Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2000, Blaðsíða 58

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2000, Blaðsíða 58
Þankastrik Þankastrik er fastur dálkur í blaðinu og höfundur hvers pistils stingur upp á þeim næsta. í Þankastriki gefst hjúkrunarfræðingum færi á að tjá sig um ýmislegt sem varðar hjúkrun og er þeim hjartfólgið. Þistlarnir geta fjallað um ákveðin málefni, sögur af kynnum við sjúklinga eða starfsfólk, eitthvað sem hefur orðið höfundum til hugljómunar eða hvaðeina annað sem tengist starfinu og hugmyndafræði þess. Hildur Magnúsdóttir, sem skrifaði Þankastrik síðasta blaðs, skoraði á Sigríði Halldórsdóttur sem tekur hér upp þráðinn. Sigríður Halldórsdóttir Það er margt sem veldur þjáningu í okkar heimi. Við rannsóknir mínar á rúmlega 10 ára tímabili á þjáningunni í hinum ýmsu myndum hef ég oft velt því fyrir mér hvað sé þjáning og komist að þeirri niðurstöðu að þjáningin sé það að lifa við aðstæður eða skynja atburð sem einstaklingnum finnst hann ekki ráða við. Ég hef einnig komist að þeirri niðurstöðu að þjáningin hafi einkum níu mismunandi andlit eða birtingarform, eftir því hvers eðlis þjáningin er og hvað veldur henni: • Sjúkdómar, t.d. krabbamein og alnæmi. Sjúklingarnir skynja þessa sjúkdóma og fleiri stundum sem innrás og einstaklingnum finnst hann ekki geta rönd við reist • Verkir valda oft mikilli þjáningu • Að horfa upp á þjáningu annarra, t.d. það að eiga barn með krabbamein • Missir, t.d. að missa ástvin, missa fóstur eða annað sem einstaklingnum er kært • Að lifa við höfnun, t.d. einelti eða að tilheyra minnihluta- hóp sem lifir við höfnun • Kúgun, að vera kúgaður eða vera hluti af hóp sem er undirokaður • Ofbeldi, t.d. nauðgun, sifjaspell, misþyrming eða önnur birtingarform ofbeldis • Fíkn, t.d. alkóhólismi eða fíkniefnaneysla. Fíknin tekur þann eintakling „til fanga" sem lendir í klóm fíknarinnar og þján- ingin er oft mikil • Að lifa án, t.d. að lifa í fátækt, barnleysi eða að lifa við einmanakennd Mér þætti vænt um að heyra frá ykkur hvort þið sjáið einhverja birtingarmynd þjáningarinnar sem mér hefur yfirsést og jafnframt þætti mér vænt um að fá viðbrögð við skilgreiningu minni á þjáningunni. Netfang mitt er: Sigridur@unak.is Annað sem ég hef séð í rannsóknum mínum er hvað umhyggjan er öflug í því að hjálpa fólki að ná ákveðnum tökum á þjáningunni eða jafnvel að komast út úr henni. Umhyggjan er undarlega styrkjandi þar sem umhyggjuleysið er sérlega niður- brjótandi og þá einkum fyrir þá sem þjást. Fyrr á þessu ári hlýddi ég á athyglisvert aðalerindi Sharon R. Kaufman, sem er prófessor í mannfræði, á ráðstefnu um líknandi meðferð. Fiún lýsti okkar vestrænu þjóðfélögum þar sem við setjum fólk í stífar rannsóknir og virka meðferð, jafnvel alveg fram í andlátið, og eigum mjög erfitt með að viðurkenna dauðann. Flún bar þau saman við önnur samfélög þar sem aðrar áherslur ríkja og litið er á dauðann sem eðlilegan endi lífsins og fólki er gefið tækifæri til að undirbúa dauðann og stefna á friðsælan dauðdaga. Flún nefndi, það sem ýmsir aðrir hafa bent á, að í mörgum vestrænum löndum fer oft um 80% af kostnaði heilbrigðisþjónustunnar í síðustu tvær vikurnar fyrir dauðann vegna krampakenndrar tilhneigingar okkar til að halda í lífið hvað sem það kostar. Það var ekki aðeins að þessum fjármunum væri oft illa varið að hennar mati og í raun verið að lengja dauðastríð og auka á þjáningu einstaklingsins heldur væri beinlínis verið að koma í veg fyrir friðsælan endi lífsins. Við höfum rætt þessi mál við heilbrigðisdeild Fláskólans á Akureyri og erum sammála um að á íslandi vanti nám í líknandi meðferð, þ.e. nám til að auðvelda heilbrigðisstarfs- mönnum að hugsa um þá fjölmörgu íslendinga sem kveðja þennan heim á ári hverju. Okkur vantar einnig tilfinnanlega rannsóknir á þessu sviði. Flvernig er það að vera dauðvona á íslandi? Flvað skynja einstaklingarnir, sem eru að kveðja, t.d. sem umhyggju og hvað skynja þeir sem umhyggjuleysi? Mörgum fleiri spurningum er enn ósvarað á þessu sviði. Því höfum við verið að undirbúa nám í líknandi meðferð sem jafnvel væri með þrennum hætti. í fyrsta lagi tveggja ára meistara- gráðunám í líknandi meðferð, í öðru lagi eins árs diplomanám í líknandi meðferð og í þriðja lagi endurmenntunarnámskeið í líknandi meðferð. Gaman væri að heyra frá ykkur um áhuga á slíku námi (Sigridur@unak.is). Þjáningin skapar stundum í fólki ákveðna dýpt og ef einstaklingurinn kemst klakklaust í gegnum þjáninguna aftur inn í heim hinna þjáningarlausu eru þessir einstaklingar oft fagurt dæmi um styrk sálarinnar. Einmitt þess vegna hafa eftirfarandi orð Péturs postula (I. Pét. 5.10) orðið mér mikið umhugsunar- efni í tengslum við þjáninguna: „Guð ailrar náðar, sem hefur kallað yður í Kristi til sinnar eilffu dýrðar, mun sjálfur, er þér hafið þjáðst um lítinn tfma, fullkomna yður, styrkja og öfluga gjöra. Hans er mátturinn um aldir alda." Ég skora á Lauru Sch. Thorsteinsson að skrifa næsta Þankastrik. 238 Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 3. tbl. 76. árg. 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.