Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2000, Blaðsíða 53

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2000, Blaðsíða 53
Bækur og bæklingar Þróun hjúkrunar á Barnaspítala Hringsins 1980 - 1998 eftir Herthu W. Jónsdóttur PRÓUN HlOKRUNW k *mcl |NSR'98°'1998 Ssr-- «*»"****" $ er fjallað um þennan þríhyrning út frá sjónarhorni barnahjúkrunarfræðingsins og bent á hve víða og hvernig ótal þræðir liggja á milli þessara hópa og að enginn getur án hins verið þegar börn og unglingar veikjast. Bókin skiptist í fjóra meginkafla. Fyrsti kafli ber yfirskriftina Barnaspítali Hringsins og er þar drepið á sögu barnadeilda, þátt Kvenfélagsins Hrings- ins, rætt um meginhlutverk barnadeilda og hugmyndafræði og stefnur í hjúkrun. Annar kaflinn, sem er meginkafli bókarinnar, heitir „Þróun hjúkrunar, þróun hjúkrunarferlis, einstaklingshæfðrar hjúkrunar og fjölskylduhjúkrunar á Barnaspítala Hringsins". Þar er fjallað um hugmyndafræði og nýjungar í hjúkrunar- fræði og tengsl við alþjóðlegar rann- sóknir og fræðigreinar. Enn fremur er sagt hvernig horfið var frá verkhæfðri hjúkrun til hóphjúkrunar, hvernig áhersla var svo lögð á einstaklingshæfða hjúkrun og í framhaldi af því fjölskylduhæfða einstaklingshjúkrun. Sagt er frá nokkrum þróunarverkefnum, sem hjúkrunarfræð- ingar stóðu að, og bent á hvaða þættir reyndust lyftistöng fyrir þróunina og hvaða þættir voru letjandi og töfðu fyrir. Þriðji kafli heitir: Foreldrar á sjúkrahúsum, hlutverk, staða og aðbúnaður, og fjórði kaflinn heitir Barnahjúkrunarfræðingurinn, hver var staða og hlutverk barna- hjúkrunarfræðinga 1980 og hver er hún í lok 20. aldarinnar? Bókin „Þróun hjúkrunar á Barnaspítala Hringsins 1980 - 1998. Aðferðir og hugmyndafræði í barnahjúkrun" kom út fyrr á þessu ári. Hún er fyrsta bók sinnar tegundar þar sem markvisst er skrifað um þróun hjúkrunar innan tiltekinnar sérgreinar yfir ákveðið árabil. Fortíðin er skoðuð út frá hjúkrun í þeim tilgangi að byggja undir frekari þróun hjúkrunar í framtíðinni og jafnframt er skráð sú þróun sem hjúkrunarfræðingar hafa staðið að. Sett eru fram markmið og fjallað um hvaða gagn sé hægt að hafa af slíkri þróunarsögu og fyrir hverja slík þekking nýtist. Eingöngu er fjallað um tímabilið 1980 - 1998. í formála segir höfundur frá megináhuga- máli sínu er hún hóf störf sem hjúkrunar- framkvæmdastjóri, en það var að stuðla að og finna leiðir til markvissrar og persónulegrar hjúkrunar fyrir hvert einstakt barn og foreldra þess. Enn fremur að auka fræðslu- og upplýsinga- streymi milli barna, foreldra og hjúkrunarfólks þannig að fullur skilningur væri á hlutverki hvers og eins og stuðla á þann hátt að vellíðan allra í þríhyrningn- um barn - foreldri - starfsfólk. í bókinni Hver kafli hefur nokkra undirkafla sem eru þannig skrifaðir að þeir standa nánast sjálfstæðir án þess að slitna úr samhengi. Gífurlegar þjóðfélagsbreyt- ingar hafa átt sér stað á því tímabili sem bókin fjallar um þannig að staða skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins er mun betri nú þar sem batalíkur hafa aukist og heilbrigðiskerfið getur tekist á við, bætt eða leyst ýmsa sjúkdóma eða mein sem áður voru lítil eða engin ráð við og eykur það nauðsyn þess að horfa markvisst fram til 21. aldarinnar með ný tækifæri, nýja þekkingu og nýjar vonir. í lokakafla bókarinnar horfir höfundur til framtíðar og ræðir um nokkrar af þeim breytingum sem búast má við á næstu árum. Bókin er 175 síður og gefin út af Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Hún er til sölu á skrifstofu hjúkrunarforstjóra á Landspítala v/Hringbraut, á skrifstofu Fíh, Suðurlandsbraut 22, og í Bóksölu stúdenta v/Hringbraut. Stómavörur = Coloplast = Coloplast býöur upp á fj Ibreytt úrval af stómavörum viö allra hæfi, bæði eins og tveggja hluta kerfi. Assura húðplatan hefur sérstaka eiginleika. Hún situr vel og örugglega en fer jafnframt vel meö húðina og er auðveld í notkun. Pokar af öllum stærðum og gerðum fyrir allar gerðir stómía svo og fjöldi aukahluta eins og þéttihringir, næturpokar o.fl. Stómalínan okkar er í stöðugri þróun sem leiðir til fjölda nýjunga á hverju ári. Margar stærðir af ileostómíupokum bæði eins og tveggja hluta. Öruggt og einfalt lokunarkerfi. Mjúkar sjálflímandi klemmur. Margar stærðir, góður filter, öruggt og einfalt lokunarkerfi, mjúkir og þægilegir pokar. Margar stærðir af urostómíupokum bæði eins og tveggja hluta. Öruggur ventill sem hindrar bakflæði. Mjúkur og þægilegur losunartappi sem einfalt er að eiga við, líka fyrir þá sem eiga erfitt með fingrahreyfingar. Fullkomin lína fyrir börn. Litlir þægilegir pokar með sömu góðu húðplötunni og öruggri læsingu. Sætúni 8, 105 Reykjavík S. 535 4000 • Fax: 562 1 878 | Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 76. árg. 2000 233
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.