Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2000, Blaðsíða 35

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2000, Blaðsíða 35
-Álit og tillögur nefndar um heílsufar kvenna Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið hefur sent frá sér bækling þar sem fram koma tillögur nefndar um heilsufar kvenna sem skipuð var 19. maí 1995. Nefndinni var falið að kanna heilsufar íslenskra kvenna og gera tillögur um með hvaða hætti mætti snúa við því ástandi að konur búi almennt við verri heilsu en karlar, ef vísbendingar um það reyndust vera réttar. Nefndin telur að forsenda þess að vinna megi mark- visst að úrbótum í heilsufari kvenna sé að auknum fjár- munum verði varið til rannsókna þannig að unnt verði að vinna úr þeim gögnum sem þegar liggja fyrir og/eða afla nýrra upplýsinga með það að markmiði að stefnumarkandi aðgerðir í heilbrigðisþjónustu byggist í framtíðinni á traust- um kynbundnum rannsóknarniðurstöðum. Nefndin leggur til að heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra samþykki þau meginatriði sem sett eru fram og skipi verkefnisstjóra til að hrinda í framkvæmd tillögum nefndar- innar. Meðal verkefna verkefnisstjórnarinnar yrði að semja rannsóknaráætlanir og stuðla að því að efla grundvöll rannsókna með því að vinna að þeim atriðum sem lögð er áhersla á. Tillögur nefndarinnar: 1. Fylgt verði eftir í verki þeim samþykktum á vettvangi Alþjóðaheilþrigðisstofnunarinnar, sem íslendingar hafa staðið að, varðandi aukna umfjöllun um heilsufar kvenna með því að tryggja kynþundið mat á forvörnum, sjúk- dómsgreiningu, meðferð og endurhæfingu sjúklinga. Tillögur um framkvæmd: 1. Gera þarf átak í rannsóknum á heilbrigðissviði í a.m.k. fimm ár og efla með markvissum hætti úrvinnslu á rannsóknargögnum sem þegar eru til. 2. Gæta þess framvegis að allar heilsufarsupplýsingar, bæði frá opinberum aðilum og einkaaðilum, verði kyngreindar. 3. Safnað verði markvisst saman, t.d. af embætti land- læknis, upplýsingum um notkun heilbrigðisþjónustu sem ekki er greidd af almannafé til að heildaryfirsýn yfir kynbundna notkun þjónustu sé fáanleg. 4. Kanna orsakir mismunandi notkunar kynjanna á heil- brigðisþjónustu, úrlausnir sem konur fá og leita orsaka fyrir því að konur leita í ríkari mæli en karlar eftir óhefð- bundnum lækningaaðferðum. 2. Samfélagið njóti starfskrafta kvenna. Til að svo verði þarf samfélagið að taka þátt í að axla áþyrgð á störf- um þeirra innan fjölskyld- unnar og viðurkenna líffræðilegt hlut- skipti þeirra. Tillögur um fram- kvæmd: 1. Grípa til markvissra aðgerða til að stuðla að jöfnum áhrifum karla og kvenna í samfélaginu. 2. Laga samfélagið að breyttri fjölskyldugerð og atvinnuþátttöku kvenna, m.a. með því að tryggja að konur gjaldi ekki fyrir líffræðilegt hlutskipti sitt á vinnumarkaði. í því sambandi þarf að breyta fyrirkomulagi þannig að hluti fæðingarorlofs verði bundinn við föður og að útlagður kostnaður atvinnurekanda af barneignum launamanns greiðist af öllum atvinnurekendum, óháð kyni starfs- manna þeirra, t.d. úr sjóði sem allir atvinnurekendur greiða til. Einnig þarf að efna til samvinnu við aðila vinnumarkaðarins til að stuðla að launajafnrétti kynjanna. 3. Styrkja fjölskylduna og hvetja til samábyrgðar foreldra á uppeldi barna, t.d. með sveigjanlegum vinnutíma fyrir foreldra. 4. Hvetja til samábyrgðar á umönnun aldraðra og tryggja fleiri úrræði fýrir aldraða sem þurfa á mikilli þjónustu að halda. 3. Gripið verði til nauðsynlegra ráðstafana svo að íslend- ingar geti staðið við skuldþindingar sínar um að fram- kvæma sáttmála Sameinuðu þjóðanna um afnám alls misréttis gegn konum. Tillögur um framkvæmd: 1. Meta ólaunuð störf, m.a. umönnunarstörf í þágu barna, fatlaðra og aldraðra, inn í þjóðhagsreikninga. 2. Skrá heimilisofbeldi og skrá það sem heilsufarslegt 215 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 76. árg. 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.