Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2003, Blaðsíða 17
RITRYND GREIN
Tafla III.
Efling eða niðurbrot: Samskiptahættir og áhrif þeirra.
Kenning um samskiptahætti og
áhrif þeirra
Samskiptaháttur
Eflandi
Persónan með valdið
Gagnkvæmnin
Hin persónan
• Eflandi persónur hafa siðferðilegt
hugrekki til að vera þátttakendur i lifi
þeirra sem þær hitta.
• Hafa raunverulegan velvilja gagnvart
öðrum og gefa af sjálfum sér.
• Virða og styrkja sjálfstæði annarra.
• Viöurkenna persónu annarra og tengj-
ast þeim á lífgefandi og eflandi hátt.
• í samhengi sjúkrahússins sýnir heil-
brigðisstarfsmaðurinn faglega um-
hyggju - er faglega fær, umhyggju-
samur og tengist sjúklingnum á
eflandi hátt og brú er byggð milli per-
sóna.
• Báðar persónurfinna fyrir jafnræði,
skilningi og samkennd í tengingu
sem byggist á virðingu og kærleika.
• í eflandi samskiptum eru eflandi
samræður milli persóna.
• Báðar persónur lifa í núinu og eru
meðvitaðar og vakandi fyrir sjálfum
sér og öðrum.
• Eru í góðri tengingu við sig sjálfar
og hina persónuna - viðurkenna og
samþykkja persónu hvor annarrar.
• Bæði tala og hlusta og það er oft
fallegur og ánægjulegur „sam-
ræöudans".
• Þessi samskiptaháttur léttir auðsæran-
leikann af hinni persónunni og eflir hana
frá innsta grunni.
• Áhrifin eru umskapandi.
• í sjúkrahússamhenginu finnst sjúklingnum
hann vera meðtekinn og viðurkenndur
sem sjúklingur og sem persóna.
• Hann öðlast nýja tilfinningu fýrir mann-
legri reisn sinni og finnst hann ekki eins
einn, einhver stendur með honum.
• Hann styrkist og eflist og finnur fyrir
aukinni vellíðan og öryggiskennd, til-
finningu fyrirauknu heilbrigði og aukinni
innri lækningu.
• Hann fyllist auknum lífskrafti.
Styöjandi
• Styðjandi persónur deila hluta af valdi
sínu með þeim sem í hlut eiga.
• Styðja yfirleitt og hvetja aöra.
• Styðjandi persónur hlusta á spurn-
ingar og veita svör við þeim og gefa
jákvætt ans (feedback) þegar viö á.
• Það eru hins vegar ekki lífgefandi
tengsl - engin „brúarsmíði" á sér stað.
• Þessi samskiptaháttur hefur jákvæð áhrif
á líf viðtakandans.
• í sjúkrahússamhenginu vinnur heilbrigðis-
starfsmaðurinn með sjúklingnum svo
sjúklingnum finnst hann ekki eins ber-
skjaldaður. Finnst hugsað um hann, að
hann njóti stuðnings og hvatningar.
• Hann fær hins vegar ekki aukinn lífskraft.
Hlutlaus • Hlutlausar persónur nota ekki vald sitt
og hafa því takmörkuö/engin áhrif á líf
annarra.
• Þær koma og fara og eru einhvern
veginn ekki þátttakendur í lífinu, eru
meira eins og áhorfendur í mannlegum
aðstæöum og i samskiptum.
• Það eru takmörkuð eöa engin boðskipti.
• Hlutlausar persónur virðast stundum
annars hugar og utan við sig.
• Viröist stundum vera sama um allt og
alla.
• Virðist stundum vanta alla lífsgleði.
Hamlandi • Hamlandi persónur virðast tilfinninga-
lausar og standa á sama um aöra.
• Misnota stundum vald sitt yfir öðrum.
• Samskiptin einkennast yfirleitt af
stjórnsemi og kulda og persónan, sem
valdið hefur, virðist stundum tilfinn-
ingalaust vélmenni.
• Hamlandi persónur eru yfirleitt valds-
mannslegar í allri framkomu, sam-
skiptin eru neikvæð og einkennast
yfirleitt af fyrirskipunum, fyrirmælum
og tilvísun í reglur.
• Þessi samskiptaháttur gerir það að
verkum að hinni persónunni finnst hún
stundum ein og yfirgefin.
• Finnst hún ekki njóta stuðnings.
• Finnst að viðkomandi sé sama um hana.
• í sjúkrahússamhenginu finnst sjúklingnum
að heilbrigöisstarfsmaðurinn sé stundum
annt um rútínuna en ekki um manneskjur.
• Sjúklingnum finnst hann alveg jafnber-
skjaldaður og áður og rödd sjúklingsins
styrkist ekki og veikist stundum.
• Þessi samskiptaháttur takmarkar mjög
frelsistilfinningu hinnar persónunnar.
• Minnkar tilfinningu hennar fyrir stjórn á
eigin lífi, veldur aukinni streitu, eykur
auðsæranleika hennar og hefur neikvæð
áhrif á líf hennar.
• i sjúkrahússamhenginu finnur sjúklingurinn
fyrir vanlíðan, honum finnst honum stjórn-
að og stýrt og samskiptin hafa letjandi
áhrif á hann sem sjúkling og sem persónu
og hafa þau áhrif að honum líður illa.
• Þessi samskiptaháttur hefur hamlandi
áhrif á batatilfinningu.
Niðurbrjótandi
• Niðurbrjótandi persónur misbeita yfir-
leitt valdi sínu.
• Gera lítiö úr persónu annarra.
• Krefjast undirgefni og brjóta niður
lífskraft og lífsgleöi annarra.
• Hræða og nota valdbeitingu með
niðurlægingu, hótunum og kúgun.
• Hrifsa til sín vald yfir öörum og mark-
miðiö virðist vera að ná algjöru valdi
yfir þeim þegar færi gefst.
• Þessi samskiptaháttur veldur óhamingju,
neyð, þjáningu og jafnvel örvæntingu.
• Þessi samskiptaháttur meiðir og getur
brotið niður persónuna sem fýrir því verður.
• Hún finnur fyrir aðskilnaðarkennd, aö hún
sé algjörlega berskjölduð og óvarin.
• í sjúkrahússamhenginu finnst sjúklingnum
hann kúgaðurog niðurbrotinn og honum
misbeitt.
• Rödd hans þagnar.
TímanrislénsRraTijúkrunarfraðinp"3. tbl. 79Tafgi 2003
15