Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2003, Blaðsíða 53
FRETTAMOLAR...
Höfundarnir greindu ýmis þemu í skilaboðunum
og flokkuðu þau í tvennt. Fyrri flokkurinn lýsir
hvað sjúklingurinn upplifði: nærveru einhvers
sem var látinn; þörf fyrir að búa sig undir ferða-
lag eða breytingu; skynjun á einhverjum stað
sem hann einn gat séð; vitund um hvenær and-
látsstundin myndi renna upp. Seinni flokkurinn
sýndi þörf sjúklinganna fyrir eitthvað eða ein-
hvern sem var nauðsynlegur fyrir friðsælt andlát;
löngun til að ná sáttum í útistandandi málefn-
um, hvort sem var í persónulegum samskiptum
við aðra eða í andlegum efnum; og beiðni um að
fjarlægja þá veggi sem komu í veg fyrir að sjúk-
lingurinn fengi frið.
Höfundarnir kalla þessi skilaboð „vitund um and-
látsnálgun" (nearing death awareness). I því felst
að dauðvona einstaklingur hefur sérstaka þekk-
ingu um andlátsferlið og stundum stjórn á því.
Tilraunir hins dauðvona einstaklings til að lýsa
því sem hann skynjar geta farið fram hjá okkur,
verið misskildar eða hunsaðar. Höfundar leggja á-
herslu á að hjúkrunarfræðingar hlusti með
eyrum, huga og hjarta á það sem sjúklingurinn
segir, hvort sem það hljómar sem rugl eða ekki.
Það getur hjálpað okkur að hjálpa aðstandendum
að búa sig undir andlát ástvinar að skilja mikil-
vægar vísbendingar sjúklingsins. Það að sjúkling-
urinn finnur að við skiljum (eða reynum að skilja)
hvað hann er að reyna að tjá, getur létt á angist
hans. Höfundarnir líta svo á að hlutverk hjúkrun-
arfræðingsins sé að kenna vinum og fjölskyldu
hins deyjandi einstaklings að hlusta, skilja og
bregðast við skilaboðum hans á viðeigandi hátt.
Fréttir frá öldungadeild
Á vegum deildarinnar komu fimm stjórnarmenn frá samtökum danskra
ellilífeyrisþega ínnan danska hjúkrunarfélagsins hingaö í heimsókn í
júní. Deildin haföi veg og vanda af heimsókninni en hún átti gott sam-
starf viö danska félaga og hefur sótt þær heim.
AA-fundir hjúkrunarfræöinga
M-fundir hjúkrunarfræöinga eru haldnir annan fimmtudag hvers
mánaöar kl. 17.00 í AA-húsinu (Gula húsinu), Tjarnargötu 20, B-sal.
Alþjóöadagur hjúkrunarfræðinga 12. maí
i tilefni dagsins boðaöi Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga til opins
fundar um HABL (heilkenni alvarlegrar bráöalungnabólgu) á Grand
hóteli við Sigtún í Reykjavík.
Herdís Sveinsdóttir, formaöur
Félags íslenskra hjúkrunarfræð-
inga ávarpaði fundinn og síðan
voru haldin þrjú framsöguerindi.
Hugrún Ríkarösdóttir, smitsjúk-
dómalæknir á LSH, fjallaði um
birtingu HABL, viöbrögð og
hofur, Sigríöur Antonsdóttir,
hjúkrúnardeildarstjóri sýkinga-
varnadeildar LSH, um smitleiðir
og smitgát og Berglind Mikaels-
dóttir, hjúkrunarfræðingurá LSH, um hjúkrun sjúklinga meö HABL. Eftir
kaffi voru síðan umræður og fyrirspurnum svaraö.
Fundinum var varpað út á land meö fjarfundabúnaöi til eftirtalinna
staöa og var miöað viö einn fundarstað í umdæmi hverrar svæðis-
deildar; Fræöslumiðstöðvar Vestfjaröa, Heilbrigðisstofnunarinnar á
Sauðárkróki, Heilbrigöisstofnunar Suöurnesja, Heilbrigöisstofnunar
Austurlands, á Egilsstöðum, Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri,
Fræöslunets Suöurlands, Rannsóknarseturs Vestmannaeyja og
Grunnskólans í Stykkishólmi.
í bókinni eru mörg dæmi um samskipti höfunda
við sjúklinga með vitund um andlátsnálgun, og
höfundar gefa dæmi um hvernig hægt er að
reyna að nálgast það sem sjúklingurinn er að
reyna að tjá.
Fundurinn var mjög vel sóttur og lýstu fundarmenn ánægju sinni meö
það aö félagið skyldi bregöast svo skjótt viö og bjóða upp á fræöslu-
fund um efnið. Þeim sem ekki sóttu fundinn er bent á aö á vefsíðu
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, www.hjukrun.is, er að finna glærur
framsögumanna.
Þessi bók minnir okkur hjúkrunarfræðinga á að
hlusta á allt sem sjúklingur segir okkur með opn-
um huga. Sjúklingur, sem á ekki langt eftir, getur
gefið mikilvægar vísbendingar með orðum eða
orðalaust, vísbendingar sem geta hjálpað okkur
að styðja sjúklinginn og hans nánustu enn frekar.
Magnetsjúkrahús
Sjúkrahús í breytilegu umhverfi. Málþing um stjórnskipulag og gæði
þjónustu verður haldið á Landspítala-Háskólasjúkrahúsi, 14. ágúst n.k.,
sjá www.landspitali.is
Final Gifts
M. Callanan og P. Kelley
Bantam Books, 1993
Timarit íslenskra hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 79. árg. 2003