Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Page 28
Athyglisverð bók sem ég hef lesið: Sæunn Kjartansdóttir
OrS
í bók sinni, Konan í köflótta
stólnum, segir Þórunn Stefánsdóttir
að hún sé svo heppin að vera
gamaldags sál. Hún hefúr þá
skoðun að lyf séu ekki svarið við
öllum sjúkdómum og alls ekki við
þunglyndi. Lyf geti vissulega
hjálpað en hún telur þau deyfa
frekar en að lækna. Til að vinna
bug á erfiðu þunglyndi valdi
Þórunn því að takast á hendur ferðalag um sinn eigin huga og
sál. Fararstjórinn var geðlæknir sem hafði sérhæft sig í
sálgreiningu en farkosturinn köflóttur stóll í Domus Medica.
Hafi sálgreining þótt gamaldags fyrir aldarfjórðungi, þegar
Þórunn lagði upp í sína ferð, þá er hún ekki síður á skjön við
samtímann í dag. Nú þekkir hver meðalupplýstur dagblaða-
lesandi orð eins og serótónín og endorfm og veit að prósak er
jafn sjálfsagt við þunglyndi og panódíl við höfuðverk. Fréttir
af merkum uppgötvunum á erfðaefni mannsins eru daglegt
brauð og í kjölfar þeirra eru þróuð ný og betri lyf við hvers
kyns kvillum og vanlíðan, enda er það haft fyrir satt að þegar
öllu sé á botninn hvolft stjórnist líðan okkar strangt til tekið af
boðefnaskiptum. í þessu ljósi er sálgreining eins og aftan úr
grárri fomeskju. Aðferðin er með þeim framstæðari eða ein-
göngu töluð orð. Efniviðurinn er óhlutbundinn og órökrænn,
s.s. draumar, tilfinningar og hugrenningar sjúklings. Árangur-
inn hefúr reynst illmælanlegur með raunvísindalegum aðferð-
um og til að bæta gráu ofan á svart tekur meðferðin langan
tíma. Þrátt fyrir þetta verður sálgreining aldrei úrelt. Hún
grundvallast nefnilega á þeirri aldagömlu visku að ekkert sé
manneskju, sem líður illa, jafn mikils virði og önnur mann-
eskja. Því er aðferð sálgreiningar að tengja sjúkling við
fagmann og tryggja þeim næði og tíma til að þeir geti saman
leitað skilnings á hugarheimi þess fyrrnefnda.
Sálgreining einskorðast við samræður tveggja einstaklinga
en er þó að mörgu leyti ólík hefðbundnu viðtali. Sjúklingurinn
er hvattur til að orða hvaðeina sem leitar á hugann, ekki síst
það sem engu máli virðist skipta, en sálgreinirinn hlustar eftir
vísbendingum um ómeðvitaðan hugsunarhátt. í sameiningu
leitast þeir við að sjá samhengi milli fortíðar og nútíðar og
greina ómeðvitaðar hugmyndir og áhrif þeirra. Unnið er með
yfirfærslur á sálgreininn og sálræna varnarhætti, reynt er að
skilja hvaða ómeðvituðum tilgangi þunglyndar hugsanir
92
í t\Áru
þjóna, hvernig eru neikvæð viðhorf sjúklings til sjálfs sín og
annarra tilkomin, hvað viðheldur þeim o.s.frv.
Það má segja að í viðtölunum takist sjúklingur og sál-
greinir á hendur rannsókn á sjálfsmynd sjúklings og tengslum
hans við aðra. Sú rannsóknarvinna styður við annað og ekki
síður mikilvægt ferli sem felst í samskiptum þeirra tveggja.
Þeim samskiptum eru sett mjög ákveðin mörk en innan þeirra
er sjúklingnum veitt fúll athygli og frelsi til að segja hvað sem
býr í huga hans. í tímunum er hann alltaf númer eitt, á hann er
hlustað af áhuga og hluttekningu án þess þó að nokkurn tíma
sé dregin fjöður yfir veikleika hans eða bresti. Þegar þessi tvö
ferli vinna saman, rannsóknarvinnan og tengslamyndunin,
breytist sjálfsmynd sjúklingsins. Hann áttar sig betur á ómeð-
vituðum væntingum sem hann hefúr til sjálfs sín og þá dregur
annars vegar úr dómhörku og hins vegar vanmáttartilfinningu
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 78. árg. 2002