Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2003, Blaðsíða 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2003, Blaðsíða 44
Launaleynd - besti vinur launagreiöandans Nokkuö er um þaö aö félagsmenn hafi samband viö skrif- stofu Félags íslenskra hjúkrunarfræöinga aö leita svara viö því hvort starfsmanni sé skylt aö halda launum sínum leyndum aö ósk vinnuveitanda. Viö þeirri fyrirspurn er ekki einhlítt svar og komi starfsmaður og atvinnurekandi sér saman um aö halda efni ráöningarsamnings leyndu viröist þeim heimilt aö gera þaö. Aftur á móti má spyrja fyrir hvern þessi leynd er? Trúnaöarmenn Samkvæmt 30. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opin- berra starfsmanna á trúnaðarmaður rétt á að fá upplýsingar um ef staða losnar á vinnustað eða ef ráða á starfsmann. Jafn- framt á trúnaðarmaður rétt á að fá upplýsingar um ráðningar- kjör og hverjir sækja um starfið. Eitt hlutverk trúnaðarmanna er að standa vörð um réttindi og skyldur félagsmanna og að kynna fyrir nýjum félagsmönnum á vinnustað helstu atriði kjarasamninga og sérstök kjör á stofnuninni. Fái trúnaðarmað- ur ekki upplýsingar um ráðningarkjör á stofnuninni þá er ljóst að hann fær ekki tækifæri til að rækja skyldur sínar og sann- reyna að kjarasamningur sé ekki brotinn. Launaleynd brýtur því í bága við störf, hlutverk og skyldur trúnaðarmanna gagn- vart félagsmönnum og stéttarfélagi. Atvinnurekandi Frá sjónarmiði atvinnurekandans getur launaleynd einfaldlega verið ákveðið tækifæri fyrir hann að umbuna „góðu“ starfs- fólki. Yfirmaðurinn lítur á launaleyndina sem nauðsynlegt tæki til að greiða starfsmanni, sem hann telur skara fram úr öðrum starfsmönnum, hærra en almennt gerist. Hafi hann ekki þetta tæki, sem launaleynd getur verið, væri ekki um yf- irborgun að ræða og er báðum aðilum það ljóst. Hins vegar veit starfsmaðurinn sem fær þennan bónus að hann hefur staðið sig vel í starfi, betur en aðrir og mun kappkosta að halda því áfram. Umbunin eru því launin fyrir það að skara fram úr öðrum starfsmönnum á einhvern hátt. Að sjálfsögðu getur slíkt mat alltaf verið hlutdrægt en umbunin er hugsuð fyrir „eitthvað" og launaleyndin réttlætt þannig. Starfsmaöur Tilgangur nýja launakerfisins, sem kom á í kjara- samningum 1997, var m.a. sá að auka sveigjan- leika launakerfisins og draga úr miðstýringu í launaákvörðunum og koma á skilvirkara launa- kerfi sem tekur mið af þörfum og verkefnum stofnana og starfsmanna þeirra. Það hefur leitt til þess að forstöðumenn stofnana hafa meira svigrúm en áður var til að hafa áhrif á laun starfsmanna sinna umfram hinn hefðbundna kjarasamning. Krafan um launaleynd starfs- manna hefur í kjölfarið orðið algengari. Sú spurning hefur oft vaknað hvort starfsmanni sé skylt að halda launum sínum leyndum ef þess er óskað af hálfu atvinnurekanda. Tæpast getur hvílt leynd yfir launum starfsmanns sem nýtur kjara samkvæmt kjarasamningi í einu og öllu. I þessu sambandi er rétt að geta þess að stofnana- samningar og framgangskerfi eru hluti kjara- samnings. Njóti hann hins vegar kjara umfram kjarasamning byggist það á sérstöku samkomu- lagi. Ekki hvílir skylda á starfsmanni að upplýsa aðra starfsmenn eða halda leyndu fyrir þeim efni samkomulagsins. Hins vegar getur starfsmaður- inn verið settur í erfiða stöðu ef yfirmaður óskar 42 Tímarit íslenskra hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 79. árg. 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.