögðum í þeim tilgangi
að vera færir um að hjúkra syrgjandi aðstandendum.
Rannsóknir á reynslu gjörgæslu- og bráðahjúkrunar-
fræðinga af umönnun fjölskyldna hafa leitt í Ijós að hátt
hlutfall þeirra telur sig ekki hafa næga þekkingu og reynslu
til að sinna þörfum fjölskyldnanna. Þeir þættir, sem hafa
tilhneigingu til að draga úr hjúkrun fjölskyldna, eru þekk-
ingar-, leiðbeininga- og tímaskortur, óljós mörk ábyrgðar á
fjölskyldum milli hjúkrunarfræðinga og lækna og skortur á
tilfinningalegum og faglegum stuðningi (Hickey og
Lewandowski, 1988; Tye, 1993; Chelsa og Stannard,
1997; Fox og Jeffrey, 1997).
AÐFERÐ
Rannsókn þessi byggist á lýsandi megindlegri aðferða-
fræði. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna viðhorf
bráðahjúkrunarfræðinga og reynslu af hjúkrun fjölskyldna
alvarlega veikra/slasaðra og fjölskyldna sem hafa misst
ástvin skyndilega. Upplýsingum var safnað með spurn-
ingalista.
Þátttakendur
Þátttakendur í rannsókninni voru valdir með þægindaúrtaki
sem í voru allir (N=108) hjúkrunarfræðingar á þremur fyrir
fram ákveðnum bráðadeildum í Glasgow í Skotlandi.
Spurningalistinn
Hönnun spurningalistans þróaðist út frá markmiðum rann-
sóknarinnar. Tekið var mið af rannsóknum tengdu við-
fangsefninu og skrifum sem varða hönnun og hagnýtingu
spurningalista (Hickey og Lewandowsky, 1988; Leske
1991; Polit og Hungler, 1995; Oppenheim, 1997;
Parahoo, 1997). Spurningalistinn skiptist í fjóra kafla eftir
þeim meginatriðum sem talin voru skipta máli. Þau voru:
1) almenn sjónarmið og reynsla þátttakanda af sam-
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 76. árg. 2000