Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Page 73

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Page 73
Bækur og bæklingar Dokumentation og kvalitetsudvikling Dansk sygeplejerád hefur gefið út bókina sem er ætluð nemendum í hjúkrunarfræði, bæði sem kennslubók og handbók. Bókina rita 11 hjúkrunarfræðingar, þau Ingrid Egerod, Yrsa Andersen Hundrup, Marianne Nord Hansen, Soren Holm, Ibike Kroll, Henrik Lindholm, Inge Madsen, Jan Mainz, Ingrid Poulsen, Ane Marie Thulstrup og Ruth Truelsen en þau eru öll með sérþekkingu á tilteknum sviðum innan hjúkrunar. Bókin skiptist í 12 kafla og í lok hvers kafla eru upplýsingar um ýtarefni. Bókin er 196 blaðsíður og kostar 278 krónur danskar. Hún fæst hjá Dansk Sygeplejerád, Vimmelskaftet 38, Postbox 1084, 1008 Kaupmannahöfn. Norsk sykepleierforbund hefur gefið út bókina „Helse-Norge 2000“. í bókinni er lýsing í máli og myndum á heilbrigðiskerfinu í Noregi. Áhersla er lögð á þátt hjúkrunarfræðinga í lífi þjóðfélagsþegnanna frá vöggu til grafar. Bókin er 109 blaðsíður að stærð og Ijósmyndir í bókinni eru teknar af Morten Krogvold. Lærebog for sygeplejestuderende - Anatomi og fysiologi - bind 2, 2. udgave. Höfundar eru Peter Skanning og Lars Voldum. Bókin er 325 blaðsíður og kostar 449 krónur danskar. Hún fæst hjá Dansk sygeplejerád. Sjúkrahús verðurtil Sjúkrahús Reykjavíkur hefur gefið út bókina „Sjúkrahús verður til - upphaf og uppbygging hjúkrunarþjónustu Borgarspítalans í Reykjavík" eftir Sigurlín M. Gunnarsdótttur. Sigurlín var hjúkrunarforstjóri Borgarspítalans í Reykjavík frá 1965-1988 og er í bókinni rakinn þáttur hjúkrunar í uppbyggingu sjúkrahússins. Bókin er 196 síður að stærð og prýdd fjölmörgum myndum. Hún er til sölu í Bóksölu stúdenta og í sölubúðum Rauða krossins á Landspítala - háskólasjúkrahúsi við Hringbraut og í Fossvogi. Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónI istafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 77. árg. 2001 73

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.