Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Side 62
Þankastrik
Þankastrik er fastur dálkur í blaðinu og höfundur hvers pistils stingur upp á þeim næsta. í Þankastriki gefst
hjúkrunarfræðingum færi á að tjá sig um ýmislegt sem varðar hjúkrun og er þeim hjartfólgið. Pistlarnir geta
fjallað um ákveðin málefni, sögur af kynnum við sjúklinga eða starfsfólk, eitthvað sem hefur orðið höfundum
til hugljómunar eða hvaðeina annað sem tengist starfinu og hugmyndafræði þess. Eyrún B. Jónsdóttir, sem
skrifaði Þankastrik siðasta blaðs, skoraði á Vilborgu G. Guðnadóttur sem tekur hér upp þráðinn.
A.S sinn „íhaví sév^YvtóínM11
Vilborg G. Guðnadóttir
Tilefni þessara vangaveltna tengjast því að um nokkurt skeið
hef ég verið að handleiða hjúkrunarfræðinga. Sem handleiðari
hef ég fengið ákveðið tækifæri til að átta mig betur á hvernig
námsþekking, í bland við reynslu og persónuleika, smám
saman innhverfist og verður hluti af fagímynd viðkomandi.
Þarna er um að ræða þróunina frá „byrjanda“ til „sérfræðings“
í hjúkrun sem Patricia Benner lýsir einkar vel í skrifum sinum.
Sú þróun gengur út á að skapa innra með sér sérffæðing í
hjúkrun þar sem fræðin, reynslan og persónuleikinn sameinast
í eina heild. Þegar vel tekst til myndar þessi heild stöðugan
innri kjarna þar sem hjúkrunarfræðingurinn veit fyrir hvað
hann stendur og hvernig hann áætlar að þróast áfram. Ég hef
séð sífellt betur hve mikilvægt það er að huga markvisst að
jákvæðri þróun þessa kjarna og sérstaklega að þeim þætti hans
er snýr að líðan í starfi. Fyrir stuttu hlustaði ég á stórgott
erindi dr. Kristínar Björnsdóttur sem hún hélt fyrir hóp
deildarstjóra á LSH þar sem hún fjallaði um áherslur í grunn-
námi hjúkrunar. Meðal annars ræddi hún um hjúkrun sem
tilfinningavinnu og hve mikilvægt það væri að huga að eigin
líðan í tengslum við þannig vinnu. Ég verð að segja að það
gladdi mig mjög að heyra um þessar áherslur í hjúkrun og tel
að þar séum við á réttri braut, meðal annars vegna þess að góð
fræðileg þekking kemur að takmörkuðu gagni sé inni fyrir
vansæld og vanliðan. Að þroska og þróa sem best sinn „innri
sérfræðing“ í hjúkrun tekur alla starfsævina en mikilvægustu
og viðkvæmustu mótunarárin eru fyrstu árin eftir útskrift.
Strax frá upphafi er því nauðsynlegt að fá tækifæri og
stuðning til að staldra við og skoða sjálfan sig i samblandi við
fræðilega þekkingu og leggja síðan markvisst af stað í
þróunarvinnuna. Á leiðinni bætist síðan starfsreynslan í
hópinn og þegar vel tekst til þroskast öflugur fagmaður sem er
í sátt við sjálfan sig og þau fræði sem hann stendur fyrir.
Á leiðinni er að mörgu að hyggja, meðal annars þarf sífellt
að bæta við fræðilega þekkingu þar sem hjúkrun er lifandi
fræðigrein sem verður sífellt að aðlagast breytilegum kröfum
um þekkingu og þjónustu. Hitt er ekki síður mikilvægt að
huga vel að líðan í starfi og þeim áhættuþáttum sem þar spila
inn í. Segja má að í eðli sínu sé hjúkrun andlegt áhættustarf,
meðal annars vegna þess að stöðugt er unnið við álagsaðstæð-
ur. Álagið er ekki síst fólgið í að hjúkrun byggir að stærstum
hluta á samskiptum við fólk á öllum aldri við ýmiss konar
aðstæður er tengjast gleði og sorg, heilbrigði og sjúkleika.
Ekki má síðan gleyma margþættum samskiptum við mis-
munandi fagstéttir með mismunandi grunn, sýn og nálgunar-
leiðir. í öllum þessum samskiptum þarf hjúkrunarfræð-
ingurinn að hafa á valdi sínu ákveðna hæfni til að bregðast við
ólíkum aðstæðum af yfirvegun og ró, sem og að geta skipt um
hlutverk eftir því sem við á hverju sinni.
í áðumefndu erindi dr. Kristínar kom fram að í hjúkrun
sem tilfinningavinnu reiknar njótandi þjónustunnar með að
framkoma hjúkrunarfræðingsins hafi ávallt það markmið að
sjúklingnum líði sem best og geti ávallt treyst því að hjúkr-
unarfræðingurinn styðji hann hvað sem á dynur. Auðvitað má
segja að þetta sé ekkert nýtt innan hjúkrunar og að hjúkrun
hafi byggt á þessum gildum ffá upphafi. Hjúkrunarffæðingum
er manna best kunnugt um að þeir hafa alla tíð unnið tilfinn-
ingavinnu sem þessa og farist það vel úr hendi. Handleiðslan
hefur hins vegar hjálpað mér betur til að sjá að hjúkrunarfræð-
ingar hafa fengið takmörkuð tækifæri til að staldra við og
skoða með stuðningi eigin líðan í starfi og takast á við áhrif
álagsins á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Með meðvitaðri
og opinni umræðu ætti því nú að gefast tækifæri fyrir hjúkr-
unarfræðinga að skoða eigin gildi, vonir, væntingar, kvíða,
gleði, sársauka og vonbrigði sem allt eru eðlilegir þættir
hjúkrunar. Með því að þessi mikilvægi þáttur hjúkrunar verði
almennt viðurkenndur og virtur ættu að skapast ótal ný tæki-
færi fyrir hjúkrunarffæðinga að þroska sem best sinn „innri
sérfræðing". Ég skora á Hallveigu Finnbogadóttur, hjúkrunar-
ffæðing, að skrifa næsta Þankastrik.
126
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 78. árg. 2002