Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2000, Blaðsíða 48
Fjórðungssjúkrahúsið
á Akureyri
Hjúkrunarfræðingar -
ljósmæður
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri er
annað stærsta sjúkrahús landsins og
hefur það að markmiði að veita
sjúklingum og aðstandendum þeirra
áreiðanlega, markvissa og
fjölskylduvæna heilbrigðisþjónustu.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri hefur
nána samvinnu við háskólana í landinu
og lögð er áhersla á símenntun á sviði
heilbrigðismála og rannsóknir á sviði
heilbrigðisvísinda.
Fjórðungssjúkrahúsið vantar
hjúkrunarfræðinga og ljósmæður til
starfa nú þegar eða eftir samkomulagi,
um er að ræða fastar stöður og
afleysingastöður.
Boðin er einstaklingshæfð aðlögun
með reyndum hjúkrunarfræðingum
og ljósmæðrum.
Starfshlutfall og starfstími eftir
samkomulagi.
Upplýsingar gefur Þóra Ákadóttir,
starfsmannastjóri hjúkrunar, sími
4630273 og netfang thora@fsa.is
Laun samkvæmt gildandi
kjarasamningum viðkomandi
stéttarfélags og fjármálaráðherra fyrir
hönd ríkissjóðs.
Reyklaus vinnustaður
Telja verður að yfirvinna, sem unnin er af staðgengli,
reiknist miðað við þann sem hærri laun hefur skv. þessu
ákvæði. Hins vegar verður að túlka ákvæðið þröngt að
öðru leyti þannig að það taki einungis til launaflokks en
ekki annarra kjara samkvæmt ráðningarsamningi.
Spurning: Er hægt að taka yfirvinnu út í fríi ?
Svar: Ekkert ákvæði er tii um það í kjarasamningi
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hins vegar er rétt að
nefna umfjöllum um þetta efni í 4. tbl. BHM-tíðinda frá
september 1999. Þar segir: „Yfirvinna tekin út í fríi skal lúta
sömu reglum og væri yfirvinnan greidd sem tímakaup í
yfitvinnu. Engin frítökuskylda er fyrir hendi samkæmt
gildandi reglum. Samþykki starfsmaður að taka yfirvinnu
sína út í fríi skai fara að hlutaðeigandi kjarasamningi á
sama hátt og þegar greitt er fyrir yfitvinnuna með tíma-
kaupi."
Spurning: Hvað þýðir grein 4.1.2 í kjarasamningi
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um lengingu orlofs við
30 og 38 ára aldur?
Svar: Lenging kemur á sumarorlof á því almanaksári
sem starfsmenn verða 30 ára og 38 ára.
Spurning: Ef starfshlutfalli er breytt af hálfu vinnu-
veitanda, þarf þá að segja ráðningarsamningi upp með
þriggja mánaða fyrirvara?
Svar: Já, þess þarf. Allt sem samið er um, bæði laun
og vinnufyrirkomulag, er hluti af ráðningarsamningi. Annar
aðilinn getur ekki breytt því nema gera það formlega með
þriggja mánaða fyrirvara og þá getur hinn aðilinn litið svo á
að breytingin sé svo mikil að hann líti á þetta sem upp-
sögn á samningnum. Ef hins vegar báðir aðilar ráðningar-
samningsins, atvinnurekandi og starfsmaður, eru sammála
um breytinguna þá þarf ekki að segja neinu upp. Þeir
semja bara um breytingu á samningnum og geta gert það
hvenær sem er.
Meístaragráðunám í
hjúkrunarfræði víð
Háskólann á Akureyrí
Meistaragráðunám í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri í
samvinnu við Royal College of Nursing Institute/Manchester-
háskóla hefst 1. febrúar 2001. Umsóknarfrestur er til 1. nóvemb-
er nk. Inntökuskilyrði: B.S. gráða í hjúkrunarfræði (1. eink.) og
starfsreynsla. Upplýsingar veitir prófessor Sigríður Halldórsdóttir
(Sigridur@unak.is). Lýsingar á námskeiðum er að finna í kennslu-
skrá H.A. en námið er með fjarnámssniði.
fea
228
Tfmarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 76. árg. 2000