Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2000, Blaðsíða 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2000, Blaðsíða 7
Fyrir skömmu lauk fundi evrópskra ritstjóra hjúkrunartímarita sem hald- inn var í fyrsta sinn hér á landi. Ritstjórarnir hittast reglulega til skiptis í þeim iöndum sem eiga aðild að samtökunum m.a. til að ræða ýmis sameiginleg verkefni og aukna sam- vinnu. Þó aðstæður séu ólíkar milli land- anna, bæði hvað varðar útgáfuaðila, útgáfutíðni og fjölda starfsmanna, eiga þau það sameiginlegt að fjalla um þau hjúkrunarmálefni sem eru efst á baugi í Evrópu á hverjum tíma. Fyrir lítið tímarit á íslandi er samvinna við þessa aðila ómetanleg. Það var því ánægjulegt að geta haldið fund á íslandi og kynnt fyrir þeim ýmsa þætti hjúkrunar hér á landi. Fundurinn var mjög árangursríkur og í kjölfarið verða birtar ýmsar greinar um hjúkrunarmálefni á íslandi í hinum erlendu tímaritum. Að ósk ritstjóranna fengu þeir kynningu á íslenska heilbrigðiskerfinu og ýmsum þáttum þess. í lok fundar var þeim boðið að skoða göngudeild Bláa lónsins þar sem góður árangur hefur náðst í meðferð psoriasis og annarra húðsjúkdóma. í næstu tölublöðum verður höfð samvinna milli tímarit- anna um ýmis heilbrigðismálefni sem efst eru á baugi nú um stundir. í þessu tölublaði birtist grein um ofbeldi gegn konum sem áður birtist í danska hjúkrunartímaritinu Syge- plejersken. Ofbeldi gegn konum er alheimsvandamál og hefur ýmsar hliðar sem snúa að heilbrigðiskerfinu. Á kvennaráðstefnunni í Kína 1995 var fjallað um nýjar áherslur í barátt- unni gegn ofbeldi. Samráð við aðrar- stofnanir skiptir þar meginmáli, svo sem mannréttindasamtök og heil- brigðisstofnanir ekki síst Alþjóðaheil- brigðismálastofnunina, WHO. Ofbeldi er brot á mannréttindum og hefur í för með sér ýmiss konar heilsu- vandamál eins og fram koma í upplýsingum frá WHO. Það er því mikilvægt fyrir heilbrigðisstéttir, ekki síst hjúkrunafræðinga, að berjast gegn þessari vá, læra að þekkja ummerki ofbeldisins og hvernig hægt er að koma í veg fyrir líkamlegar, tilfinningalegar og sálrænar afleið- ingar sem það hefur á þá sem búa við það. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 76. árg. 2000 191
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.