Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Blaðsíða 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Blaðsíða 18
ruglinu sem ykkur var boðið upp á, þessari afbökun á því sem kannski átti sér stað eða fannst ykkur þetta jafnvel algjörir hugarórar? Það er erfitt að sjá sjálfan sig í öðru ljósi en þessu vanalega því stundum afbökum við eigin mynd af margvís- legum ástæðum. Þess vegna gætu sumir þurft aðstoð einhvers annars til að komast upp á lag með rýnina, einkanlega til að fjarlægja þær grimur sem skæla veruleikann og til að víkka sjóndeildarhring rýnisins svo hann sjái aðstæður á nýjan hátt. Slík aðstoð auðveldar rýninum að fjarlægja hjúpinn svo hjartað komi í ljós en þar býr sannleikurinn. Hjúpurinn getur verið þykkur vegna varnarviðbragða eða annars konar við- bragða sem menn hafa tamið sér. Raunar snúa sumir sér að rýni vegna kvíða og beita henni þá fremur til að ná tökum á kvíðanum en til að læra beinlínis betri vinnubrögð. Leiðbein- ingarnar eiga að vera rýninum eins og styrk hjálparhönd, efla honum þor, örva hann til dáða, skýra fyrir honum hvers vegna hlutirnir eru eins og þeir eru og hleypa í hann þreki til að takast á við þversagnirnar sem óhjákvæmilega gera vart við sig í samviskunni. Leiðbeinandinn getur líka beint rýninum inn á dýpri stig rýninnar svo hún verði gagnrýni á það hvernig við hugsum um viðfangsefnin. Bohm5 lætur í ljós þá skoðun að við getum aldrei leyst úr vandamálunum ef við beitum sama þankagangi og olli vandanum! Bohm telur að við verð- um að þroska með okkur eins konar stöðuskyn hugsananna til að við vitum ávallt hvar þankar okkar eru staddir rétt eins og við vitum alltaf hver staða líkamans er. Spyrjið ykkur: Undir hvern get ég borið sögurnar mínar? Hvað þarf góður leiðbeinandi að hafa til að bera? Það þarf auðvitað að vera einhver sem kann sjálffur) mikið til rýni, getur sett sig í stellingar til að ýta svolítið við ykkur og líka stutt ykkur til að kanna það sem þið hafið lent í. Þið verðið líka að treysta þessum leiðbeinanda því þið ætlið að opna ykkur fyrir honum/henni. Námssviðið, sem rýnin spannar, er afar breitt og hægt er að kanna það út um mismunandi glugga (tafla 2). Leiðbeinandinn leiðir rýninn að þessum gluggum til að beina athygli hans að því sem hann hefur eða getur lært á hveiju atviki. Við gluggana verður rýnin dýpri, sýnin færist af einu afmörkuðu atviki á víðara svið svo að rýnirinn öðlast skilning sem hann getur not- fært sér hvenær sem er. Vonandi skýrir hver gluggi sig sjálfur. Markmiðið er að víkka okkur sýn svo við skynjum heiminn betur og getum betur brugðist við því sem að höndum ber. Fræðikenningar Schon6 segir að raunveruleg hjúkrun minni stundum á það að ösla um í mýraflákum, hjúkrunarfræðingurinn getur ekki valið neinar greiðar og auðfarnar leiðir. Schon segir að vant fólk byggi ákvarðanir sínar frekar á fyrri reynslu en rannsóknum enda séu ekki til margar rannsóknir sem taki á vandanum sem við blasir úti í mýrinni. íhugið það sem fram kemur í frásögn minni - spyrjið ykkur hvaða rannsóknir séu til sem þið getið nýtt ykkur í starfi. Það þarf alltaf að meta hvernig þessi eða hin rannsóknin getur nýst manni í verki. 82 Hjálpfýsi Þetta sjónarmið var tekið með í reikninginn eftir reynsluna sem rýnar höfðu öðlast með mér eftir fjögurra ára (rannsókn- arjtímabil. Ég hafði mikinn hug að að átta mig á hvers eðlis æskileg vinnubrögð væru. Niðurstaðan varð sú að mikilvægast væri að rýnirinn/hjúkrunarfræðingurinn væri ávallt til taks að hjálpa sjúklingnum/ættingjunum að fá einhvern botn í vand- ann svo hann/þeir gætu tekið sem skynsamlegastar ákvarðanir um framhaldið. Rýnarnir féllust ávallt á þetta viðhorf en gekk ekki eins vel að fara eftir því - gamalkunnu þverstæðurnar. Þessi gluggi, hvort rýnirinn er hjálpfus og til taks eður ei, hjálpar honum að fylgjast með hvemig miðar að taka upp æskilegri vinnubrögð. Til að öðrum þyki gott að leita til rýnis- ins/hjúkrunarfræðingsins þarf hann að eiga góð samskipti við aðra, geta andmælt þeim, komast klakklaust út úr ágreinings- málum, þola það að forgangsatriði, forystumenn og stjórn- unarhættir breytist, vera ákveðinn í fasi, kikna ekki undir álaginu, telja kjark í sjálfan sig og aðra og sýna útsjónarsemi þegar kemur að stjórnunarmálefnum. Ef ég bæði ykkur að skrifa upp einkenni góðs rýnis/hjúkrunarfræðings munduð þið ábyggilega tilgreina atriði sem lúta að því að hjúkrunarfræð- ingurinn sé hjálpfús og til taks. Tafla 2 Gluggi Hvemig getur þetta atvik gert mér kleift að Gildismat horfa gagnrýnum augum á það sem ég tel æskileg vinnubrögð? Endurspeglast það mat í starfinu? Hlutverk skynja betur verksvið mitt og stjómunarhætti á vinnustaðnum? Fræðikenningar kynna mér, gagnrýna og tileinka mér viðeig- andi kenningar um almennt verklag og ffæðilega þekkingu? Vani átta mig á og reyna að breyta þeim viðteknu venjum sem koma í veg fyrir að ég bregðist við á æskilegan hátt? Viðfangsefni takast á við viðfangsefnin sem upp koma í daglegum störfum? Fortíð og framtíð taka mið af fyrri reynslu þegar ég huga að hvað upp kunni að koma í ffamtíðinni? Samtenging nýta í starfi ábendingamar sem ég fæ í rýn- inni? Hjálpfysi vera sjúklingum, ættingjum þeirra og sam- starfsmönnum minum betur innan handar? - Efla samkennd mína með þeim? - Kynnast betur viðmælendum mínum? - Sinna óskum annarra með æskilegri hætti? - Kynnast og stjóma sjálffi/sjálfum mér betur í samskiptum við aðra? - Búa svo um hnúta að betra sé að nálgast mig og leita til mín? Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 78. árg. 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.