Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2000, Blaðsíða 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2000, Blaðsíða 42
Stofnun hjúkrunarfræðideildar við Háskóla íslands var fagnað föstudaginn 15. september 2000. 27 ár liðu frá innritun fyrstu hjúkrunarfræðinema í námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands þar til hjúkrunarfræðideildin var stofnuð. Háskólaráð samþykkti deildarstofnun þann 25. maí sl. eftir úttekt á kennslu og rannsóknum námsbrautarinnar. Úttektarnefndin hafði það hlutverk að meta hvort náms- brautin uppfyllti þau skilyrði sem eðlilegt getur talist að háskóla- deild uppfylli. Námsbraut í hjúkrunarfræði og lyfjafræði lyfsala eru fyrstu fræðasviðin innan Háskóla íslands sem hafa gengist undir mat á starfsemi sinni áður en til deildarstofnunar kemur. Stofnun hjúkrunarfræðideildar staðfestir viðamikið og fjölbreytilegt námsframboð og vaxandi rannsóknastarfsemi í hjúkrunarfræði. Sem dæmi má nefna að boðið er upp á nám í hjúkrunarfræði og Ijósmóðurfræði, viðbótarnám fyrir hjúkr- unarfræðinga og meistaranám. Námsbrautin, sem starfaði í tengslum við læknadeild, var orðin að fimmtu stærstu kennslueiningunni innan Háskóla íslands sl. ár. Fjöldi hjúkr- unarfræðinema, sem hafa útskrifast frá upphafi, er 1201, þar af 155 úr sérskipulögðu BS-námi fyrir hjúkrunarfræðinga. Úr Heilsugæslan í Reykjavík Hjuknmarfræðingar Lausar eru til umsóknar stöður hjúkrunarfræðinga á heilsugæslu- stöðvum í Reykjavík. Upplýsingar um þær gefur Þórunn Ólafsdóttir, hjúkrunarforstjóriHeilsugæslunnar í Reykjavík, í síma 585 1300 frá kl. 10:00 til 11:00 virka daga. Umsóknir ásamt upplýsinguin um nám og iýrri störf sendist til starfsmannasviðs Heilsugæslunnar í Reykjavík á sérstökum eyðublööum sem þar fást. Rcykjavík, 2. október 2000 Heilsugæslan í Reykjavík, starfsmannasvið Barónsstíg 47, 101 Reykjavík Sími 585 1300 Fax 585 1313 www.hr.is viðbótarnámi hafa útskrifast 83 nemendur og 23 úr Ijós- móðurfræði. Fyrsta vörn meistararitgerðar fór fram í júní nú í sumar. Úttektarnefndin ályktaði að nám til BS-prófs í hjúkrunarfræði standist vel erlendan samanburð og reglur um meistaranám séu metnaðarfullar. Rannsóknir kennara hafa vaxið ört síðustu árin. Þar vegur þyngst aukin rannsóknaþjálfun þeirra. Þeir sem hafa lokið eða eru í doktorsnámi eru nú 16 af 23 fastráðnum kennurum. Rannsóknaviðfangsefni í hjúkrunarfræði eru í flestum tilfellum hagnýt og tengjast klínískum úrlausnarefnum. f gagnaskrá Rannsóknaráðs íslands (RIS) er getið um 95 rannsókna- verkefni kennara við námsbrautina sem hafa hlotið styrk frá Rannsóknasjóði Háskóla íslands eða Rannsóknaráði íslands. Rannsóknarstofnun í hjúkrunarfræði var stofnsett 1997. Þar er vinnuaðstaða fyrir sérfræðinga, meistaranema og gesti. Stofnunin á að vera vettvangur rannsókna- og þróunarstarfs í hjúkrunar- og Ijósmóðurfræði, efla tengsl rannsókna og kennslu; að veita nemendum í framhaldsnámi aðstöðu og búnað til rannsóknastarfa eftir því sem kostur er og veita þeim þjálfun og reynslu í vísindalegum vinnubrögð- um; að sinna þjónustuverkefnum og ráðgjöf á fagsviðinu og stuðla að sterkum tengslum háskólans við atvinnu- og þjóðlíf; að annast útgáfustarfsemi (27. grein háskólalaga 41/1999). Með tilkomu hjúkrunarfræðideildar við Háskóla íslands má benda á að stjórnskipulag deildar innan Háskóia íslands opnar hjúkrunarfræðingum dyr að nýjum tækifærum. Má þar m.a. nefna áréttingu jafnræðis milli fræðigreina í heilbrigðis- vísindum innan háskólasamfélagsins sem og jafnræðis varð- andi ástundun kennslu og rannsókna á háskólasjúkrahúsi og á öðrum heilbrigðisstofnunum. (Fréttatilkynning). Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur fengið nýtt símanúmer Sími: 540 6400 Myndsími: 540 6401 Beinar línur til starfsmanna Aðalbjörg J. Finnbogadóttir, hjúkrunarfræðingur - 6402 Ingunn Sigurgeirsdóttir, fjármálastjóri - 6403 Herdís Sveinsdóttir, formaður - 6404 Valgerður Katrín Jónsdóttir, ritstjóri - 6405 Helga Birna Ingimundardóttir, hagfræðingur - 6408 Viðtalstími mánud.,þriðjud., miðvikud. kl. 10-12 Soffía Sigurðardóttir, skrifstofumaður - 6407 Anna Árnadóttir, skrifstofumaður - 6412 222 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 76. árg. 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.