Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2000, Blaðsíða 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2000, Blaðsíða 49
Jitfc ^)ork - Jiifc ^t)ork Vísíndaferð Ert þú fróðleiksþyrstur hjúkrunarfræðingur? Langar þig að víkka sjóndeildarhringinn? Nú býðst einstakt tækifæri til að slá tvær flugur í einu höggi með því að fara á upprifjunarnámskeið til undirbún- ings NCLEX-prófinu („State Boards") og heimsækja sjúkrahús í New York í janúar 2001. Endurmenntunardeild Hjúkrunarskólans við Pace- háskóla í New York hefur um árabil staðið fyrir undir- búningsnámseiðum fyrir NCLEX-prófið við góðan orðstír. Námskeiðin standa í þrjár vikur og eru 44 klukkustundir á 11 dögum, þ.e. fjórar klukkustundir í senn. Farið er yfir alla þætti sem hjúkrunarfræðingar þurfa að kunna skil á til að fá starfsréttindi í New York-fylki. Þátttakendur fá meira en 400 blaðsíður af glósum og 650 æfingaspurningar. Marg- reyndir kennarar kenna á námskeiðinu. Námskeiðin eru í boði á Manhattan og Pleasantville en skólinn er með útibú á þrem stöðum. Hér er gott tækifæri til að kynnast því hverjar áherslur í hjúkrun í Bandaríkjunum eru og bera saman hvernig við stöndum í þeim samanburði. Athugið að þátttaka á námskeiðinu er ekki umsókn um að fara í NCLEX-prófið sjálft. Þar sem námskeiðið stendur aðeins í fjórar klukku- stundir á dag er kjörið að fara einnig í heimsókn á sjúkra- hús til að fylgjast með hjúkrunarfræðingum í starfi. Þar má t.d. kynna sér hvernig sjúkrahúsin hafa aðlagast kröfum um breyttar áherslur og stóraukið dag- og göngudeildar- þjónustu og fækkað legusjúklingum. Einnig má skoða vinnuaðstæður og vinnuálag, verklagsreglur, staðla og gæðaeftirlit eða hvað eina annað sem hver og einn hefur sérstakan áhuga á. Endurmenntunardeildin mun aðstoða við að útvega slík tækifæri. Hægt er að fá ódýrt húsnæði á þessum tíma í heima- vistum háskólans sem eru á háskólalóðinni (Pleasantville campus) u.þ.b. 30 mínútna lestarferð frá Manhattan og fá fyrstu 10 sem skrá sig frítt húsnæði! Þetta er gullið tækifæri til að kynnast hjúkrun í New York, bæði fræðilega og hvernig hún fer fram í raunveru- leikanum. Ekki má svo gleyma öllu því sem heimsborgin býður upp á, borgin sem aldrei sefur! Dagsetningar: Frá íslandi 2. janúar og frá New York 23. janúar. Námskeiðsdagarnir: 3., 4., 8., 9., 10., 11., 16., 17., 18., 22. og 23. janúar, í New York kl. 9-13 og í Pleasantville kl. 17-21. Heimsókn á sjúkrahús: 8. - 12. og 15. - 19. janúar. Kostnaður: $225 fyrir allt námskeiðið. Fargjald: Hver sér um sig til New York. Nánari upplýsingar veitir Hrafn Óli Sigurðsson í síma 551-0251 eftir kl. 20 og netfangi vs00002m@pace.edu Ný orlofsíbúð við Sóltún í Reykjavík Orlofssjóður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur fest kaup á nýrri íbúð í fjölbýlishúsi við Sóltún 5 í Reykjavík. íbúðin við Suðurlandsbrautina hefur verið seld. Félagsmenn, sem höfðu gist í íbúðinni við Suðurlandsbrautina, höfðu kvartað töluvert undan staðsetningunni og var það helsta ástæða þess að ráðist var í íbúðaskiptin. Helst var kvartað um skort á útiaðstöðu og leiksvæði utan dyra þar sem íbúðin við Suðurlandsbraut var staðsett í skrifstofuhverfi. Orlofsnefnd félagsins kannaði því vilja fulltrúa á félagsráðsfundi og var það eindreginn vilji þeirra sem þar voru að ráðast í þessar breytingar. Að höfðu samþykki stjórnar félagsins var því ráðist í að festa kaup á áðurnefndri íbúð. íbúðin er 3 herbergi á fyrstu hæð með smá-garði, alls um 92 fermetrar. Hún er að öllu leyti hin vandaðasta, vel útbúin og frábærlega staðsett í miðju borgarinnar. Gert er ráð fyrir að hún verði afhent í desember. íbúðin við Suðurlandsbraut hefur verið afhent núverandi eigendum og er bústaðurinn í Mosfellsbæ því einungis til útleigu þangað til íbúðin við Sóltún verður tilbúin. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 76. árg. 2000 229
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.