Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2000, Blaðsíða 12
Tafla 2. Reynsla nemenda af þjónustu skólahjúkrunarfræðings
Þjónusta skólahjúkrunarfræðings Nemendur Nemendur Alls
í 6. bekk í 10. bekk (N=49)
(N=23) (N=26)
Líkamlegt Setti á piástur, mældi hæð og þyngd, bólusetti. 23 (100%) 14 (53%) 37 (77%)
Hafði eftirlit með gangi sjúkdóms. 1 (4%) 0 (0%) 1 (2%)
Fræðsla Kynnti sig í bekk, 1 (4%) 9 (34%) 10 (20%)
Kom inn í kynfræðslu. 0 (0%) 4 (15%) 4 (8%)
Sálfélagslegt Talaði við nemendur. 0 (0%) 1 (4%) 1 (2%)
Annað Gerði ekkert, sagði að þetta yrði í lagi. 6 (26%) 2 (8%) 8 (16%)
Nemendur mundu ekki hvað gert hafði verið 2 (8%) 0 (0%) 2 (4%)
Tafla 3. Það sem nemendum líkaði og mislíkaði við þjónustu skólahjúkrunarfræðings
Þjónusta skólahjúkrunarfræðings Nemendur Nemendur Alls
(Dæmi um svör nemenda) í 6. bekk í 10. bekk (N=49)
(N=23) (N=26)
Líkaði Eini staðurinn þar sem hægt er að fá dömubindi. 0 (0%) 2 (7%) 2 (4%)
Hún fylgdist stöðugt með þyngd minni. 0 (0%) 1 (4%) 1 (2%)
Mislíkaði Hún var aldrei við, ekki þegar ég kom. 12 (52%) 10 (38%) 22 (45%)
Við getum ekki fengið verkjalyf í skólanum. 3 (13%) 5 (19%) 8 (16%)
Það er erfitt að komast til hennar og hún er lengi að svara. 4(17%) 4 (15%) 8 (16%)
Kynfræðslan kom of seint. 0 (0%) 7 (27%) 7 (14%)
Hún segir alltaf að allt sé í lagi og hún setur aldrei neitt á. 6 (26%) 0 (0%) 6 (12%)
Hún kynnir sig aldrei. 2 (8%) 0 (0%) 2 (4%)
ætti að koma í tíma og kenna eitthvað eða bara tala við
okkur". Nemendur í 10. bekk höfðu aftur á móti engan
áhuga á að fá hjúkrunarfræðing inn í tíma nema þá til að
kynna sig. Nokkur hluti nemenda vildi að skólahjúkrunar-
fræðingur gæfi verkjalyf. Nemandi í 10. bekk sagði: „Hún
ætti að hafa verkjatöflur í skólanum" og annar í 6. bekk
sagði: „Mér finnst það ætti að vera panódíl við hausverk".
í 6. bekk voru fleiri nemendur sem óskuðu eftir því að
hafa greiðari aðgang að skólahjúkrunarfræðingnum. Einn
nemandinn sagði t.d.: „Og þegar maður fer niður þá er
hurðin alltaf læst og það er varla hægt að opna hina hurð-
ina“. Aðeins nemendur í 10. bekk nefndu sálfélagslega
þætti og einn nemandinn sagði: „Það ætti að vera hægt
að tala við hana. Eins og þegar maður er að tala við
fullorðna þá eru þeir alltaf að snúa út úr“ og annar sagði:
„Hún verður að heita trúnaði við vitum ekkert hvort við
getum treyst henni“.
UMRÆÐA
fræðingi í skólanum og að þorri þeirra hafði nýtt sér þjón-
ustu skólahjúkrunarfræðings. Flestir nemendurnir höfðu
farið til skólahjúkrunarfræðings vegna líkamlegra meina,
nokkrir höfðu reynslu af honum úr kennslu og aðeins einn
nemandi hafði farið af sálfélagslegum ástæðum. Þessar
niðurstöður eru í samræmi við rannsóknir sem sýna
hvernig skólahjúkrunarfræðingar líta á starf sitt. í rannsókn
Bjargar Eysteinsdóttur (1988), sem framkvæmd var meðal
skólahjúkrunarfræðinga á Stór-Reykjavíkursvæðinu, kom
fram að þeir vörðu u.þ.b. helmingi tíma síns í líkamlegt
eftirlit en mun minni tíma í þverfaglegt samstarf og ráð-
leggingar, og minnstum tíma var eytt í stjórnun. Einnig
vörðu skólahjúkrunarfræðingar í 60-100% starfi meiri tíma
í kennslu og ráðgjöf en skólahjúkrunarfræðingar sem unnu
minna. Þó má benda á að þátttaka hjúkrunarfræðings í
kennslu er mismunandi eftir skólum og er háð sam-
komulagi milli kennara og viðkomandi hjúkrunarfræðings.
Athygli vekur að nokkurs misræmis gætir í því hve fáir
nemendur höfðu skoðun á því hvað skólahjúkrunarfræð-
ingar gerðu og þess að nær allir höfðu notfært sér
Niðurstöður sýndu að nemendur vissu af skólahjúkrunar-
196
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 76. árg. 2000