Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2003, Blaðsíða 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2003, Blaðsíða 14
I Samskiptahættir og áhrif þeirra SAMSKIPTAHÁTTUR Persóna meö vald NOTKUN VALDS Samskipti ÁHRIFÁ RÖDD Hin persónan VARNARLEYSI Eflandi (empowering) Gefur vald Báöar persónur upplifa samræöur Hverfur algjörlega Styöjandi (encouraging) Deilir valdi Jákvæö tjáskipti Hverfur að hluta til Hlutlaus (passive) Notar þaö ekki Takmörkuð eöa engin tjáskipti Er hiö sama eöa aukið varnarleysi Hamlandi (discouraging) Misnotar þaö Neikvæð tjáskipti Aukiö varnarleysi Niöurbrjótandi (disempowering) Beitir ofbeldi (valdbeiting) Algjörlega er þaggaö niður í hinni persónunni Algjörlega berskjölduö Aðferðin við að setja fram kenninguna Aðferðina, sem ég notaði við að setja fram kenninguna, hafa Walker og Avant (1988) kallað „theory synthesis". Hún felst í því að smíða kenningu úr niðurstöðum margra rannsókna og gerir kenningarsmiðnum kleift að skipuleggja og samþætta mikið magn af rannsóknarniðurstöðum í eina heildarkenn- ingu. Lykilhugtökum og meginlýsingum er raðað saman í ákveðið kerfi þannig að úr verði ein heild, en kenningin getur verið sett fram á mismunandi hátt. Kenningarsmíði með þessum hætti felur í sér þrjú meginskref: 1. Aðalhugtök og meginlýsingar úr rannsóknunum eru tilgreind. I öllum sjö rannsóknunum leitaði ég að aðalhug- tökum og meginlýsingum. Þetta varð grunnur kenningar- innar sem mótaði fyrsta stig hennar. 2. Leitað er í því sem áður hefur verið skrifað að atriðum sem tengjast aðalhugtökum eða meginlýsingum og tengslin könnuð. Með því að nota ýmist hugtök eða hugtakaheildir eru fræðiskrif annarra könnuð og þættir, sem tengjast aðal- hugtökum eða meginlýsingum kenningarinnar, eru sér- staklega athuguð og skráð. Eg viðurkenni að erfitt er að gera þessum þætti kenningarsmíðarinnar full skil því við getum lesið ýmislegt sem hefur áhrif á hugmyndir okkar, víkkað sjóndeildarhring okkar og blandast eigin viðhorfum og gildum - orðið hluti af okkar eigin lífs- og fræðasýn - án þess að við áttum okkur að fullu á því. I síðari greininni reyni ég eftir bestu getu að gera því efni skil sem ég hef lesið og hefur haft djúp áhrif á hugmyndir mínar er tengjast kenningarsmíðinni og flétta því inn í umræðu um kenninguna. 3. Hugtökum og lýsingum, sem varða það sem kenningin snýst um, er raðað skipulega saman í eina heild. Eftir að hafa safnað saman í lista lykilhugtökum og meginlýsingum raðaði ég þessu saman í eina mynd sem er eins konar yfirlitsmynd yfir kenninguna og sýnir tengsl milli meginhugtaka (sjá töflu II). Nánari lýsingum raðaði ég síðan saman í töflu til frekari skýringar (sjá töflu III). Gildismat að baki kenningunni Gildismatið að baki kenningunni er byggt á því að samfélagið, sem trúir hjúkrunarfræðingum fyrir því að annast fólk við ákveðnar aðstæður, líti á hjúkrun sem mikilvæga þjónustu og • Treysti því að hjúkrunarfræðingar misnoti ekki þetta traust. • Taki inn í myndina varnarleysi sjúklinga og þörf fyrir umhyggju og kærleika í samskiptum. • Treysti því að samskipti hjúkrunarfræðinga við sjúklinga og aðra þjónustuþega auki vel- líðan þeirra og heilbrigði. Timarit islenskra hjúkrunarfræðinga 3. tbl. 79. árg. 2003 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.