Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2000, Blaðsíða 15
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
sérfræðingur á Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri
Víðhorf og reynsla brÁðAkjúkruft
af hjúkrun fjölskyldna alvarlega veikra eða
slasaðra og bráðkvaddra
ÚTDRÁTTUR
Rannsókn þessi var gerð í þeim tilgangi að kanna viðhorf
og reynslu bráðahjúkrunarfræðinga af hjúkrun fjölskyldna
þar sem sjúklingar eru alvarlega veikir eða slasaðir eða
hafa látist skyndilega. Þátttakendur í rannsókninni, 54
talsins (N=108), voru valdir með þægindaúrtaki sem í voru
allir hjúkrunarfræðingar á þremur bráðadeildum í Glasgow í
Skotlandi. Rannsóknin byggist á lýsandi megindlegri
aðferðafræði og var upplýsingum safnað með spurninga-
lista. Tölfræðileg úrvinnsla lokaðra spurninga var unnin í
SPSS og opnar spurningar voru innihaldsgreindar í þemu.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þátttakendur telja sig
bera ábyrgð á umönnun fjölskyldna sjúklinga. Þekkingar-,
leiðbeininga- og tímaskortur voru að mati þátttakenda
meginhindranirnar fyrir hjúkrun fjölskyldnanna.
INNGANGUR
Skyndileg innlögn sjúklings á bráðamóttöku hefur marg-
vísleg áhrif, ekki aðeins á sjúklinginn heldur einnig fjöl-
skyldu hans. Hvernig umönnun fjölskyldna er háttað innan
heilbrigðiskerfisins hefur áhrif á líðan einstakra fjölskyldu-
meðiima og hvernig þeim tekst að takast á við breyttar
aðstæður.
Margar rannsóknir hafa verið gerðar á gjörgæslu-
deildum undanfarin ár til þess að kanna þarfir fjölskyldna
og hvernig þeim er fullnægt. Hins vegar hafa fáar rann-
sóknir verið framkvæmdar á bráðamótttökum í þessum
tilgangi.
í þessari rannsókn er leitast við að fá fram reynslu og
viðhorf bráðahjúkrunarfræðinga á þeirra hlutverki í tengsl-
um við fjölskyldur alvarlega veikra, slasaðra og skyndilega
látinna sjúklinga.
Þeim áhrifum, sem alvarleg veikindi eða slys og
skyndilegar sjúkrahúsinnlagnir hafa á fjölskyldur, er lýst
sem mikilli félagsröskun og sálarlegri röskun, skelfilegri
reynslu og áfalli sem sundrað getur jafnvægi fjölskyldunnar
og valdið kreppu (Schlump-Urquhart, 1990; Halm, 1990,
1992; Reeder, 1991; Wright, 1991; Wesson, 1997). Þrátt
fyrir að streita af völdum alvarlegra veikinda hafi mismikil
og mislangvarandi áhrif á einstaklinga getur hún lagt
þungar þyrðar á fjölskyldur og rofið hefðþundin hlutverk
innan hennar (Schlump-Urquhart, 1990; Leske, 1991;
McCubbin og McCubbin, 1993). Fjölskyldur fá oft lítinn
eða engan tíma til tilfinningalegrar aðlögunar og reynsla
þeirra af slíkum atburðum er venjulega lítil eða engin.
Ástand og batahorfur sjúklings eru óljósar, hræðsla við
andlát, hlutverkaskipti innan fjölskyldunnar, fjárhags-
áhyggjur og framandi umhverfi eru meðal áhyggjuefna
sem fjölskyldan stendur frammi fyrir (Leske, 1991; Halm,
1992).
Caterinicchio (1995) telur að árangursríkt heilbrigðis-
kerfi stjórnist af þörfum sjúklinga og fjölskyldna þeirra og
ákjósanleg hjúkrunarþjónusta sé ekki veitt fyrr en hjúkr-
unarfræðingar annast hvern sjúkling sem hluta af fjölskyldu
(Kleinpell og Rowers, 1992). Hanneman og Cardin (1992)
halda því fram að það, hvernig umönnun fjölskyldna sé
háttað, grundvallist á stefnumörkun og hugmyndafræði
viðkomandi hjúkrunardeilda og stofnana, en meginmark-
mið hjúkrunarinnar sé að aðstoða fjölskylduna við að
aðlagast breytingum.
Rannsóknir á þörfum fjölskyldna alvarlega veikra eða
slasaðra sjúklinga miðast við fyrstu klukkustundir og daga
sem sjúklingar eru á gjörgæsludeildum (Hickey, 1990;
Leske, 1991, 1992; Kleinpell og Þowers, 1992; Warren,
1993; Wilkinson, 1995). Þrátt fyrir að niðurstöður þeirra
séu ekki alveg sambærilegar gefa þær almennar vísbend-
ingar sem heimfæra má uþþ á bráðadeildir varðandi
hjúkrunarþarfir fjölskyldna þegar ástand sjúklinga er alvar-
Elín Margrét Hallgrímsdóttir lauk
meistaraprófi í hjúkrun með
stjórnun sem sérgrein frá
Glasgow-háskóla í Skotlandi árið
1998. Hún er sérfræðingur á
Rannsóknastofnun Háskólans á
Akureyri. Rannsókn þessi er hluti
af meistararitgerð höfundar:
Family centred caring in accident
and emergency nursing.
Rannsóknin var styrkt af vísindasjóði Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga.
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 76. árg. 2000
199