Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2000, Blaðsíða 34
Hver er staðan kír k UrMí ?
Samkvæmt upplýsingum úr ársskýrslu Samtaka um
kvennaathvarf 1999 voru skráðar 298 komur kvenna í
Kvennaathvarfið og skiptast komurnar þannig, að til dvalar
komu 117 konur en viðtölin voru 181. Af þeim 117 konum
sem komu til dvalar voru 49 þeirra með börn með sér en
fjöldi þeirra barna, sem í athvarfinu dvaldi, var 80 á árinu
1999. Flestar konurnar koma vegna þess að þær eru
þolendur andlegs ofbeldis á heimilum sínum, eða rúmlega
35%. Rúmlega 20% hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi en
líkamlegt ofbeldi er í flestum tilfellum líka skráð sem andlegt
ofbeldi. Rúmlega 6% koma vegna ofbeldis gegn börnum,
um 8% vegna morðhótana og um 7% vegna ofsókna.
Þegar tengsl við gerandann eru skoðuð kemur í Ijós að
í meira en helmingi tilfella er gerandinn eiginmaður eða
sambýlismaður konunnar. Fyrrverandi eiginmenn og
sambýlismenn eru um fjórðungur geranda. Lítil fylgni er
milli komufjölda kvennanna og tiltekinna mánaða og hefur
svo verið frá upphafi. Flestar konurnar, sem leita til
athvarfsins, búa á höfuðborgarsvæðinu, eða um 90%.
íslenskar konur eru 85% þeirra sem leita til athvarfsins en
útlendar konur eru 15%. Athyglisvert er að fæstar konur
kæra verknaðinn, eða einungis um 2%, þó 16% þeirra
kvenna sem leituðu til Kvennaathvarfsins 1999 hafi búið
við líkamlegt ofbeldi. 14% kvennanna voru með áverka við
komuna í athvarfið. Meðalaldur kvennanna var 36 ár,
yngsta konan var 16 ára en sú elsta 69 ára.
Árið 1999 dvöldu 80 börn í Kvennaathvarfinu. Flest
börnin eru undir þriggja ára aldri eða rúmlega fjórðungur.
Yngsta barnið var 3ja mánaða og það elsta 16 ára. Hjá
þeim 117 konum, sem komu til dvalar í Kvennaathvarfið, var
lengsta dvölin 61 dagur en meðaldvalartíminn var 11 dagar.
Tölur frá Kvennaathvarfinu sýna þó ekki nema brot af því
ofbeldi sem er til staðar, sumar konur búa við það alla ævi
en aðrar leita annarra úrræða, flytja t.d. til ættingja eða vina
þar til þær hafa komið sér upp heimili á nýjan leik.
150mlCn
REVEN;
75 m/ Creme
iKVMl