Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Blaðsíða 16
kona en samt er hún óttaslegin." Ég velti þessari mótsögn fyrir
mér. Hvers vegna er hún hrædd ef hún er svona trúuð? Ég
vildi ég gæti spurt hana en það er engan veginn viðeigandi.
Það mundi bara koma henni í uppnám. Mér finnst eins og
Margrét hafi fundið einhvers konar yfirborðró þótt tilvistar-
kreppan kraumi undir niðri. Mídazólamið slævir óttann. Eftir
20 mínútur stend ég upp frá henni því ég heyri að Vilborg
berst við að ná andanum. Mér finnst erfitt að fara frá Margréti
á þessari kyrrðarstund. Að fara burt en vera samt áfram í
hjarta hennar. Er ég búinn að sá því fræi ástúðar að hún viti að
ég er með henni á vegferð hennar? Aftur trufla andköfin í
Vilborgu mig. Ég heyri að hún þarf aðstoð svo ég segi við
Margréti: „Ég verð að hjálpa Vilborgu núna.“
Seinna er mikil friðsæld yfir Margréti. Við höfðum átt
saman helga stund og enn á ný hef ég verið minntur á hvílík
helgi býr í starfi okkar hjúkrunarfræðinganna, hvað dauða-
stríðið og dauðinn sjálfur hafa djúpstæða merkingu, og ég veit
að þessi uppgötvun hefur eflt mér þrek við störfin i dag. Þetta
leiðir hugann aftur að andlegum þörfum sjúklinganna en þær
hugleiðingar vöknuðu þegar ég var að rýna í mál Konnýjar og
Vésteins. Aftur vakna hjá mér efasemdir um notkun
mídazólams. Erum við of fljót að gefa það í stað þess að reyna
að sinna andlegum þörfum sjúklinga eins og Margrétar,
einkanlega þegar við vitum að þeir eru mjög trúaðir? Gefum
við mídazólam vegna þess að þá finnst okkur frekar að við
gerum eitthvað fyrir þessa sjúklinga sem þrá ósegjanlega innri
ró? Ég hef meiri trú á að sinna þessu fólki andlega. Ég hefði
aldrei getað ímyndað mér að ég fyndi nokkuð svo djúpstætt
við það að lesa ritningarorð dagsins fyrir sjúkling. Mér finnst
ég hafa vaxið andlega og efinn og mótsagnirnar hafa þokað úr
vegi - mér finnst að ég geti sinnt sjúklingunum í samræmi við
heildarþarfir þeirra og mína eigin sannfæringu. Ég ætla að
minnast á efasemdir minar um mídazólamið við Súsönnu
þegar við förum yfir málin. Hún heftir sagt mér áður að hún
eigi sjálf í basli með andlegu hliðina í starfinu.
Að fá eitthvert vit í þetta
Ég bað ykkur að íhuga nokkur atriði meðan þið læsuð rýni
mína:
• Augljósar mótsagnir milli æskilegra og raunverulegra
vinnubragða.
• Hvað kemur í veg fyrir að æskileg vinnubrögð séu tekin
upp?
• Hvað gæti skipt máli til að bæta verklagið?
• Hvemig er sjálf rýnin byggð upp - eru þar kunnugleg
mynstur?
• Hvaða atriðum vilduð þið taka á?
• Kemur ykkar reynsla heim við mína?
Augljósir árekstrar milli æskilegra og raunverulegra
vinnubragða
Lýsingar mínar sýna að verkin á líknardeildinni eru í engu
frábrugðin því sem vanalegt er á deildum af þessu tagi. Engu
80
að síður geta hin hversdagslegustu verk verið býsna flókin og
torleyst ef skoðað er niður í kjölinn. Rýnin hjálpar mér að
koma auga á og fá botn í mótsagnirnar milli þess sem ég tel
réttast og tel starfinu helst til gildis og þess sem ég hugsa,
skynja og framkvæmi þegar á hólminn er komið. Rýnin vekur
athygli mína á þeim vanda sem upp getur komið hvert einasta
andartak og hvaða kostir þá eru í stöðunni. Rýnin er í þessum
skilningi gott mótvægi við hugsunarlitla vanavinnu. Hún
auðveldar mér að sjá einstaklingana sjálfa við þær aðstæður
sem upp koma. Hún eflir samúð mína og ýtir við samviskunni.
Hún hvetur mig til að líta aðeins lengra en vanaviðbrögðin
gera ráð fyrir, ýtir undir efahyggju og forvitni: Hvers vegna
gerum við þetta svona? Eru til aðrar og betri aðferðir til að
leysa þetta mál? Rýnin er spegill þar sem ég afhjúpa sjálfan
mig fyrir sjálfum mér, opna huga minn og sálu fyrir nýjum
möguleikum. Kannski er augljóst af þessum orðum að rýnin
er tiltekið vinnulag, aðferð til að ná framförum í starfi, aðferð
til að hrinda í framkvæmd þeirri draumsýn að starfið sé
lifandi veruleiki fremur en heimspekikenning sem svífur í
lausu lofti. Ég vil stunda heildræna hjúkrun. Rýni er tilraun til
að hrinda heildrænni hjúkrun í framkvæmd.
Það sem kemur í veg fyrir að æskileg vinnbrögð séu tekin
upp
A vegferð minni kem ég að vegartálmum sem hefta för mína.
Rýnin gerir mér kleift að víkja ögn til hliðar og virða fyrir mér
tálmana. I hverju eru þeir fólgnir? Hvernig er hægt að komast
yfir þá? Rýni í hjúkrun á rætur sínar að rekja til þjóðfélags-
rýni þar sem takmarkið er að sigrast á ýmiss konar áþján og
kúgun og skapa betri heim þar sem fólkið/hjúkrunarfræðing-
arnir öðlast skilning á hvað er því/þeim fyrir bestu. Vitaskuld
verð ég að sinna störfum mínum af alúð og áhuga. Það er
þessi áhugi sem er drifkrafturinn að baki rýninni en rýnin
kyndir líka undir þessum áhuga svo hvað eflir annað, þarna
verður gagnverkandi efling. Þegar saman lýstur því sem ég vil
helst gera og því sem ég geri í raun veldur það mér angri og
ama. Ég get um það valið að brynja mig fyrir þessum ama eða
snúist gegn honum og reynt að læra af honum og breyta
vinnubrögðunum. Það er rýnin sem veitir mér þetta tækifæri
til að læra og betrumbæta. En til að stíga það skref að breyta
verklaginu verð ég að viss í minni sök. Það er lítið gaman að
standa uppi eins og auli.
Það sem gæti skipt máli til að bæta verklagið
Meginlærdómurinn, sem ég dró af samskiptum mínum við
Jóhann, var að stilla mig betur inn á bylgjulengd hans og vera
ekki eins mikið á varðbergi gagnvart honum svo ég gæti betur
skynjað hvað hann þurffi og liðsinnt honum í því. Annað
atriði, sem freistandi væri að kljást meira við, er árátta sam-
verkafólks míns að stimpla sjúklingana svona og svona. Það
sem ég lærði mest á samskiptunum við Margréti var að geta
brugðist rétt við andlegum þörfum hennar. Þar hertist ég líka í
þeirri afstöðu að varast skuli lyfjanotkun til að róa fólk.
Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 2. tbl. 78. árg. 2002