Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2003, Blaðsíða 8

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2003, Blaðsíða 8
Hrafn Óli Sigurösson, PhD, ráögjafi á þróunarskrifstofu hjúkrunarforstjóra Landspítala-háskólasjúkrahúss wmmmmmaimmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^ Hvaö er magnetviðurkenningin? Undanfarin ár hafa birst greinar í hjúkrunartímaritum í auknum mæli þar sem vitnað er í svokallað magnetsjúkra- hús. Mörg ráðstefnuerindi hafa líka verið haldin um þetta efni þar sem rannsóknaniðurstöður eru kynntar og allar eru þær forvitnilegar. I Ijós kemur að það eru náin tengsl milli starfsumhverfis hjúkrunarfræðinga og þess árangurs sem næst í umönnun og meðferð sjúklinganna. Hvað er magnetfyrirbærið? Hugtakið magnetsjúkrahús, eða eð- alsjúkrahús, varð til á níunda áratug 20. aldar í Bandaríkjunum þegar American Academy of Nursing, samtök sem veita hjúkr- unarfræðingum viðurkenningu fyrir afburðaframlag til hjúkr- unar, gekkst fyrir rannsókn meðal 165 sjúkrahúsa sem tilnefnd voru vegna góðs orðspors. Rannsóknin leiddi í ljós að 41 þeirra skar sig úr með góðum árangri í mönnun hjúkrunarfræðinga þrátt fyrir að önnur sjúkrahús á sama landssvæði væru undir- mönnuð (McCIure, Poulin, Sovie og Wandelt, 2002). Þessi vitneskja varð til þess að árið 1993 kom stofnunin American Nurses Credentialing Center (ANCC) á fót sér- stöku viðurkenningarferli þar sem heilbrigðisstofnanir geta sótt um úttekt á hjúkrunarþjónustu sinni. Stjórnendastaðlarn- ir, sem lagðir eru til grundvallar í magnetúttektinni, samsvara ISO 9000 gæðastöðlunum þannig að ekki er um endurtekn- ingu að ræða ef stofnanir hafa þegar byrjað að nota þá gæða- staðla. Uttektin getur síðan orðið grundvöllur þess að stofn- unin fái magnetviðurkenninguna. Rannsóknirnar, sem fram hafa farið samhliða þessu starfi, hafa vakið athygli víða um heim upp á síðkastið. Staðreyndin er að jákvæð stofnanaviðhorf, sem eru kjarninn í að ná góðum árangri í magnetúttektinni, eru ekki staðbundin í landfræði- legum og menningarlegum skilningi heldur gilda þessi grund- vallarviðhorf hvar sem er. Hver er árangurinn? Rannsóknir sl. 10 ár hafa leitt í ljós ótví- ræðan árangur eðalsjúkrahúsa því að eftirfarandi atriði hafa komið þar í ljós: ; • Minna um fylgikvilla og lægri dánartíðni sjúkl- inga i • Minna um fylgikvilla hjá alnæmissjúklingum • Anægðari sjúklingar • Minni mannaskipti meðal hjúkrunarfræðinga • Styttri sjúkrahússlega • Færri nálarstunguóhöpp meðal hjúkrunarfræð- inga | • Minni líkur á kulnun í starfi meðal hjúkrunar- fræðinga ; • Minni líkur á því að hjúkrunarfræðingar segist óánægðir í vinnunni (Aiken, 2002). Hvað liggur til grundvallar? Ástæður þess að eð- alsjúkrahús ná betri árangri á ofantöldum svið- um hafa verið tengdar eftirfarandi einkennum í viðhorfum og afstöðu innan þeirra: • Stjórnunarstíll þar sem hvatt er til þátttöku starfsmanna og þeir studdir • Gott samstarf og samskipti lækna og hjúkrun- arfræðinga þar sem gagnkvæm virðing ríkir • Vel menntaðir og hæfir hjúkrunarstjórnendur • Dreifstýrt stjórnskipulag og góð samskipti yfir- stjórnar og hjúkrunarfræðinga • Nægileg hjúkrunarmönnun • Nýting klínískra sérfræðinga í hjúkrun • Sveigjanlegur vinnutími og vinnuskýrsla • Framgangur fyrir klínísk störf hjúkrunarfræð- inga er fyrir hendi • Skipulagsform þjónustunnar er byggt á fagleg- um forsendum • Faglegt sjálfræði og ábyrgðarskylda hjúkrunar- fræðinga er fyrir hendi • Sérfræðiálit og ráðgjöf er fyrir hendi • Greinilegt mikilvægi þess að allir starfsmenn sinni kennslu 6 Tímarit íslenskra hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 79. árg. 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.