Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2000, Blaðsíða 22
Gretelise Holm
blaðamaður
C){bdA{ konuw.
alheimsvandamá
Ofbeldi gegn konum, ekki síst af hálfu manna
sem þær þekkja, er eitt af alvarlegustu heil-
brigðisvandamálum heims, segir í skýrslu
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO.
Fleiri konur missa heilsuna eða láta lífið af
völdum ofbeldis vegna kynferðis síns en af
völdum malaríu, umferðarslysa og hernaðar-
átaka samanlagt.
Ofbeldi gegn konum er
alheimsvandamál og
fleiri konur missa heils-
una eða láta lífið af völd-
um ofbeldis vegna kyn-
ferðis síns en af völdum
malaríu, umferðarslysa
og hernaðarátaka
samanlagt. Tölur frá
Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnuninni sýna að að
minnsta kosti fimmt-
ungur kvenna verður
fyrir líkamlegri árás karl-
manns einhvern tíma á
ævinni og oft er um að
ræða mann sem konan þekkir vel.
Konur á aldrinum 15 til 44 ára eiga einkum ofbeldi og
nauðganir á hættu en sums staðar í heiminum hefst
ofbeldið jafnvel áður en að fæðingu kemur, það er að eytt
er kvenkyns fóstrum.
Ofbeldi gegn stúlkum og konum heldur áfram um heim
allan með beinum eða óbeinum misþyrmingum af öllu tagi.
Nýfædd stúlkubörn eru myrt því vonir stóðu til að eignast
dreng, kynfæri eru skemmd með umskurði kvenna, stúlku-
þörnum er misþyrmt kynferðislega og óbeint ofbeldi á borð
við vinnuþrælkun, félagslega vanrækslu og skort á umönn-
un einkennir líf þeirra. Helmingur íbúa jarðar neyðist auk
þess til að búa við stöðuga hættu á og ótta við nauðganir.
Náni óvinurinn
Panos-stofnunin í London lét útbúa skýrslu sem kallast
„Náni óvinurinn". Þetta er sjálfstæð stofnun sem sérhæfir
sig í upplýsingum og fræðslu um sjálfbæra þróun. Heiti
skýrslunnar, sem er safn kannana hvaðanæva úr heim-
206
inum, vísar til algengustu myndar ofbeldis gegn konum um
heim allan, heimilisofbeldisins þar sem gerandinn er yfirleitt
kærasti, eiginmaður, ættingi eða góður kunningi.
Hér eru tölulegar upplýsingar um ofbeldi gegn konum
sem teknar eru úr skýrslunni:
• Um það bil 60 milljónir kvenna „vantar" um heim allan
en þó einkum í Asíu vegna þess að kvenkynsfóstrum er
eytt, nýfædd stúlkuþörn eru myrt eða að þær búa við
vísvitandi vannæringu eða skort á umsjá og meðferð.
• í Bandaríkjunum er ráðist á konu á 15 sekúndna fresti
að jafnaði. Gerandinn er yfirleitt eiginmaður eða kærasti.
• í Stóra-Bretlandi verður ein af hverjum tíu konum fyrir
alvarlegum barsmíðum sambýlismanns síns árlega.
• Ofbeidi gegn konum eykst að jafnaði á meðgöngu eða
eftir fæðingu en það stefnir heilbrigði og lífi bæði móður
og barns í mikla hættu.
• Kannanir, sem gerðar hafa verið í Kanada, ísrael og
Brasilíu, gefa til kynna að líklegra er að sambýlismaður
konu en ókunnur maður myrði hana. Fimmta hvert
fórnarlamb morða í Rússlandi er myrt af maka sínum
og fórnarlömin eru nær undantekningarlaust konur.
• Könnun á nauðgunum í Bandaríkjunum sýnir að 14% til
20% kvenna er einhvern tímann á ævinni nauðgað.
Víðast hvar í löndum heims er það ekki talinn glæpur ef
eiginmaður nauðgar konu sinni.
• Árlega eru hundruð þúsunda kvenna og stúlkna keyptar
og seldar til hjónabands, vændis eða í þrældóm.
Mannréttindi
Nú á tímum lítur alþjóðasamfélagið undir forystu Samein-
uðu þjóðanna á kvenréttindi sem mannréttindi en ýmis
samfélög voru þó sein til að viðurkenna þá afstöðu.
Mannréttindaráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Genf árið
1993 skilgreindi kvenréttindi sem mannréttindi og sama ár
samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna yfirlýsingu
um að binda enda á ofbeldi af öllu tagi gegn konum.
Sérstakur fulltrúi SÞ fékk það verkefni hjá Mannréttinda-
nefndinni að fylgjast með þessum málum alls staðar í
heiminum til að varpa Ijósi á hve víðfemur vandinn er.
Eftir blaðakonuna Gretelise Holm. Greinin birtist
áður í „Sygeplejersken“, tímariti danskra
hjúkrunarfræðinga, og er birt með leyfi þess.
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 76. árg. 2000