Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Blaðsíða 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Blaðsíða 50
'Hj ú kvmA yyá§ \a\kjLspí-UU kÁ«s kóU^sj ú krAkúss Aðdragandi að stofnun Hjúkrunarráð LSH var stofnað 27. október sl. í kjölfar sameiningar Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítalans. Hjúkrunarráð var fyrst stofnað hér á landi 1997 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að frumkvæði þáverandi hjúkrunar- forstjóra, Sigríðar Snæbjörnsdóttur. Fyrstu tvö árin var Sæunn Kjartansdóttir formaður. Þá tók Katrín Pálsdóttir við formennsku og var formaður þar til hjúkrunarráð LSH var stofnað. Árið 1999 setti Anna Stefánsdóttir, þáverandi hjúkrun- arforstjóri á Landspítalanum, á laggirnar undirbúningshóp að stofnun hjúkrunarráðs við Landspítalann. Formaður hópsins var Elsa Friðfinnsdóttir og var undirbúningsvinna á lokastigi þegar sjúkrahúsin voru sameinuð. Þá varð til starfsstjórn hjúkrunarráðs LSH sem skipuð var fulltrúum úr stjórn hjúkrunarráðs SHR og fulltrúum úr undirbúningshóp LSP. Starfsstjórnin starfaði fram til 27. október þegar haldinn var stofnfundur hjúkrunarráðs LSH og kosin stjórn. í hjúkrunarráði eiga sæti allir hjúkrunarfræðingar og Ijósmæður spítalans sem hafa starfað í 3 mánuði og eru í föstu starfi. Allir félagar hafa tillögu- og atkvæðisrétt. Hlutverk hjúkrunarráðs Hlutverk ráðsins er m.a. • að veita hjúkrunarfræðingum, Ijósmæðrum og stjórn- endum LSH faglega ráðgjöf • að eiga frumkvæði að umræðum um hjúkrun, innan stofnunar og utan • að taka þátt í þróunarvinnu innan sjúkrahússins, meðal annars með eflingu klínískra rannsókna í hjúkrun og tengslum við menntastofnanir í heilbrigðisfræðum • að vera til ráðuneytis varðandi fagleg málefni hjúkr- unarfræðinga og Ijósmæðra, svo og rekstur, stjórnun, uppbyggingu og nýtingu sjúkrahússins • að vera stjórnendum heilbrigðismála utan sjúkrahúss- ins til ráðuneytis sé eftir því leitað. Stjórn Stjórn ráðsins er skipuð formanni, varaformanni og ritara og einum fulltrúa og varamanni frá hverju sviði spítalans. Stjórnina skipa því 14 manns. Stjórnin fundar vikulega og starfar samkvæmt 4. grein starfsreglna hjúkrunarráðs um hlutverk stjórnar. Stjórnin tekur afstöðu til þeirra mála sem beint er til hennar varðandi fagleg og stjórnunarleg málefni hjúkr- unarfræðinga og Ijósmæðra og málefni er varða hjúkrun á einstaka deildum og sviðum. Þá tekur stjórnin afstöðu og skilar áliti varðandi ágreiningsmál er upp kunna að koma milli einstakra deilda, sé óskað eftir því. Innan ráðsins eru starfandi eftirtaldar nefndir: Fræðslunefnd. í henni sitja Guðbjörg Guðmundsdóttir A- 7, Dóra Halldórsdóttir göngudeild krabbameinssjúkra, Rósa Einarsdóttir barnadeild, Rósa Jónsdóttir Vífils- stöðum, Inga V. Ólafsdóttir B-7. Kjörnefnd. í henni sitja Nanna Ólafsdóttir innkaupadeild, Ellen M. Larsen 13-D, Stefanía Snorradóttir 14-E. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.