Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2000, Page 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2000, Page 7
Fyrir skömmu lauk fundi evrópskra ritstjóra hjúkrunartímarita sem hald- inn var í fyrsta sinn hér á landi. Ritstjórarnir hittast reglulega til skiptis í þeim iöndum sem eiga aðild að samtökunum m.a. til að ræða ýmis sameiginleg verkefni og aukna sam- vinnu. Þó aðstæður séu ólíkar milli land- anna, bæði hvað varðar útgáfuaðila, útgáfutíðni og fjölda starfsmanna, eiga þau það sameiginlegt að fjalla um þau hjúkrunarmálefni sem eru efst á baugi í Evrópu á hverjum tíma. Fyrir lítið tímarit á íslandi er samvinna við þessa aðila ómetanleg. Það var því ánægjulegt að geta haldið fund á íslandi og kynnt fyrir þeim ýmsa þætti hjúkrunar hér á landi. Fundurinn var mjög árangursríkur og í kjölfarið verða birtar ýmsar greinar um hjúkrunarmálefni á íslandi í hinum erlendu tímaritum. Að ósk ritstjóranna fengu þeir kynningu á íslenska heilbrigðiskerfinu og ýmsum þáttum þess. í lok fundar var þeim boðið að skoða göngudeild Bláa lónsins þar sem góður árangur hefur náðst í meðferð psoriasis og annarra húðsjúkdóma. í næstu tölublöðum verður höfð samvinna milli tímarit- anna um ýmis heilbrigðismálefni sem efst eru á baugi nú um stundir. í þessu tölublaði birtist grein um ofbeldi gegn konum sem áður birtist í danska hjúkrunartímaritinu Syge- plejersken. Ofbeldi gegn konum er alheimsvandamál og hefur ýmsar hliðar sem snúa að heilbrigðiskerfinu. Á kvennaráðstefnunni í Kína 1995 var fjallað um nýjar áherslur í barátt- unni gegn ofbeldi. Samráð við aðrar- stofnanir skiptir þar meginmáli, svo sem mannréttindasamtök og heil- brigðisstofnanir ekki síst Alþjóðaheil- brigðismálastofnunina, WHO. Ofbeldi er brot á mannréttindum og hefur í för með sér ýmiss konar heilsu- vandamál eins og fram koma í upplýsingum frá WHO. Það er því mikilvægt fyrir heilbrigðisstéttir, ekki síst hjúkrunafræðinga, að berjast gegn þessari vá, læra að þekkja ummerki ofbeldisins og hvernig hægt er að koma í veg fyrir líkamlegar, tilfinningalegar og sálrænar afleið- ingar sem það hefur á þá sem búa við það. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 76. árg. 2000 191

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.