Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2003, Blaðsíða 35

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2003, Blaðsíða 35
FRÆÐSLUGREIN Umönnun fólks meö heila- bilunarsjúkdóma Myndl: Mikilvægar þarfir manneskjunnar Mynd 2: Mikilvægir þættir í fari umönnunaraðilans legum og sálfræðilegum skilningi. Hann segir að allir menn séu skilyrðislaust mikils virði og það sé skylda okkar að koma fram hvert við annað með djúpri virðingu, að hafa manneskjuna í brennidepli og við megum aldrei nota samborg- ara okkar til að ná fram okkar eigin markmiðum. Hann bendir á, að hver maður líti á sjálfan sig sem sjálfstæða, einstaka manneskju og að þeir sem þekki okkur best líti okkur sömu augum. Hvað gerir okkur að þeirri persónu, þeim sér- staka einstaklingi, sem við erum? Tom Kitwood segir að það að vera persóna sé sú staða sem ein- staklingur hlýtur frá öðrum vegna innbyrðis tengsla og félagslegra sambanda. Við erum það sem aðrir álíta okkur vera, eða gera okkur að, segir hann líka. Við gefum hvert öðru þessi skilaboð í hinu daglega, félagslega samspili og samveru. Til að geta varðveitt persónulega heild okkar verðum við að finna fyrir því, fá virð- ingu og traust frá því umhverfi sem við lifum í. Því hefur verið haldið fram að munurinn á mönnum og öðrum lifandi verum sé háður á- kveðnum skilyrðum. Tom Kitwood nefnir fimm atriði: • Fyrsta skilyrðið er meðvitund og þar með al- menn meðvitund um sjálfið. • Annað skilyrðið er skynsemi í hugsun. • Þriðja er markviss hegðun, þ.e. hegðun sem hefur tilgang, að geta hugleitt möguleika og valið eftir því. • Fjórða skilyrðið er siðferðiskenndin, þ.e. að lifa eftir ákveðnum grunnreglum og geta stað- ið við gerðir sínar. • Það fimmta er að geta verið hluti af og varð- veitt samband við annað fólk. Ég - það, eða ég - þú Israelski heimspekingurinn Martin Buber (1878-1965) skrif- ar í bók sinni „Ich und Du“ (þýdd á dönsku 1964) um mun ó- persónulegs sambands milli manna og sambands sem byggist á persónulegri samræðu. Hann skýrir sambandið sem tvær gjörólíkar aðferðir til að umgangast aðra manneskju, annars vegar EG - ÞU og hins vegar EG - ÞAÐ. Komum við fram við annað fólk á jafnréttisgrundvelli, - ÞÚ, eða bara sem einhverja lifandi veru, - ÞAÐ? í kristinni trú er gerð skilyrðislaus krafaum samskipti manna: „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra“ (Matt. 7,12). Þegar við umgöngumst aðra manneskju á hún kröfu á að við hegðum okkur sómasamlega, með vinsemd, á jafnréttisgrund- velli og að við séum tilbúin til að eiga jákvæð samskipti við hana. Kitwood bendir á að þessi framkoma eigi ekki bara við í trúar- legum skilningi heldur skipti þetta líka sköpum til að ná fé- lagslegum og sálfræðilegum tengslum við einstaklinga sem hafa skerta heilastarfsemi vegna heilabilunarsjúkdóma. Jafn- vel þegar heilastarfsemin er verulega skert er oftast mögulegt að nota ÉG -ÞÚ formið í samskiptum, segir Kitwood. Hegðun, sem erfitt er að skilja, veldur okkur áhyggjum og ó- öryggi, við eigum erfitt með að finna leið til að bregðast við. Slíkri hegðun finnum við oft fyrir hjá fólki með heilabilunar- sjúkdóma. Samskiptareglurnar eru heldur ekki eins skýrar og þær reglur sem í gildi eru úti í samfélaginu þar sem flestir vita hvaða hlutverk þeir hafa hver gagnvart öðrum. Hlutverkin eru oft óljós við ummönnun. Þess vegna er hætta á að umönnunaraðilar finni mest öryggi í að nota ÉG - ÞAÐ samskipti. ÉG - ÞÚ samskipti krefjast einlægni, hugmyndaflugs og færni til að skyggnast á bak við aðstæður og setja sig í spor annarra. Þau krefjast vilja til að hlusta og þá ekki bara eftir orðunum sem sögð eru. Tímarit /slenskra hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 79. árg. 2003 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.