Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2003, Blaðsíða 48
Kunnátta í endurlífgun
varðar okkur öll
Á íslandi veröa á milli 200 og 250 hjartastopp á ári, um
17-20% einstaklinganna lifa af. I samantekt á starfsemi
neyöarbíls á Reykjavíkursvæöinu fyrir árin 1991-1996 kom
í Ijós aö endurlífgun var aðeins reynd af nærstöddum í
43% tilfella þegar vitni voru aö hjartastoppi. Ef vitni eru
aö hjartastoppi utan sjúkrahúss skiptir þaö meginmáli aö
hefja grunnendurlífgun sem allra fyrst eftir aö kallaö
hefur verið á aöstoö. Slík viöbrögð geta lengt þann tíma
sem sjúklingur er í rafvænum takti (sleglatifi eöa slegla-
hraðtakti) og auka þannig líkur á aö mögulegt sé aö koma
aftur á sínustakti meö rafstuöi. Jafnframt eru líkur á
heilaskaöa minni ef hafin er grunnendurlífgun strax.
Ástæöur þess aö fólk tekur ekki þátt i endurlífgunar-
tilraunum utan sjúkrahúss gætu veriö nokkrar, m.a.
hræösla viö smit, hræösla viö aö beita ekki réttum hand-
tökum og gera eitthvað rangt eöa algjört kunnáttuleysi.
Því er Ijóst aö markviss og hnitmiðuð fræösla í endurlífgun
þarf að beinast aö öllum í samfélaginu, á hvaöa aldri sem
þeir eru. Mikilvægt er aö skilgreina fræösluþarfir hinna
mismunandi hópa og má í því sambandi nefna aðstandend-
ur hjartasjúklinga sem oft eru í mikilli þörf fyrir fræöslu á
þessu sviöi. I fræöslu til þeirra mætti t.d. leggja áherslu á
hvaða einkenni koma fram ef viökomandi er aö fara í
hjartastopp, hvert leita skuli hjálpar og hvaöa aðferðum
skuli beita viö endurlífgun (hjartahnoöi, blæstri og jafnvel
einföldum hjartastuötækjum). Slík fræösla þarf hvorki aö
vera flókin né tímafrek heldur skipulögö og hnitmiöuö og
jafnvel fastur hluti af útskriftaráætlun hjartasjúklings.
I ágúst árið 2000 voru gefnar út nýjar leiðbeiningar um end-
urlífgun sem birtust m.a. í Circulation, tímariti bandaríska
hjartasambandsins. Þessar leiðbeiningar voru settar saman af
alþjóðlegum vinnuhópi sérfræðinga á sviði end-
urlífgunar og hjartalækninga sem hefur unnið
ötullega að þessu verkefni í rúmt ár. Meginkost-1
ir nýju leiðbeininganna eru að þær eru afrakstur;
alþjóðlegrar samvinnu og nýta þannig þekkingu|
fjölda þjóða og eiga að geta nýst um allan heim. |
Þá grundvallast leiðbeiningarnar á rannsóknumj
I en það þýðir að ekkert atriði hlýtur stuðningj
nefndarinnar nema að fyrir liggi sterkar vísbend- j
ingar um gagnsemi við endurlífgun.
Hópurinn lagði mikla áherslu á kennslu og
kennslutækni. Mikið var hugað að því að gera
kennsluefnið einfalt og aðgengilegt þannig að
sem mestu yrði skilað til nemenda og að þeir
gætu munað sem mest af því sem máli skiptir. I
nýju leiðbeiningunum er um að ræða áherslu-
breytingar á nokkrum atriðum: að einfalda leið-
beiningar í endurlífgun handa almenningi, að
; nota hjartastuðtæki við endurlífgun eins fljótt ogj
hægt er, kenna almenningi að sleppa athugun á
púls (heilbrigðisstarfsfólk gerir slík áfram), að:
við blástur sé blásið með minna lofti en áður til
að forðast ásvelgingu, einfalda staðsetningu
handa við hnoð (hendur lagðar á miðjan brjóst- j
kassann) og annarri aðferð beitt við að losa að-
skotahluti úr öndunarvegi.
Hér á eftir eru leiðbeiningarnar birtar í heild
sinni. Þær kunna að virðast flóknar en mikillar
nákvæmni gætir í framsetningu þeirra. I fræðslu
til almennings er mikilvægt að einfalda fram-
setningu til að fólk muni og geti notað þær að-
! ferðir við endurlífgun sem geta bjargað manns-1
46
Timarit islenskra hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 79. árg. 2003