Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Qupperneq 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Qupperneq 27
Gyða Björnsdóttir, M.Sc. hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur á gagnagrunnssviði íslenskrar erfðagreiningar ehf. Rafræn skráníng hjúkrunar: JVÍÁliS ekkí (myv\ im tölouvl Inngangur Þó tölvutæknin hafi haldið innreið sína í flesta geira atvinnu- og menntalífs, sem og í daglegt líf einstaklinga, er almennt um mun hægari innreið tölvutækninnar að ræða í heil- brigðiskerfum heims (Anderson, 1999). Þannig eru pappírs- bundnar og handskrifaðar sjúkraskrár enn meginaðferð við skráningu heilsufars- upplýsinga víða innan sjúkrastofnana. Víða hefur þó einnig verið unnið hörðum höndum að því að nýta tölvur til að beisla þann urmul upplýsinga sem verða til og nota þarf í klínísku starfi. í íslensku heilbrigðiskerfi er handskrifuð sjúkraskrá enn víða við lýði. Samkvæmt stefnumótun heilbrigðis- og try99ingamálaráðuneytis um upplýsingavæðingu í heil- brigðismálum er rafræn skráning heilsufarsupplýsinga framtíðin. Heilsufarsupplýsingar hafa verið skráðar á raf- rænu formi á stærri heilsugæslustöðvum og á læknastof- um hér á landi, en ekki að sama skapi innan sjúkrahúsa. Þar sem rafræn skráning hefur farið fram hefur hún þó ekki náð til allra þeirra upplýsinga sem þörf er á að skrá. Hluti skráningar hefur eftir sem áður farið fram á hefð- bundinn hátt, á pappír. Slíkt fyrirkomulag hlýtur að vera til óhagræðis fyrir notendur sem þá hafa ekki nema hluta af upplýsingum um hvern sjúkling í höndunum í hvoru kerfi (tölvu- og pappírskerfi). Ein ástæða þess að seint hefur tekist að tölvuvæða sjúkraskrár um allan heim til fullnustu er sú að fleira en tölvur og tölvuforrit þarf til svo að unnt sé að skrá allar nauðsynlegar heilsufarsupplýsingar á nothæfan hátt. Gögn, sem vinna á í tölvum, þarf að skrá á skilgreindan, formfastan og staðlaðan hátt (kóðaðan hátt) svo kalla rnegi þau fram skýrt og skipulega, og svo vinna megi tölfræðilega úr þeim eftir að þau hafa verið færð inn í tölvuna. Eftirfarandi grein er ætlað að fjalla almennt um rafræna skráningu hjúkrunar og um undirbúning og framtíð raf- rænnar skráningar eins og hún snýr að íslenskum hjúkrunarfræðingum. Rafræn sjúkraskrá í undirbúningi á íslandi: Þáttur íslenskrar erfðagreiningar ehf. Víða á sjúkrastofnunum landsins er þegar hafin rafræn skráning heilsufarsupplýsinga eða hafinn undirbúningur að slíkri skráningu. í riti heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins um stefnumótun í upplýsingamálum heilbrigðis- kerfisins (sjá http://brunnur.stjr.is/interpro/htr/htr.nsf/ Files/Stefnum/$file/Stefnum.pdf) er rafræn sjúkraskrá nefnd sem eitt helsta forgangsverkefni innan heilbrigðis- kerfisins svo auka megi gæði skráningar og um leið gæði og hagkvæmni þjónustunnar. Á vegum ráðuneytisins hefur enn fremur verið unnin kröfugerð um rafræna sjúkraskrá (sjá http://brunnur.stjr.is/interpro/htr/htr.nsf/pages/ sjukraskrarkerfi_krafa). Mikil áhersla er þar lögð á notkun viðurkenndra og alþjóðlegra flokkunar- og kóðunarkerfa, t.d. ICD 10 um læknisfræðilegar greiningar (International Classification of Diseases, 10. útgáfa) og NANDA (North American Nursing Diagnosis) um hjúkrunargreiningar, svo fátt eitt sé nefnt. Með samningum um gagnkvæm samvinnuverkefni á milli íslenskrar erfðagreiningar ehf. og heilbrigðisstofnana 27 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 77. árg. 2001
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.