Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Qupperneq 50
'Hj ú kvmA yyá§ \a\kjLspí-UU
kÁ«s kóU^sj ú krAkúss
Aðdragandi að stofnun
Hjúkrunarráð LSH var stofnað 27. október sl. í kjölfar
sameiningar Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítalans.
Hjúkrunarráð var fyrst stofnað hér á landi 1997 á
Sjúkrahúsi Reykjavíkur að frumkvæði þáverandi hjúkrunar-
forstjóra, Sigríðar Snæbjörnsdóttur. Fyrstu tvö árin var
Sæunn Kjartansdóttir formaður. Þá tók Katrín Pálsdóttir
við formennsku og var formaður þar til hjúkrunarráð LSH
var stofnað.
Árið 1999 setti Anna Stefánsdóttir, þáverandi hjúkrun-
arforstjóri á Landspítalanum, á laggirnar undirbúningshóp
að stofnun hjúkrunarráðs við Landspítalann. Formaður
hópsins var Elsa Friðfinnsdóttir og var undirbúningsvinna á
lokastigi þegar sjúkrahúsin voru sameinuð.
Þá varð til starfsstjórn hjúkrunarráðs LSH sem skipuð
var fulltrúum úr stjórn hjúkrunarráðs SHR og fulltrúum úr
undirbúningshóp LSP. Starfsstjórnin starfaði fram til 27.
október þegar haldinn var stofnfundur hjúkrunarráðs LSH
og kosin stjórn.
í hjúkrunarráði eiga sæti allir hjúkrunarfræðingar og
Ijósmæður spítalans sem hafa starfað í 3 mánuði og eru í
föstu starfi. Allir félagar hafa tillögu- og atkvæðisrétt.
Hlutverk hjúkrunarráðs
Hlutverk ráðsins er m.a.
• að veita hjúkrunarfræðingum, Ijósmæðrum og stjórn-
endum LSH faglega ráðgjöf
• að eiga frumkvæði að umræðum um hjúkrun, innan
stofnunar og utan
• að taka þátt í þróunarvinnu innan sjúkrahússins, meðal
annars með eflingu klínískra rannsókna í hjúkrun og
tengslum við menntastofnanir í heilbrigðisfræðum
• að vera til ráðuneytis varðandi fagleg málefni hjúkr-
unarfræðinga og Ijósmæðra, svo og rekstur, stjórnun,
uppbyggingu og nýtingu sjúkrahússins
• að vera stjórnendum heilbrigðismála utan sjúkrahúss-
ins til ráðuneytis sé eftir því leitað.
Stjórn
Stjórn ráðsins er skipuð formanni, varaformanni og ritara
og einum fulltrúa og varamanni frá hverju sviði spítalans.
Stjórnina skipa því 14 manns.
Stjórnin fundar vikulega og starfar samkvæmt 4. grein
starfsreglna hjúkrunarráðs um hlutverk stjórnar.
Stjórnin tekur afstöðu til þeirra mála sem beint er til
hennar varðandi fagleg og stjórnunarleg málefni hjúkr-
unarfræðinga og Ijósmæðra og málefni er varða hjúkrun á
einstaka deildum og sviðum. Þá tekur stjórnin afstöðu og
skilar áliti varðandi ágreiningsmál er upp kunna að koma
milli einstakra deilda, sé óskað eftir því.
Innan ráðsins eru starfandi eftirtaldar nefndir:
Fræðslunefnd. í henni sitja Guðbjörg Guðmundsdóttir A-
7, Dóra Halldórsdóttir göngudeild krabbameinssjúkra,
Rósa Einarsdóttir barnadeild, Rósa Jónsdóttir Vífils-
stöðum, Inga V. Ólafsdóttir B-7.
Kjörnefnd. í henni sitja Nanna Ólafsdóttir innkaupadeild,
Ellen M. Larsen 13-D, Stefanía Snorradóttir 14-E.
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 77. árg. 2001