Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2003, Blaðsíða 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2003, Blaðsíða 29
Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, sérfræðingur á rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins PISTILL Að líta sér nær Að líta sér nær Fáir þekkja heilsufarshættur á vinnustað betur en þeir sem búa við þær. Þar er hver og einn sérfræðingur á sínum vinnustað. Þó getur ver- ið að hættur liggi í leyni sem enginn gerir sér grein fyrir fyrr en löngu seinna, þegar skaðinn er skeður. Dæmi um það er asbest sem nú er vitað að veldur krabbameini í fleiðru lungn- anna en það var ekki vitað lengi vel og marg- ir hlutu óbætanlegan skaða. Sum störf eru líkamlega erfið og þá metur fólk það gjarnan mest að vinnuaðstaðan sé ákjósan- leg, að ekki þurfi að bogra og beygja sig og lyfta þungu. Enginn vill vinna í vondu lofti, fólk vill að hitastigið sé hæfilegt o.s.frv. Sumir þeirra sem fjalla um vinnuvernd leggja á- herslu á vinnuskipulagið. Vinnuskipulag felur í sér stjórnun, sjálfræði, vinnufyrirkomulag, ein- hæfni o.fl. Vinnuaðstæður hjúkrunarfræðinga á sjúkrahús- um, hvort heldur á hjartadeild eða annars staðar, eru sérstakar að því leyti að sjúkrahús eru eins konar rfki í ríkinu, lokaðar stofnanir þar sem til- tekin lögmál ríkja bæði í samskiptum fólks og stjórnunarlegri uppbyggingu. Fleilsuvernd starfsmanna í því umhverfi hlýtur að taka mið af þeim aðstæðum. Sem dæmi um heilsufarslega hættu þar má nefna streitu eða andlegt álag í vinnunni. Al- þjóðavinnumálastofnunin (International Labour Office) hefur gefið út skýrslu um vinnutengda streitu í hjúkrun og ráð til að vinna gegn henni (Cox, 1996). Vinnutengd streita er algeng meðal þeirra sem hafa mikið með aðra að gera, þetta gildir t.d. um heilbrigðisstéttir, kennara og þá sem ávaxta fé annarra, svo að einhverjir séu nefndir. Haft er fyrir satt að streita sé sívaxandi í nútímanum en sú sem þetta skrifar er ekki svo sannfærð um að það sé rétt. Líklegra er að fólk gefi meiri gaum að líðan sinni nú en áður var. Dæmi um aðra bábilju er að vinnutími fólks hafi lengst þótt staðreyndin sé sú að vinnutíminn hefur stórlega styst á undanförnum áratugum. Þetta er gott að hafa í huga þegar streitan sækir að. Hvers vegna finnur fólk fyrir streitu og hvað er hægt að gera til að draga úr henni og auka vellíðan? Vitað er að ef streitan fær að vaxa og ef hún verður langvarandi leiðir hún til kulnunar eða starfsþrota sem lýsir sér með uppgjöf, áhuga- og vonleysi. Talið er að meðal þess sem stuðli að streitu í starfi hjúkrunar- fræðinga sé: 1. Þegar verkefnin eru yfirþyrmandi og hjúkrunarfræðingur- inn hefur ekki næga þekkingu, aðstæður eða getu til að leysa þau. 2. Vinnan fullnægir ekki þörfum hjúkrunarfræðingsins. 3. Hjúkrunarfræðingurinn hefur ekki stjórn á aðstæðum. 4. Hjúkrunarfræðingurinn fær lítinn stuðning bæði á vinnu- staðnum og heima fyrir. Andlegt álag í vinnunni tengist samspili vinnunnar, vinnu- skipulagsins, stjórnunar og vinnuumhverfisins annars vegar og getu og þörfum starfsmannsins hins vegar en vanh'ðan í vinn- unni getur Ieitt til h'kamlegra jafnt sem andlegra einkenna. Breytingar á frumvarpi til laga um aðbúnað og hoilustuhætti á vinnustöðum liggur fyrir Alþingi. Ein helsta breytingin, sem þar kemur fram, er að atvinnurekendum verður gert skylt að gera áháettumat á vinnustöðum. Atvinnurekandinn ber ábyrgð á því að vinnan sé ekki heilsuspillandi fyrir starfsmennina, hvort sem litið er til andlegra eða líkamlegra þátta. Áhættu- matið er ófrávíkjanleg skylda samkvæmt tilskipun frá Evrópu- sambandinu. Ferli áhættumatsins er í stuttu máli þetta: 1. Skoða hvaða heilsufarshættur leynast á vinnustaðnum. 2. Meta hvað hættan er mikil og hvaða afleiðingar hún getur haft. 3. Hrinda af stað umbótum. 4. Meta árangur umbótanna. 5. Endurmeta heilsufarshættuna. 6. Kanna hvaða fræðslu og þjálfun þarf að veita starfsmönn- um sem búa við heilsufarshættu sem ekki er unnt að fjar- lægja. Um daginn leit ég í kringum mig og athugaði hvaða heiisufars- hættur væru helstar í minni eigin vinnu. Ég komst að þeirri niðurstöðu að verst væri kyrrsetan - að sitja við skrifborðið ár eftir ár býður margs konar hættum heim. Ég stóð upp af stóln- um, ákvað að vera duglegri í ræktinni og skrifaði pistil sem getur að líta á http://www.doktor.is/. Heimild: Tom C., Amanda G. og S. Cox. (1996). Work-relotedstress in nursing: Controlling the risk to health. Working paper, C0NDI/T/WP.4. Genf: Alþjóöavinnumálastofnunin. Timarit íslenskra hjukrunarfræðinga 3. tbl. 79. árg. 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.