Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Síða 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Síða 37
Markmið heilbrigðisáætlunar til 2010: Bætt úr skinnskónum Umræða um geðheilbrigðismál á íslandi er loksins að komast út úr moldarkofunum á skinnskóm. Flestir komnir á þá skoðun að tími sé til kominn að skipta um skó. Jafnt leikir sem lærðir eru að prófa nýju skóna og reyna að tjá sig um þennan málaflokk á hispurs- og fordómalausari hátt en áður - enn vantar þó töluvert upp á. Frjálsu félagasamtökin Geðhjálp hafa lagt þung lóð á vogarskálarnar til að færa umræðuna um geðheilbrigðismál í nýjan farveg. Fyrir tilstuðlan þeirra og þáverandi heilbrigðisráðherra, Ingibjargar Pálmadóttur, var árið 1998 gefin út stefnumótun í málefnum geðsjúkra. Helstu áhersluatriði i þeirri stefnumótun voru að efla geðheilbrigðis- þjónustu fyrir börn og unglinga, langveika geðsjúka og að marka skýrari opinbera stefnu i áfengis- og vímuefnamálum. í heilbrigðisáætlun til ársins 2010, sem samþykkt var á Alþingi í maí 2001, eru sett fram skýr, mælanleg markmið og árið 2005 verða þessi markmið endurskoðuð. í eftirfarandi pistli verða þessi markmið skoðuð. Við höfum kosið að skoða saman þau markmið sem lúta að áfengismálum og málum geðsjúkdóma, þó það sé ekki sett þannig fram i heilbrigð- isáætluninni, því við teljum að það verði að skoða og meta þessi mál í samhengi. Evrópumarkmið: Árið 2020 verði andleg og félagsleg vel- líðan fólks meiri og þjónusta víðtækari og aðgengilegri fólki með geðræn vandamál. íslensk markmið til 2010: 1. Dregið verði úr tíðni geðraskana um 10%. Áfengis- neysla verði ekki meiri en 5,0 Iítrar á ári af hreinu alkóhóli á hvern íbúa 15 ára og eldri og nánast engin hjá þeim sem yngri eru. Þó þau markmið séu í sjálfu sér jákvæð að draga úr tíðni geðraskana um ákveðið prósentuhlutfall getur slík markmiðs- setning orkað tvímælis af ýmsum ástæðum. í fyrsta lagi er ekki nákvæmlega vitað hver tíðni geðraskana er á íslandi og því erfitt að meta hvort slík markmið hafa náðst. í öðru lagi getur þróun læknavísindanna og breytt afstaða almennings til geðheilbrigðis valdið því að mælingar á geðröskunum hækki án þess þó að geðheilbrigði þjóðarinnar hafi í raun hrakað. Sem dæmi má nefna síaukna tíðni athyglisbrests og ofvirkni hjá börnum og unglingum. Þessi aukna tíðni þýðir ekki að til- fellum hafi í raun Qölgað heldur það að skilningur á hegðun- ar- og námsörðugleikum barna hefur breyst og einnig að vandamáli, sem var til staðar, er gefinn meiri gaumur. Einnig getur aukinn áhugi almennings á því að viðhalda og bæta geðheilsu sína valdið því að greindum tilfellum geðraskana fjölgar. Af þessum orsökum er mjög erfitt að meta hvort markmiðum sem sett eru fram á þennan hátt hafi verið náð. Slík framsetning markmiða gerir einnig ábyrgð stjórnvalda og heilbrigðisstofnana nokkuð óljósa því hún segir ekkert til um það hvers konar aðgerðum skuli beitt eða hve miklum fjár- munum og mannafla skuli varið til að ná markmiðunum. Það er öllum ljóst sem sinna geðheilbrigðismálum að óhófleg áfengisneysla spillir geðheilsu og það er því rökrétt að spyrða saman þau markmið að draga úr áfengisneyslu og úr tíðni geðraskana. Stjórnvöld hafa þrjár leiðir til að draga úr áfengisneyslu. í fyrsta lagi með því að hindra aðgengi að áfengi með verðstýringu og með því að draga úr ijölda 0g stytta afgreiðslutíma vínveitingahúsa og áfengisútsölustaða. í öðru lagi með áróðri og í þriðja lagi með hertri löggæslu sem beinist að því að draga úr áfengisneyslu barna og unglinga. Fyrsta úrræðið, að draga úr aðgengi að áfengi, er algerlega á skjön við auknar kröfur nútímans um aukið verslunarfrelsi þannig að enginn pólitískur vilji er til að fara þá leið. Hins vegar ætti að vera almennur vilji fyrir því að grípa til hinna úr- ræðanna tveggja. Þó krælir lítið á framkvæmd slíkra úrræða, að öllum líkindum vegna þess kostnaðar sem slíkri fram- kvæmd fylgir. Stjórnvöld ættu því að hugsa sig tvisvar um áður en þau setja sér markmið sem þau eru ekki tilbúin að fylgja eftir með nauðsynlegu Qármagni. 2. Dregið verði úr tíðni sjálfsvíga um 25%. Þegar rætt er um sjálfsvíg beinist umræðan ósjálfrátt að ung- um karlmönnum. En hvaða einstaklingar eru þetta? Erfitt er að staðsetja þá nákvæmlega eftir þjóðfélagsstöðu því bak- grunnur þeirra er mjög mismunandi. Þó sjá menn ákveðna áhættuþætti eins og aukna vímuefnaneyslu en talið er að um það bil 60% þeirra sem svipta sig lífi séu undir áhrifum áfeng- is eða annarra vímuefna. Minna hefur verið talað um aðra hópa, t.d. unga samkyn- hneigða. Erlendar rannsóknir benda hins vegar til að einstakl- ingar, sem eru að feta sín fyrstu spor sem samkynhneigðir, eigi oft undir högg að sækja meðal náinna ættingja og vina. Því fylgir oft mikil depurð, óöryggi og önnur vanlíðan sem Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 78. árg. 2002 101

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.