Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2000, Blaðsíða 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2000, Blaðsíða 24
og víðast hvar í löndum heims er það ekki talinn glæpur ef eiginmaður nauðgar konu sinni. Það er ekki fyrr en á síðustu árum sem nauðgun í hjónabandi hefur verið bönnuð í sumum Evrópuríkjum. Til dæmis var ekki hægt að dæma mann fyrir að nauðga konu sinni í Stóra- Bretlandi fyrr en árið 1991. Stríð og nauðganir [ sögulegu samhengi séð hafa nauðganir yfirleitt verið álitnar óhjákvæmilegur fylgifiskur stríðsátaka. Það er fyrst nú, að aflokinni samningagerð vegna borgarastyrjaldar- innar í Júgóslavíu sem var, að farið er að líta á nauðgun sem stríðsglæp. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch hafa stað- fest margar nauðganir jafnt Serba, múslíma sem Króata. Zenica-miðstöðin um skráningu stríðsglæpa og þjóðernis- hreinsana hefur skjalfestar 40.000 nauðganir á átakatíma- bilinu í Júgóslavíu. í sumum ríkjum misnota einnig starfsmenn fangelsa varnarlausa kvenfanga og nauðga þeim. Stöðugt fleiri konum er stungið í fangelsi í Rakistan fyrir brot á íslömskum lögum en þar er talið glæpsamlegt að ástunda kynlíf utan hjónabands. Þessar „saurugu" konur eru tilvalin fórnarlömb ofbeldis í fangelsum. Þakistanskir lögmenn, sem vinna að bættum mannréttindum, hafa lýst því yfir að meira en 70 af hundraði kvenfanga séu beittar kynferðislegu ofbeldi af fangavörðum. Stundum er einnig ráðist á konurnar, hendur þeirra bundnar fyrir aftan bak og þeim nauðgað af hópi manna. íslömsk lög banna nauðganir en konur, sem kæra þannig glæp, eiga á hættu að lenda á bak við lás og slá. Öll sönnunarbyrði hvílir á konunni og maðurinn hlýtur ekki hámarksrefsingu nema hún geti orðið sér úti um fjögur karlkyns vitni. Konan fær ekki leyfi til að bera vitni fyrir rétti. Ef hún getur ekki fært sönnur á að nauðgun hafi átt sér stað á hún á hættu fangelsun eða hýðingu fyrir meint holdlegt samræði. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch hafa flett ofan af mörgum dæmum um ofbeldi gegn kvenföngum í Bandaríkjunum, svo sem óviðeigandi líkamsleit, nauðganir og ofbeldisárásir. Margir kvenfangar eru auk þess beittir kynferðislegum þvingunum eða þær eru neyddar til kyn- ferðislegra athafna með fangavörðum fyrir varning eða forréttindi. Nauðganir stúlkubarna Kannanir í Chile, Þerú, Malasíu og Bandaríkjunum benda til að stúlkur undir 15 ára aldri séu 30 til 50 af hundraði fórnarlamba nauðgana eða nauðgunartilrauna. Víða í Afríku þorir fólk ekki að senda dætur sínar í skóla af ótta við að þær verði þungaðar af völdum kennara sinna. Þetta vandamál hefur verið rætt opinberlega í löndum eins og Zimbabwe, og í Kenýa virðist sem 208 kynferðisleg áreitni, þunganir og ofbeldi skólafélaga, kennara og nágranna, sem farið er fram hjá á leið til skóla, séu ógnun við möguleika stúlkna til að mennta sig. í kaþólskum skóla vakti það almenna hneykslan í júlí árið 1991 þegar 19 stúlkur voru drepnar af skólabræðrum sínum og 71 til viðbótar var nauðgað. Það vakti enn frekari athygli á þessu óhugnanlega ofbeldisverki við skóla heilags Kizitos í Kenýa að skólastjórinn varði skólapilta sína með því að segja að það hefði aldrei verið ætlun þeirra að gera stúlkunum mein, bara að nauðga þeim. Þrælasala kvenna Árlega eru konur í hundraða þúsunda tali keyptar og seldar í hjónaband, vændi eða þrældóm um allan heim. Sameinuðu þjóðirnar gera ráð fyrir að um fjórar milljónir manna séu seldar árlega og að 200 milljónir manna búi við þrældóm. Yfirleitt er hér um konur að ræða. Algengast er að konur og stúlkur séu neyddar í kynferðislegan þrældóm í Asíu en austurevrópskar konur verða þó stöðugt meira fyrir barðinu á þrælasölunum. Örsnauðar konur frá gömlum löndum Sovétríkjanna, svo sem Rússlandi, Póllandi, Úkraínu og Lettlandi, eru blekktar, neyddar eða láta freistast af ágjörnum miðlurum til að ferðast með ferðamannaáritanir til landa í Vestur- Evrópu, til dæmis Danmerkur, til að starfa sem vændis- konur á börum og í hórukössum. Alþjóðastofnunin um fólksflæði heldur því fram að árlega sé um hálf milljón kvenna sótt til fátækra landa til að veita vestrænum karlmönnum kynferðislega þjónustu. í Suðaustur-Asíu er löng hefð fyrir því að selja stúlkur og konur til vændis og aðgerðir miðlaranna verða stöðugt svæsnari. Nú sækja þeir til þorpa í kjölfarið á uppskeru- bresti eða þegar lítið er um mat og fjármuni og neyða foreldra til að selja dætur sínar á spottprís. Það er nær útilokað fyrir stúlkurnar að flýja undan þessu kerfi. í ýmsum löndum á lögreglan sjálf umfangsmikinn þátt í vændinu og hagnast á því. Búrmönsk kona, sem vann í vændishúsi í Tailandi, sagði mannréttindasamtökunum Human Rights Watch að lögreglumenn kæmu oft í vændishúsið þar sem hún vann og veldu sér stúlkur til að svala fýsnum sínum á ókeypis. Kynlíf, þunganir og móðurhlutverkið Rannsókn á slysadeild á sjúkrahúsi í Santiago í Chile sýndi að 73 af hundraði kvenna, sem þangað komu með meiðsli tengd óhöppum, svo sem skeinur, beinbrot, brunasár eða sködduð innri líffæri, höfðu orðið fyrir árás karls í fjölskyld- unni, yfirleitt eiginmanns. Mesta ógnunin við líf og heilsu kvenna er á heimilinu. Það á jafnt við um Indland þar sem það getur jafnvel gengið svo langt að konur séu brenndar á báli ef fjölskyldan á ekki fyrir heimanmundinum, og Kanada, Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 76. árg. 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.