Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Síða 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Síða 50
Forvarnapistill: Linda Kristmundsdóttir og Sigurbjörg Marteinsdóttir í bAVlAA forvarnir í framtíðínni í framtíðarlandinu býr samfélag manna sem hefur haft það að leiðarljósi að reyna eftir fremsta megni að stuðla að hamingju og góðri geðheilsu barna sinna. Stjórnvöld þar gera sér grein fyrir þeim fjárhagslega og samfélagslega ávinningi sem hlýst af slíku og því hafa þau markað heildstæða stefnu til að tryggja sem besta geðheilsu þegna sinna. Að þessu verkefni standa heilsugæslan og skólakerfið í sameiningu og hafa greiðan aðgang að ýmsum úrræðum. Geðheilbrigðisþjónusta er til staðar á öllum heilsugæslustöðvum. Hér á eftir fara helstu áhersluatriði stjórnvalda í forvörnum á sviði geð- heilbrigðis. / Forvamir hefjast fyrir fæðingu barnsins. Foreldrar fá fræðslu og stuðning til að takast á við uppeldishlutverkið og þekkja því árangursríkar leiðir til að stuðla að sem bestum vexti og þroska barna sinna. / Foreldrar gera sér grein fyrir mikilvægi þess að vera góð fyrirmynd, beita sanngjörnum aga, sýna ástúð og hlýju auk þess að styðja og hvetja börn sín til góðra verka. / Vinnudagur foreldra er þannig uppbyggður að íjölskyldan getur notið samvista og stundað tómstundir. / Leikskólayfirvöld leggja áherslu á að styrkja sjálfsvitund barna, kenna þeim áhrifarík samskipti, kenna þeim að setja sig í spor annarra og að sýna hlýju og jákvæðni. Kennsla í lífsleikni hefst á þessum árum í samstarfi við foreldra. Mikil samvinna er milli foreldra, leikskólakennara og heilsugæslu ef barn sýnir merki um ffávik í hegðun eða þroska. Ef um slíkt er að ræða koma heilbrigðis- og uppeldisstéttir foreldrum til hjálpar og styðja þau til að takast á við vandann. Foreldrar mæta jákvæðu og uppbyggilegu viðmóti þessara stétta og þykir þjónusta þeirra sjálfsögð. Þegar í skólann er komið er áffam unnið eftir þessari hugmyndaffæði. Skólinn er mennta- og uppeldisstofnun. Starfsfólk er vel menntað á þessu sviði og er meðal annars meðvitað um áhættuþætti er leitt geta til geðröskunar. Kennarar eru góð fyrirmynd. Jákvæður agi ríkir í skólanum og börnin bera virðingu fyrir lærimeist- urum sínum. Lífsleikni er kennd til loka grunnskólans og nemendurnir æfa það sem þeir hafa lært við raunverulegar aðstæður. / Ef bam greinist með geðröskun em til næg úrræði innan heilbrigðiskerfisins allt árið um kring. Biðlistar þekkjast ekki. Ýmis meðferðartilboð eru í boði sem henta þörfum hvers og eins. Eftirmeðferð og samvinna við skóla og heilslugæslu em lykilatriði enda skilar slík samvinna bestum árangri fyrir barnið og fjölskyldu þess. Taka ber fram að ofangreindir þættir em hugmyndir höf- unda um forvarnir í geðheilbrigðismálum barna og er listinn ekki tæmandi. Einhver þessara atriða em nú þegar á stefnu- skrá íslenskra stjómvalda. Sem dæmi um það má nefna skýrslu starfshóps (1998) um stefhumótun í málefnum geð- sjúkra. Þar kernur fram að engin opinber, heildstæð stefnu- mótun er til á íslandi varðandi þjónustu á geðheilbrigðissviði fyrir böm, unglinga og fjölskyldur þeirra en í skýrslunni koma fram tillögur til úrbóta. Vinnuhópur um gerð skýrslunnar lagði sérstaka áherslu á málefni bama og unglinga sem eiga við geðröskun að stríða. Höfundar þessa pistils telja tímabært að koma tillögum skýrslunnar í framkvæmd og hvetja stjómvöld sem og alla aðra að leggja þessu máli lið. 114 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 78. árg. 2002

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.