Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Side 32
skeið í hóphandleiðslu
Handleiðslufélagið var stofnað árið 2000 í tengslum við
útskrift 18 handleiðara sem lokið höfðu þriggja missera námi
við Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands. Félagsmenn eru
nú á Qórða tug og gefur félagið út fréttabréf einu sinni í viku á
netinu og haldnir eru hádegisfundir einu sinni í mánuði þar
sem félagsmenn skiptast á um að sjá um erindi. Handleiðsla
heilbrigðisstétta hefur verið þekkt um áraraðir og nú er talið
að hún geti verið mikilvægur þáttur til að hindra kulnun í
starfi. Heimasíða félagsins er www.mmedia.is/handis.
Kristín Gústavsdóttir og Karl Gustaf Piltz leiðbeina um
Itóphandleiðslu.
14. og 15. mars héldu þau Kristín Gústavsdóttir og Karl
Gustaf Piltz, eiginmaður hennar sem er sænskur sálfræðingur
og lögfræðingur, námskeið þar sem þau leiðbeindu um
hóphandleiðslu. Námskeiðið var haldið í húsakynnum Félags
íslenskra hjúkrunarfræðinga að Suðurlandsbraut 22 og var sótt
af ýmsum stéttum, svo sem hjúkrunarfræðingum, félagsráð-
gjöfum, sálfræðingum, iðjuþjálfum, kennurum og presti.
Kristín Gústavsdóttir nam félagsráðgjöf í Svíþjóð og tók
síðan meistarapróf við Smith College í Bandaríkjunum. Eftir að
hún lauk námi starfaði hún á Landspítalanum og var frum-
kvöðull þar í fjölskyldumeðferð og handleiðslu á sjöunda og
áttunda áratugnum. Hún var í hópi þeirra fyrstu sem nam hand-
leiðslu í Svíþjóð og átti þátt i undirbúningi að fyrsta náminu í
handleiðslu hér á landi, en það var þriggja ára þverfaglegt nám
96
og fór fram á Landspítalanum. Undanfarin ár hefúr Kristín sinnt
reglubundinni handleiðslu við stofnanir hér á landi.
Flestir sem sóttu námskeiðið höfðu áður lært einstaklings-
handleiðslu. En hver er munurinn á einstaklingshandleiðslu og
hóphandleiðslu? „Hvort formið um sig hefur sínar sterku og
veiku hliðar,“ segir Kristín, „en best er að hafa reynslu af hvoru
tveggja.“ Hún segir að hugmyndaffæðin í einstaklingshand-
leiðslu byggist á að einstaklingur þroskist innan frá í tengslum
við sína nánustu, að handleiðslutengslin verði mikilvægasta
tækið til að tileinka sér nýja kunnáttu. Almennt er talið heppi-
legast að byrja á einstaklingshandleiðslu þar sem hún býður upp
á meiri nánd og dýpt og hægt er að byggja upp traust á annan
hátt. í einstaklingshandleiðslu fylgir maður eftir sama máli í
lengri tíma og fær sá handleiddi óskipta athygli handleiðara. I
einstaklingshandleiðslu verða tengslin við handleiðara enn þá
mikilvægari en í hóphandleiðslu. Hóphandleiðsla gerir aðrar
kröfur til þátttakenda um að geta lagað sig að hópi, hafa hæfi-
leika til að vinna saman, þola samkeppni o.s.frv.
„Tengslin við handleiðara og aðra hópmeðlimi endur-
spegla reynslu af fyrri tengslum við mikilvægar persónur í líf-
inu, svo sem foreldra, systkini, vini, skólasystkini og vinnu-
félaga,“ segir Kristín.
En geta allir notfært sér hóphandleiðslu? „Ef til vill ekki
þeir sem þurfa á miklum stuðningi að halda,“ segir Kristín. „í
einstaklingshandleiðslu er hægt að byggja upp stuðning á
annan hátt, það fer eftir því hvaða reynslu sá handleiddi hefur
og verður að vega það og meta hverju sinni. Flestir eru þó á
þeirri skoðun að hóphandleiðsla sé frekar fyrir þá sem hafa
meiri reynslu og sjálfsálit í starfi. Sjálf byrjaði ég í
einstaklinghandleiðslu og fannst þau samtöl, sem ég átti í
trúnaði við góðan handleiðara, ómetanleg. Ég fékk mikinn
stuðning sem ekki er hægt að gera ráð fýrir í hóphandleiðslu.“
Hveijir eru helstu kostir hóphandleiðslu? „Kostimir eru eink-
um þeir að það styrkir sjálfsálit starfsmanna því þeir sem em í
handleiðslu vinna oftast við krefjandi störf, svokölluð hjálpar-
störf, þar sem þeir em í því hlutverki að styðja aðra og gefa af
sér. Það getur oft verið einmanalegt og rnikil ábyrgð sem hvílir á
starfsmanni og off ekki tækifæri til að staldra við og íhuga málin.
Það er líka mikilvægt að fá tækifæri til að tilheyra hópi og deila
vandamáli með öðmm og hitta samstarfsmenn sem em að glíma
við lík verkeíni. Það er líka mikilvægt að hlusta á hvemig aðrir
takast á við málin, hlusta á sjónarmið annarra og getur þetta allt
verið mjög örvandi og haft ótrúlega mikil áhrif.“
En hver er munur á handleiðslu og ráðgjöf? Kristín segir
að í handleiðslu sé meiri skuldbinding þar sem aðilar vinna
að sameiginlegu markmiði. 1 handleiðslu er meiri sjálfskoðun
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 78. árg. 2002