Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Side 34
Handleiðsla fyrir hjúkrunarfræðinga
á Landspítala-háskólasjúkrahúsi
Fjölmargir hjúkrunarfræðingar sóttu námskeiðið í handleiðslu
hjá þeim Kristínu og Karli Gustaf. Ein þeirra er Björg Guð-
mundsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri geðsviðs Land-
spítala-háskólasjúkrahúss. Hún var spurð hvernig handleiðslu
væri háttað fyrir hjúkrunarfræðinga á LSH.
„Handleiðsla vinnur gegn streitu, eykur sjálfstraust í starfi,
stuólar að faglegri þróun og bœtir meðferðartengsl. “
Hún segir handleiðslu innan hjúkrunar hafa byrjað á geð-
deild Landspítalans. „Handleiðsla á sér lengsta hefð hjá stétt-
um sem starfa innan geðheilbrigðisþjónustu. Innan geðdeild-
anna hafa félagsráðgjafar og sálíræðingar verið í fararbroddi
varðandi uppbyggingu handleiðslu starfstétta sinna. Skipulag
handleiðslu meðal hjúkrunarfræðinga byrjaði í kjölfar þess að
fjórir hjúkrunarfræðingar útskrifuðust '89 úr þverfaglegu
handleiðslunámi sem fór fram á geðdeild Landspítalans. í
byrjun komu beiðnir um handleiðslu aðallega frá hjúkrunar-
fræðingum innan geðsviðsins. Beiðnir komu til handleiðara
frá yfirmönnum umsækjenda. Árið '95 var stofnuð hand-
Lokun á skrifstofu í sumar
Skxifstofa Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
verður lokuð frá 15. júlí til 6. ágúst.
leiðslunefnd hjúkrunarffæðinga. Tilgangurinn var að koma
beiðnum um handleiðslu í ákveðnari farveg þannig að betri
yfirsýn næðist yfir hve margir væru í handleiðslu á hverjum
tíma.“
En hvert er hlutverk handleiðslu og ráðgjafarnefhdar
hj úkrunarfræðinga?
Björg segir það í fyrsta lagi að meta þörf fyrir handleiðslu
og ráðgjöf fyrir hjúkrunarfræðinga. í öðru lagi að hafa skrá
yfir þá hjúkrunarfræðinga sem eru sérhæfðir í að veita hand-
leiðslu og ráðgjöf. í þriðja lagi að taka við og afgreiða beiðnir
um handleiðslu og í fjórða og síðasta lagi vinna að rann-
sóknum varðandi handleiðslu og ráðgjöf í hjúkrun.
Er mikil eftirspurn eftir handleiðslu?
„Eftirspurnin er meiri en við getum annað. Eins og ég
sagði áðan voru beiðnir um handleiðslu í fyrstu aðallega frá
hjúkrunarfræðingum á geðdeildum en á síðustu árum höfum
við fengið sívaxandi fjölda fyrirspurna og beiðna frá hjúkrun-
arfræðingum utan geðdeildanna. Við höfum einnig fengið
beiðnir um hóphandleiðslu á tilteknum deildum. Við höfum
getað sinnt því í litlum mæli. Það er mín skoðun að það þurfi
að vera hægt að bjóða upp á hvort tveggja.“
Hefur fjölgað í hópi þeirra hjúkrunarfrœðinga sem veita
handleiðslu undanfarin ár?
„Það hefur gert það sem betur fer. Bæði hafa hjúkrunar-
fræðingar útskrifast úr námi á vegum Endurmenntunarstofn-
unar Háskóla íslands og einnig lauk hópur hjúkrunarfræðinga
námi í handleiðslu á vegum geðsviðsins vorið 2001.“
Hvað er hver hjúkrunarfrœðingur lengi í handleiðslu og
hvernig er skipulagið eftir að ákvörðun hefur verið tekin um
að hann komist að?
„Yfirleitt er gerður handleiðslusamningur um 40-50 tíma.
Handleiðsla er einu sinni í viku og getur náð yfir 1 til 12 ár að
fríum meðtöldum. Við höfum líka verið með handleiðslu fyrir
hjúkrunarfræðinga í 6 - 10 tíma. Hjúkrunarfræðingurinn er þá
að vinna að ákveðnum viðfangsefnum sem hann vill hafa vett-
vang til að skoða. Það er í raun réttara að kalla það ráðgjöf.“
Hverju finnst þér handleiðslan hafa skilað fyrir starfandi
hjúb'unarfræðinga og skjólstœðinga þeirra?
„Það eru ekki til margar rannsóknir um árangur hand-
leiðslu. Mest af því sem skrifað hefur verið um handleiðslu
snýr að kenningum og aðferðum við að veita handleiðslu. I
þeim greinum, sem íjallað er um árangur af handleiðslu, er oft
nefnt að handleiðsla vinni gegn streitu, auki sjálfstraust i
starfi, stuðli að faglegri þróun og síðast en ekki síst bæti
meðferðartengsl sjúklinga og stuðli að markvissri þróun.“
98
Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 2. tbl. 78. árg. 2002