Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2000, Blaðsíða 52

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2000, Blaðsíða 52
Hæfileg hvíld, réttar æfingar og líkamsrækt skila betri árangri. Léttar líkamsæfingar á vinnutíma styrkja vöðvana og minnka líkur á bakverkjum sem geta leitt til veikinda- fjarvista. Langvarandi fjarvistir frá vinnu bjóða þeirri hættu heim að fólk treysti sér ekki aftur til starfa, endurhæfing þarf því að byrja fljótt, en best er að koma í veg fyrir veikindi. Þeir sem sinna heilsuvernd á vinnustað eiga að vera í góðri aðstöðu til að gefa ráð um hvernig vinnuumhverfið skuli vera og hvernig einstaklingarnir eigi að starfa þannig að þeir haldi góðri heilsu. Ýmis fræðslurit er að fá hjá Vinnueftirliti ríkisins þar sem fjallað er um rétta líkamsbeitingu og skal í því sambandi bent á heimasíðuna: www.ver.is. þar sem gagnasafnið er að finna, en bókin Vinnutækni við umönnun eftir sjúkra- þjálfarana Ágústu Guðmarsdóttur og Þórunni Sveinsdóttur er sérstaklega ætluð hjúkrunarfólki. Heimildir: 1. Engkvist, l-L. (2000). Accidents leading to over-exertion back injuries among nursing personnel (doktorsrit). Arbete och halsa, 20. 2. Lagerström, M., Hagberg, M. Prevention and rehabilitation of musculoskeletal disorders in nursing work. (: Hasselhorn, H-M., Toomingas, A., Lagerström, M. Occupational health for health care workers. A practial guide. (1999). Amsterdam: Elsevier. 3. Ólöf A. Steingrímsdóttir, Vilhjálmur Rafnsson, Þórunn Sveinsdóttir, Magnús H. Ólafsson. (1999). Læknablaðið, 74,6, 223-32. 4. Ágústa Guðmarsdóttir, Þórunn Sveinsdóttir. (1995). Vinnutækni við umönnun. Reykjavík: Borgarspítalinn og Vinnueftirlit ríkisins. Nýr bæklingur um HEILSUVERND Á VINNUSTAÐ HEILSUVERND Á VINNUSTAÐ - fróðleikur fyrir hjúkrunar- fræðinga er nýr fræðslubækl- ingur fyrir hjúkrunarfræðinga sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga gefur út. Vinnuverndarnefnd félagsins skrifaði bæklinginn sem er einkum ætlaður hjúkrunarfræð- ingum, sem ætla að vinna við heilsuvernd starfsmanna, en ætti einnig að gagnast öðrum hjúkrunarfræðingum sem vilja skoða starfsaðstæður á eigin vinnustað, hver sem hann er. Vaxandi skilningur á nauðsyn og gagnsemi forvarna- starfs vekur vonir um að heilsuvernd á vinnustað muni vaxa fiskur um hrygg á íslandi þótt lengi hafi dregist að koma henni á. Hjúkrunarfræðingar hafa mikilvægu hlut- verki að gegna á þessu sviði eins og í annarri heilsuvernd. Verksviðið er víðfeðmt og enginn einn faghópur býr yfir allri þeirri þekkingu sem þörf er á. Svo að vel verði að verki staðið er því vænlegt að efla samvinnu við aðra faghópa sem hafa sérþekkingu á ýmsum sviðum vinnuverndar. Nauðsynlegt þótti að koma fræðslu til hjúkrunarfræð- inga um heilsuvernd á vinnustað, miðað við íslenskar aðstæður, en þetta er fyrsta íslenska fræðsluritið fyrir hjúkrunarfræðinga sem ætla sér að starfa við heilsuvernd á vinnustað. Markmið vinnuverndarnefndarinnar var að auðvelda hjúkrunarfræðingum að takast á við þetta nýja starfssvið sem hentar hjúkrunarfræðingum vel. Bent er á hvar frekara fræðsluefni er að finna og hvernig unnt er að bera sig að þegar fyrstu skrefin eru tekin. Bæklingurinn kostar 500 kr. og er til sölu hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Netfangið er: hjukrun@hjukrun.is Geðrækt „Engin heilsa án geðheilsu" er einkunnarorð átaks geð- ræktar Geðhjálpar, Landlæknisembættisins, geðsviðs Landspítala - háskólasjúkrahúss og fleiri aðila en átakið stendur yfir nú á aldamótaárinu. Markmiðið er að auka forvarnir og fræðslu, efla vitund manna um eigin geðheilsu og minnka þá byrði og sársauka sem geðröskun getur valdið. Átakinu er einkum beint að unglingum, að þunglyndi, kvíða og sjálfsvígum, með fundum í skólum, útgáfu fræðsluefnis og netefnis og með fræðslu fyrir starfsfólk í skólum, í heilsugæslu og innan kirkjunnar. Stefnt er að því að efla vitund atvinnurekenda og starfsmanna um geðheilbrigði á vinnustöðum og efla almenningsfræðslu um geðröskun og geðheilsu. Geð- rækt er nýyrði og þýðir geðheilsuefling, þýðing á „mental health promotion" sem er ofarlega á stefnuskrá í geðheilsumálum í Evrópu og Ameríku. Verður haft samstarf við ýmsa aðila í Evrópu og víðar sem sinna geðheilsueflingu. Samkvæmt athugun Alþjóðabankans og Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar 1996 eru geðsjúkdómar 5 af 10 aðalorsökum örorku í heiminum og er þung- lyndi þar í fyrsta sæti. Fjórðungur þeirra sem eru á fullum örorkubótum á íslandi eru geðfatlaðir. Þó ástæður bágrar geðheilsu séu margvíslegar og flóknar hafa kannanir sýnt að hægt er að stuðla að geð- heilbrigði og fyrirbyggja heilsubrest. Geðræktinni er beint að öllum aldurshópum og er samstarf við heilsu- gæslu og stofnanir mikilvægt, segir í fréttatilkynningu frá þeim aðilum sem standa að átakinu. HKIIÆUVERND Á VINNUSTAÐ frMleikur fyrir hjúkrunarfneðin^a Félag itlrnskra hjúkrunarfrxOinga 232 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 76. árg. 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.