Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2003, Side 8

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2003, Side 8
Hrafn Óli Sigurösson, PhD, ráögjafi á þróunarskrifstofu hjúkrunarforstjóra Landspítala-háskólasjúkrahúss wmmmmmaimmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^ Hvaö er magnetviðurkenningin? Undanfarin ár hafa birst greinar í hjúkrunartímaritum í auknum mæli þar sem vitnað er í svokallað magnetsjúkra- hús. Mörg ráðstefnuerindi hafa líka verið haldin um þetta efni þar sem rannsóknaniðurstöður eru kynntar og allar eru þær forvitnilegar. I Ijós kemur að það eru náin tengsl milli starfsumhverfis hjúkrunarfræðinga og þess árangurs sem næst í umönnun og meðferð sjúklinganna. Hvað er magnetfyrirbærið? Hugtakið magnetsjúkrahús, eða eð- alsjúkrahús, varð til á níunda áratug 20. aldar í Bandaríkjunum þegar American Academy of Nursing, samtök sem veita hjúkr- unarfræðingum viðurkenningu fyrir afburðaframlag til hjúkr- unar, gekkst fyrir rannsókn meðal 165 sjúkrahúsa sem tilnefnd voru vegna góðs orðspors. Rannsóknin leiddi í ljós að 41 þeirra skar sig úr með góðum árangri í mönnun hjúkrunarfræðinga þrátt fyrir að önnur sjúkrahús á sama landssvæði væru undir- mönnuð (McCIure, Poulin, Sovie og Wandelt, 2002). Þessi vitneskja varð til þess að árið 1993 kom stofnunin American Nurses Credentialing Center (ANCC) á fót sér- stöku viðurkenningarferli þar sem heilbrigðisstofnanir geta sótt um úttekt á hjúkrunarþjónustu sinni. Stjórnendastaðlarn- ir, sem lagðir eru til grundvallar í magnetúttektinni, samsvara ISO 9000 gæðastöðlunum þannig að ekki er um endurtekn- ingu að ræða ef stofnanir hafa þegar byrjað að nota þá gæða- staðla. Uttektin getur síðan orðið grundvöllur þess að stofn- unin fái magnetviðurkenninguna. Rannsóknirnar, sem fram hafa farið samhliða þessu starfi, hafa vakið athygli víða um heim upp á síðkastið. Staðreyndin er að jákvæð stofnanaviðhorf, sem eru kjarninn í að ná góðum árangri í magnetúttektinni, eru ekki staðbundin í landfræði- legum og menningarlegum skilningi heldur gilda þessi grund- vallarviðhorf hvar sem er. Hver er árangurinn? Rannsóknir sl. 10 ár hafa leitt í ljós ótví- ræðan árangur eðalsjúkrahúsa því að eftirfarandi atriði hafa komið þar í ljós: ; • Minna um fylgikvilla og lægri dánartíðni sjúkl- inga i • Minna um fylgikvilla hjá alnæmissjúklingum • Anægðari sjúklingar • Minni mannaskipti meðal hjúkrunarfræðinga • Styttri sjúkrahússlega • Færri nálarstunguóhöpp meðal hjúkrunarfræð- inga | • Minni líkur á kulnun í starfi meðal hjúkrunar- fræðinga ; • Minni líkur á því að hjúkrunarfræðingar segist óánægðir í vinnunni (Aiken, 2002). Hvað liggur til grundvallar? Ástæður þess að eð- alsjúkrahús ná betri árangri á ofantöldum svið- um hafa verið tengdar eftirfarandi einkennum í viðhorfum og afstöðu innan þeirra: • Stjórnunarstíll þar sem hvatt er til þátttöku starfsmanna og þeir studdir • Gott samstarf og samskipti lækna og hjúkrun- arfræðinga þar sem gagnkvæm virðing ríkir • Vel menntaðir og hæfir hjúkrunarstjórnendur • Dreifstýrt stjórnskipulag og góð samskipti yfir- stjórnar og hjúkrunarfræðinga • Nægileg hjúkrunarmönnun • Nýting klínískra sérfræðinga í hjúkrun • Sveigjanlegur vinnutími og vinnuskýrsla • Framgangur fyrir klínísk störf hjúkrunarfræð- inga er fyrir hendi • Skipulagsform þjónustunnar er byggt á fagleg- um forsendum • Faglegt sjálfræði og ábyrgðarskylda hjúkrunar- fræðinga er fyrir hendi • Sérfræðiálit og ráðgjöf er fyrir hendi • Greinilegt mikilvægi þess að allir starfsmenn sinni kennslu 6 Tímarit íslenskra hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 79. árg. 2003

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.