Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Síða 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Síða 20
lega því danska og norska. En þessi ráðstöfun, að senda hjúkrunarnema til lokanáms til Danmerkur eða Noregs, væri kostnaðarsöm fyrir þjóðina. Og svo hefði þessi ráðstöfun valdið íslenskum hjúkrunarnemum erfiðleikum. í greininni líkir Sigríður unga íslenska hjúkrunarnemanum, sem með brennandi áhuga hefur ákveðið að gera sjúkra- hjúkrun að lífsstarfi slnu, við munaðarlaust barn þegar hún þarf að yfirgefa landið til að Ijúka hjúkrunarnáminu. Sigríður segir: Dettur mér þá oft í hug foreldralaust barn, sem nýtur uppeldis síns á fleiri mismunandi heimilum, þar til það er talið fleygt og sjálfbjarga. Margan góðan hlut má gera úr brotasilfri og víst er um það, að margur nýtur maður hefir farið varhluta af heildarkenndinni I uppeldi sínu; en jafnframt er það engum vafa bund- ið, að fleiri munu þeir vera, er á slíkri leið glata ein- hverju, og þá oft því bezta og göfugasta í fari sínu. Má því telja aðstöðu þess barns, er í uppvextinum nýtur samfelldra góðrar áhrifa, ólíkt betri. (Sigríður Eiríksdóttir, 1927b). Eina ósk stjórnarkvenna í Félagi íslenskra hjúkrunar- kvenna og eflaust margra annarra hjúkrunarkvenna á íslandi var að hjúkrunarnám íslenskra framtíðarhjúkrunar- nema færi undir góðir handleiðslu og stjórn fram á Land- spítalanum. Þá er næst að kanna hvort hjúkrunarkonum hér á landi hafi orðið að ósk sinni. Kærkomin heimsókn Mánuður er til kosninga til Alþingis. Mánudagurinn 13. júní er runninn upp. Prúðbúnar einkennisklæddar hjúkrunar- konur standa við Reykjavíkurhöfn. Strandferðaskipið ísland kemur siglandi inn á höfnina (ísland er væntanlegt hingað, 1927). Von er á gestum. Hjúkrunarkonurnar, Sigríður Eiríksdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarkvenna, Sólborg Bogadóttir, varaformaður félagsins, og Kristjana Guðmundsdóttir, ritari félagsins, ganga að íslandinu og taka hlýlega á móti Charlotte Munck, formanni Samvinnu hjúkrunarkvenna á Norðurlöndum, Agnes Bugge, for- stöðukonu Sindsygehospitalet í Nykobing á Sjálandi í Danmörku, Hedvig Post, yfirhjúkrunarkonu Welander- hjemmet í Kaupmannahöfn, Helmi Dahlström, yfir- hjúkrunarkonu Viborg Lánssjukhus í Finnlandi, Sonja Koroneff, yfirhjúkrunarkonu í Helsingfors í Finnlandi, Lyyli Swan, forstöðukonu Lappvikens Centralanstalt í Helsing- fors í Finnlandi, Bergljot Larsson, formann Norsk Syke- pleierskeforbund í Ósló, Bertha Wellin, formann Svensk Sjuksköterskeförening av 1910 í Stokkhólmi í Svíþjóð, Greta Mueller, forstöðukonu Frederika Bremer-Forbundet sjuksköterskebyraa í Stokkhólmi, og Elisabet Lind, verk- smiðjuhjúkrunarkonu í Stokkhólmi (Erla Dóris Halldórs- dóttir, 2000a). Norsku hjúkrunarkonurnar, þær Karen von 20 Bertha Wellin, formaður Svensk Sjuksköterskeförening av 1910 (sænska hjúkrunarkvennafélagsins) á þilfari strand- ferðaskipsins ísland á leið á hjúkrunarmót Samvinnu hjúkrunarkvenna á Norðurlöndum sem haldið var i Reykjavik dagana 13. - 22. júni árið 1927. Myndin er i eigu Félags islenskra hjúkrunarfræðinga. Tangen Brynildsen, forstöðukonu við Flaukeland Sykehus í Björgvin í Noregi, og Bertha Sönberg, forstöðukonu við Dr. Lindboes Klinik í Ósló, vantar í hópinn en þeirra er von með norska strandferðaskipinu Lyra þriðjudaginn 14. júní (Bertha Sönberg, 1927). Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarkvenna hafði undirbúið komu hjúkrunarkvennanna hingað til landsins með sér- stakri dagskrá. Var meðal annars leitað til Alþingis og fékkst styrkur fyrir heimsókninni. Þá hafði stjórn félagsins farið þess á leit við Verslunarráð að fá lánaðan Kaupþings- salinn í Eimskipafélagshúsinu til fundarhalds fyrir fulltrúa- mót Samvinnu hjúkrunarkvenna á Norðurlöndum og fékkst leyfi fyrir því (Erla Dóris Halldórsdóttir, 2000a). Eftir hlýlegar móttökur við Reykjavíkurhöfn var hjúkr- unarkonunum fylgt á heimili í borginni. Ýmsir aðilar höfðu boðist til að veita hjúkrunarkonunum gistingu á meðan á dvöl þeirra stæði. Til dæmis hafði hinn norskættaði stöðvarstjóri símans, Bjarne Forberg, og móðir hans, frú Jenny A. Foberg, boðist til að veita einni hjúkrunarkonu gistingu á heimili þeirra að Laufásvegi 8 í Reykjavík, á meðan á dvöl hennar stæði hér á landi vegna mótsins (Bertha Sönberg, 1927, Manntal fyrir Fteykjavík, 1927). Sama dag og hinar erlendu hjúkrunarkonur komu til íslands fóru þær að skoða Þjóðminjasafn íslands. Síðan var haldið í skoðunarferð í Hjúkrunarfélagið Líkn á Báru- götu 2 í Reykjavík. Danska hjúkrunarkonan, Christophine Mikkeline Bjarnhéðinsson, formaður stöðvarinnar, tók á móti hópnum og sýndi þeim stöðina. Líkn skipulagði heimahjúkrun í borginni handa efnalitlu fólki sem ekki hafði ráð á að leita sér sjúkrahússvistar (Erla Dóris Halldórs- dóttir, 2000a). Þriðjudaginn 14. júní fóru hjúkrunarkonurnar til Hafnar- fjarðar og í heimsókn á spítala St. Jósefssystra þar I bæn- um. St. Jósefsspítalinn í Hafnarfirði var nýr spítali en hann Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 1. tbl. 77. árg. 2001

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.