Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Qupperneq 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Qupperneq 9
Fræðslugrein: Þóra Jenný Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur Sérhæfð meðferð: Á hún erindi í h úkrun? Sérhæfð meðferð á vissulega erindi í hjúkrun þar sem hug- myndaffæði meðferðarinnar og hjúkrunar eiga oft samleið. Hjúkrunarffæðingar hafa um langa hríð beitt sérhæfðri meðferð eins og nuddi og slökun til að kljást við verki og vanlíðan sinna skjólstæðinga. Ýmis önnur sérhæfð meðferð hefur ekki eins sterkan þekkingargrunn og þarf að skoða á gagnrýninn hátt og rannsaka betur til að hægt sé að réttlæta notkun hennar innan hjúkrunar. Það er oft flókið að skoða sum þessi meðferðar- úrræði í ljósi viðurkenndra rannsóknaaðferða. í þessari grein verður fjallað um tengsl þeirra við hjúkrun og rannsóknir, en þær hafa ekki alltaf átt samleið með viðurkenndum rannsóknar- aðferðum. Nauðsynlegt er að ákveðnar reglur séu til staðar um notkun sérhæfðrar meðferðar, sérstaklega þeirra aðferða sem eru nýrri og hafa ekki verið mikið notaðar innan heilbrigðis- geirans. Leggja verður áhersla á að hver hjúkrunarffæðingur, sem vill nota slíka meðferð, geri það á öruggan og viðurkennd- an hátt og hafi að leiðarljósi siðareglur hjúkrunar og markmið og starfsreglur þeirrar stofnunar sem hann starfar hjá. Sérhæfð meðferð og hjúkrun Oft hefur verið horft til sérhæfðrar meðferðar sem skottu- lækninga og slíkum aðferðum vísað á bug. Helst hefur verið að þeim fundið að áhrif þeirra séu ekki nægilega rannsökuð og að margir þeir sem bjóða slíka meðferð hafi ekki tilskilin réttindi. Þessar athugasemdir eiga því miður alltof oft við rök að styðjast og dæmi eru um að fólk, sem hefur litla reynslu og ekki nægilega menntun að baki í sérhæfðri meðferð, telji sig í stakk búið til að bjóða fólki lækningu. Þær aðferðir, sem kenndar eru í vestrænni læknisfræði og mörgum deildum innan heilbrigðisvísinda, hafa ekki auðveldað skilning á því hvaða hugsun býr að baki mörgum tegundum sérhæfðrar með- ferðar. Sú tvíhyggja í vestrænni vísindahugsun, að hugur og líkami séu aðskilin, hefur verið lífseig en einnig er oft ráðandi sú hugsun að hægt sé að hluta manninn niður í ólík líffæra- kerfi sem helst ekkert eða lítið vinni saman. Hjúkrunarffæðingar hafa lengi haft heildrænni sýn og meðferð við umönnun sinna sjúklinga. Florence Nightingale lagði áherslu á mikilvægi þess að veita skjólstæðingnum heildræna hjúkrun (holistic nursing) með það að markmiði að koma þeim sem best fýrir svo að náttúran geti læknað þá (Nightingale, 1969). Það er ekkert nýtt að hjúkrunarfræðingar hafi leitað víða til að finna leiðir við að hjálpa skjólstæðing- um sínum að meðhöndla streitu, kvíða og vanlíðan í kjölfar sjúkdóma og margs konar sérhæfð meðferð hefur verið stund- uð innan hjúkrunar í langa tíð, eins og snerting, nudd, tónlist, bæn, næring og notkun ýmissa jurta (Snyder og Lindquist, 2001). Með meiri tæknivæðingu og auknu starfsálagi hefur margt af þessu vikið fýrir því að fýlgjast með lífsmörkum af skjám, gefa lyf og skoða rannsóknarniðurstöður frekar en að auka samskipti við hinn sjúka og eyða meiri tíma með honum. Á sama tíma og njótendur heilbrigðisþjónustunnar leita í auknum mæli eftir heildrænni meðhöndlun hafa hjúkrunar- fræðingar enduruppgötvað hversu margt sérhæfð meðferð hefur að bjóða. Hjúkrun hefur um áraraðir byggt sína hug- myndafræði á því að maðurinn sé meira en summa líffæranna og haft að leiðarljósi heildræna sýn á manninn þar sem á hann er horft sem samspil hugar, líkama, sálar, félagslegra og andlegra þátta. Af þessum sökum hafa hjúkrunarffæðingar átt auðveldara með að tileinka sér mörg þessara meðferðarforma og nýta þau sjúklingum sínum til góðs (Snyder og Lindquist, 2002; Cole og Shanley, 1998). Hjúkrunarfræðingar eru í góðri aðstöðu vegna menntunar sinnar til að taka upp þessi með- ferðarform við meðferð sjúklinga sinna á faglegan hátt og einnig til að beita sumum þessum aðferðum. Flest meðferðar- formin eru þó þess eðlis að ekki er hægt að beita þeim nema að fenginni tilskilinni viðbótarmenntun og þjálfun. í upplýstu nútímasamfélagi þurfa hjúkrunarfræðingar að bregðast vel við auknum kröfum sjúklinga um heildræna meðferð og annars konar meðferðarúrræði en þau sem hin tæknilega heilbrigðis- þjónusta býður. Þeir þurfa einnig að vera færir um að gefa upplýsingar um meðferðarúrræði, gæði þeirra, gildi og hugsanlegar aukaverkanir. Hafa ber í huga að þessi meðferðar- form, sem um ræðir, eru ekki eign hjúkrunar eða neinnar annarrar stéttar eða greinar heldur koma þau úr ólíkum áttum. Ávallt skal gæta varúðar við val meðferðar og skoða ber gaumgæfilega hverjar forsendur meðferðarinnar eru og hvaða upplýsingar eru til um árangur hennar. Mikilvægt er að fólk læri að forðast óvönduð vinnubrögð, fullvissi sig um að meðferðaraðili hafi tilskilin leyfi og réttindi, sýni varkárni og muni að ekki er allt óskaðlegt sem telst „náttúrulegt“. Hafa verður í heiðri rétt skjólstæðingins til að fá bestu upplýsingar um hverja tegund meðferðar sem í boði er og taka ákvörðun byggða á staðgóðum upplýsingum um hvaða tegund með- ferðar hann kærir sig um að nota eða láta meðhöndla sig með. Þóra Jenný Gunnarsdóttir er hjúkrunarfræð- ingur og stundar meistaranám við Háskólann í Minnesota með áherslu á rannsóknir og sérhæfð meðferðarform. Hún er meðlimur í Félagi íslenskra nuddara. gunn0034@tc.umn.edu Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 78. árg. 2002 73
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.