Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Qupperneq 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Qupperneq 7
Alþjóðleg baráttumál Tvær litlar auglýsingar, sem birtast í þessu tölublaði, eru umfjöllunarefní mitt í þessu spjalli. í báðum tilfellum eru alþjóðasamtök kvenna að auglýsa fundarefni á alþjóðlegum degi samtaka þeirra. Sá fyrri er 8. mars, alþjóðlegur baráttudagur kvenna, sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga á aðild að, en þar er yfirskriftín „Fordómar og kynþáttamis- rétti". Sá síðari er dagur Alþjóðasamtaka hjúkrunarfræðinga, ICN, 12. maí, afmælis- dagur Florence Nightingale, sem að þessu sinni er helgaður baráttu gegn ofbeldi. Þessi málefni tengjast því fordómar og misrétti af ýmsu tagi er ein algengasta orsök ofbeldis og undirrót styrjalda um heim allan. Ofbeldi gegn konum byggist einnig á fordómum og misrétti. Alþjóðasamtök hjúkrunarfræðinga, ICN, eiga uppruna sinn í alþjóðasamtökum kvenna og baráttumálin eru því svipuð, það er tiltekinn hópur sem lætur sig þessi málefni varða, fólk sem ber virðingu fyrir manneskjunni hvar sem hún stendur með tilliti til kynferðis, kynþáttar eða stéttar. Ég hitti hjúkrunarfræðing um dagínn sem sagði mér frá því að þegar hún var við nám erlendis hefði hún haft dóttur sína hjá kóreskri dagmóður. Dagmóðirin talaði eiginlega ekkert nema móðurmál sitt. Aðspurð hvort hún hefði ekki látið það trufla sig þegar hún hefði tekið ákvörðun um að hafa barnið hjá henni, var svarið nei og hún bætti við að það væri auðvelt að sjá hvort viðkomandi væri almennileg manneskja þó ekki væri hægt að tala við hana á sama tungumáli. Dóttir hennar hefði lært kóresku og fengið mikinn áhuga á asískri menningu. í framhaldinu spunnust umræður um hvernig umönnunarstörf tengjast mismunandi menningu þjóða, hjá sumum þjóðum er mjög vel hlúð að börnum, öldruðum og þeim hópum sem standa höllum fæti, það er einfaldlega hluti menningar þeirra. Við getum því lært ýmislegt af þessum þjóðum. ICN hefur í tilefni alþjóðadagsins f ár sent aðildarfélögum sínum skýrslu um hvað sé hægt að gera til að draga úr og koma í veg fyrir ofbeldi. Skýrslan er birt óþýdd í heild sinni á heimasíðu félagsins www.hjukrun.is. í heilbrigðisáætlun til ársins 2010 er vitnað í Evrópumarkmið þar sem stefnt er að því að árið 2020 verði búið að draga verulega úr meiðslum, örorku og dauða sem orsakast af slysum og ofbeldi á Evrópusvæðinu, en árlega þarf að veita 80 milljónum einstakl- inga læknismeðferð vegna slysa á Evrópu- svæðinu, sem verða á vinnustöðum, heimilum, í skóla eða í frítíma. Á hverju ári lenda 340 af 100.000 íbúum í umferðar- slysum í löndum Evrópusambandsins. Konur eru að mestu leyti þolendur ofbeldis en talið er að 1/3 kvenna sæti ein- hvers konar ofbeldi á lífsleiðinni. Talið er að markvissar aðgerðir til að fækka slysum og koma í veg fyrir ofbeldi og það heilsutjón, sem af því verður um heim allan, sé hagkvæmasta og fljótvirkasta fjárfesting sem nokkurt þjóðfélag getur lagt í. í þessu tölublaði er að finna grein um rannsóknir í hjúkrun eftir Hildigunni Svavarsdóttur og seinni hluta greinar eftir Erlu Dóris Halldórsdótur um hvaða þátt konur áttu í stofnun Landspítalans. Að auki er í blaðinu umfjöllun fimm hjúkrunar- fræðinga um upplýsingatækni og hjúkrun en samnefnd ráðstefna, sem haldin var á liðnu ári, vakti mikla athygli. Ýmislegt fleira er að finna, svo sem framhald könnunar um vinnuálag hjúkrunarfræðinga, réttur starfsmanna vegna veikinda og slysa og ýmislegt annað efni sem lesendur hafa vonandi gagn og gaman af. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 77. árg. 2001 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.