Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Qupperneq 21
Umhyggjusamur hjúkrunar-
fræðingur er jafnframt fær í starfi
- en hjúkrunarfræðingur getur verið fær án þess að vera umhyggjusamur,
segir Mariah Snyder gestafyrirlesari á Hjúkrun 2002
Mariah Snyder, prófessor í hjúkrunardeild háskólans í Minne-
sota, var gestafyrirlesari á ráðsteínunni Hjúkrun 2002 sem
haldin var á Hótel KEA á Akureyri 11.-12. apríl sl. Snemma
að morgni þann 12. var hún með vinnusmiðju fyrir hjúkrunar-
fræðinga og eftir hádegið flutti hún fyrirlestur um sérhæfða
meðferð í hjúkrun í fortíð, nútíð og framtíð.
í vinnusmiðjunni skoðaði Mariah Snyder ásamt þátttak-
endum hvað væri kennt af sérhæfðri meðferð í hjúkrun,
hversu algeng þessi meðferð er og hvaða skólar bjóða upp á
kennslu. „Nokkrir skólar bjóða algjörlega upp á nám í heild-
rænni hjúkrun, svo sem New York College,“ segir hún þar sem
hún ræðir við ritstjóra Tímarits hjúkrunarfrœðinga milli fyrir-
lestra á setustofu hótelsins. Hótelið er undirlagt af Qölmörgum
hjúkrunarfræðingum sem eru komnir til að taka þátt í þeim
fyrirlestrum sem eru á boðstólum og greinilega mikill áhugi á
því sem Mariah Snyder hefur fram að færa. Hún segir mörg
námskeið innan hjúkrunar hafa falið í sér ýmsa þætti sem nú
teljast til sérhæfðrar meðferðar, svo sem nudd, nærveru og
ímyndarvinnu. Áhugi hafi vaxið á síðari árum og nú sé hægt
að nálgast marga þætti þessarar meðferðar í bókum, tíma-
ritum, myndböndum og með sjálfsnámi. Hlutfall sérhæfðrar
meðferðar hefur aukist sem hluti námsefnis í flestum skólum
sem kenna hjúkrun og rannsóknir hafa aukist á tilteknum
sviðum.
í vinnusmiðjunni ræddi Mariah Snyder einnig þá grunn-
þekkingu sem hjúkrunarfræðingur þyrfti að hafa til að geta
stundað sérhæfða meðferð, þau námskeið sem standa hjúkr-
unarfræðingum til boða á þessu sviði í háskólanum í Minne-
sota og hvernig þau eru metin. „Ég er t.d. ekki nuddari, en ég
get nuddað hendur og fætur, jafnvel axlir því ég hef sótt
námskeið í því. Sama á við um ímyndarvinnu, maður hefur
kannski lært eitthvað, en getur ekki notað þessa aðferð við t.d.
sjúkling sem er með geðtruflanir. Það sama á við um ilmolíu-
meðferð, ég myndi ekki treysta mér til að skrifa upp á mis-
munandi olíur þar sem ég hef ekki næga kunnáttu til þess þó
ég hafi notað tvær til þrjár þeirra mér til gagns. Við getum
kennt nokkur undirstöðuatriði í þessum aðferðum og gætum
okkar að gera ekki meira en við kunnum. Því sá/sú sem er
umhyggjusamur hjúkrunarfræðingur er jafnframt fær í starfi,
en hjúkrunarffæðingur getur verið fær í starfi án þess að vera
umhyggjusamur.“
Mariah kynnti ýmsar gerðir nudds í vinnusmiðjunni, hvaða
Mariah hóf fyrirlesturinn með því að láta alla slaka á.
áhrif nuddið hefði og niðurstöður rannsókna á gagnsemi þess.
Þá kenndi hún þátttakendum handanudd sem hægt er að nota
við alla í íjölskyldunni. Hún kynnti einnig ilmolíumeðferð,
hvernig hægt er að nota hana og við hvaða kvillum. „Við
bjóðum m.a. upp á námskeið í háskólanum í Minnesota í
ilmolíumeðferð. Ég held persónulega að hún geri mikið gagn.
Ég hef t.d. mikla trú á olíum unnum úr lofnarblómi (lavender),
nota það t.d. á næturnar ef ég vakna og get ekki sofið. Það er
einnig gott við psoriasis og öðrum húðkvillum, og ýmsum
öndunarsjúkdómum, svo sem astma. Tröllatré (eucalyptus) er
annar ilmur sem er mikið notaður og hefur mikil áhrif. Ég
nota líka mikið rósmarín, ef ég verð syfjuð set ég nokkra
dropa af rósmarín í klút og það hjálpar svo sannarlega. Það er
líka hægt að nota piparmintu í sama tilgangi."
En hvað varð til þess að Mariah Snyder fékk áhuga á
sérhæfðri meðferð?
„Ég hef oft verið spurð að þessu og segja má að áhugi
minn hafi vaknað er ég var við nám í hjúkrun upp úr miðri
síðustu öld, ég var með kennara sem var alveg frábær og hún
hvatti okkur til að hugsa um hvað við gætum gert sem
hjúkrunarfræðingar, eitthvað sem var óháð tilskipunum lækna.
í þá daga höfðum við ekkert nafn yfir þetta, nefndum þetta
ekki sérhæfða meðferð. En hún hvatti okkur til að hugsa um
hvað við gætum gert í bráðatilfellum, ef eitthvað kom fyrir
sjúklinginn, eitthvað annað en að kalla á lækninn. Ég held ég
hafi reyndar alltaf notað það sem við köllum í dag sérhæfða
meðferð í hjúkrun án þess að ég gæfi þeirri meðferð nafn.
En það var ekkert til á prenti um þetta efni svo ég skrifaði
85
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 78. árg. 2002