Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Qupperneq 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Qupperneq 17
Erla Dóris Halldórsdóttir hjúkrunarfræðingur og sagnfræðingur Afskipti hjúkrunarkvenna af byggingu Landspítalans árið 1927 Fyrsta íslenska hjúkrunarkonan tekur við formennsku í FÍH I sumarbyrjun árið 1922 kom ung hjúkrunarkona, Ásta Sigríður Eiríksdóttir, til íslands eftir fjögurra ára fjarvist. Árið 1918 hafði Sigríður haldið til Danmerkur og hafið hjúkrunarnám við 0resundshospítalet. í byrjun hjúkrunar- náms hennar braust spánska veikin út í Danmörku og varð 0resundshospitalet ein aðalmiðstöð þeirra sem fengu veikina. Lét Sigríður þess getið síðar að vinna við spítalann á þessum tíma hafi verið mjög lærdóms- ríkur tími fyrir sig (Sigríður Eiríksdóttir, 1963). Eftir að hafa verið nokkra mánuði við hjúkrunarnám á 0re- sundshospitalet flutti Sigríð- ur sig um set og hélt til Kaupmannahafnar og hélt áfram náminu við bæjar- sjúkrahúsið, Kommune- hospitalet, þar í borginni. Hinn 10. september árið 1921 lauk hún þriggja ára hjúkrunarnámi og útskrifað- ist sem fullmenntuð hjúkr- unarkona (Skjalasafn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. B/1). Strax að loknu hjúkr- unarnáminu hélt hún til Hróarskeldu í Danmörku og hóf 1/2 árs framhaldsnámi í geðhjúkrun við Sankti Hans sjúkra- húsið. Eftir geðhjúkrunarnámið hélt hún til Vínarborgar í Austurríki og starfaði sem hjúkrunarkona á handlækninga- deild og fæðingardeild Rudolfinerhaus Rauðakross- sjúkrahússins (Hjúkrunarkvennatal, 1969). í hjúkrunarnámi í Danmörku og í starfi sem hjúkrunarkona kynntist Sigríður Eiríksdóttir eins og svo margar aðrar hjúkrunarkonur á þessum tíma hugmyndafræði ensku hjúkrunarkonunnar Florence Nightingale. Þær hugmyndir, sem Florence Nightingale setti fram um hjúkrunarstarfið á síðari hluta nítjándu aldar, höfðu mikil áhrif á Vesturlöndum og þar á meðal á Norðurlöndum. Florence Nightingale taldi að hjúkrunarkonur yrðu að menntast eins og aðrar stéttir. Árið 1860 setti hún á stofn hjúkrunarskóla við Saint Thomas sjúkrahúsið í Lundúnum. Hún lagði áherslu á það að forstöðukona skólans yrði að vera í höndum lærðrar hjúkrunarkonu og að kennsla hjúkr- unarnema í hjúkrunarfræði yrði að vera í höndum hjúkrunarkvenna (Erla Dóris Halldórsdóttir, 1996; The New Encyclopædia Britannica, 1980). Ekki þurfti Sigríður Eiríksdóttir að kvíða atvinnuleysi í hjúkrun eftir að hún kom til (slands árið 1922. Hóf hún þegar að starfa sem hjúkrunarkona hjá Hjúkrunarfélaginu Líkn. Félagið starfrækti heimahjúkrun í Reykjavík á þessum tíma. Gættu hjúkrunarkonur Hjúkrunarfélagsins Líknar sjúklinga á vöktum á heimilum þeirra svo vikum og mán- uðum skipti, nótt og dag, án þess stundum að fá einu sinni fastan frídag. Á þessum tíma var starfsdagur Sigríðar langur og fór stundum langt fram úr 10 klukkustundum á dag. Sigríður lét þess getið síðar að á þessum tíma hefði þótt sjálfsagt að búa um hjúkrunarkonuna á einhverjum bedda í herbergi sjúklingsins svo að hún gæti verið til taks ef með þyrfti (Skjalasafn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, B/1/1). Þrátt fyrir miklar annir í heimahjúkrun mun Sigríður Eiríksdóttir þegar eftir heimkomuna frá Danmörku hafa sótt félagsfundi Félags íslenskra hjúkrunarkvenna. Danska hjúkrunarkonan, Christophine Mikkeline Bjarnhéðinsson (Jurgensen), var þá formaður félagsins. Á aðalfundi Félags íslenskra hjúkrunarkvenna í október árið 1923 var Sigríður kosin ritari félagsins og ári síðar var hún kosin formaður Félags íslenskra hjúkrunarkvenna, fyrst íslenskra hjúkr- unarkvenna. Hjúkrunarkonur félagsins voru þá 21 og aukafélagar, sem voru hjúkrunarnemar, voru 12 að tölu (Skjalasafn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, AA/1). Hinn 2. júlí árið 1926 giftist Sigríður Eiríksdóttir Finn- boga Rúti Þorvaldssyni, prófessor í verkfræði við Háskóla íslands. Daginn fyrir brúðkaupið hætti Sigríður að starfa sem hjúkrunarkona við Hjúkrunarfélagið Líkn (Hjúkrunar- kvennatal, 1969). í þá daga þótti ekki við hæfi að giftar konur ynnu utan heimils í launuðum störfum þar sem þær höfðu fyrirvinnu. Sigríður hélt áfram að starfa sem formaður Félags íslenskra hjúkrunarkvenna og átti eftir að gegn því starfi næstu 36 árin (María Rétursdóttir, 1969). Tilgangurinn með þessari grein er að varpa Ijósi á Sigríður Eiríksdóttir hjúkr- unarkona. Árið 1924 var Sigríður kosin fyrst íslenskra hjúkrunarkvenna, formaður Félags íslenskra hjúkrunar- kvenna. Sigriður var formaður félagsins næstu 36 árin eða til ársins 1960. Myndin er i eigu Félags islenskra hjúkrunarfræðinga. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 77. árg. 2001 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.