Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2003, Blaðsíða 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2003, Blaðsíða 22
 að umhyggja hjúkrunarfræðinga hafi áhrif á heilsu og velferð i skjólstæðinga þeirra (Cronin og Harrison, 1988). Mælingar á ánægju sjúklinga gefa upplýsingar um þau gæði sem veitt eru í heilbrigðisþjónustunni (Bull o.fl., 2000) og verða mælingar af þessu tagi sífellt mikilvægari í því umhverfi sem heilbrigð- isþjónustan býr við í dag (Bull o.fl., 2000; Wu, Courtney og Berger, 2000). Komið hefur í ljós að þegar sjúklingar eru á- nægðir eykst meðferðarheldni þeirra, þeir koma frekar í eftir-: meðferð og leita aftur til sama aðila til að fá þjónustu (Pascoe, | 1983, sjá í Bull o.fl., 2000). Hins vegar hafa rannsóknir iðu- lega sýnt að sjúklingar eru yfirleitt ánægðir með veitta þjón- | ustu (Beck o.fh, 1999; Walsh og Walsh, 1999) og það hefur vakið upp spurningar um réttmæti mælinga á sjúklingaánægju (Williams, Coyle og Healy, 1998). Engu að síður hefur ýmislegt komið fram sem varpar ljósi á á- nægju sjúklinga með hjúkrun. Kynbundin áhrif virðast ekki vera teljandi (Baper, 1996; Williams, 1997). Tengsl aldurs og | ánægju eru misvísandi þótt tilhneigingin sé sú að eldra fólk er ánægðara en það yngra (Beck o.fh, 1999; Wu o.fh, 2000). Á- | hrif menntunar á sjúklingaánægju virðast lítið hafa verið rann- i sökuð. Umhverfi stofnunar hefur áhrif á líðan sjúklinga og má þar nefna þætti eins og hljóðlátt umhverfi, þægilegar biðstof- ur og möguleika til að geta verið í einrúmi (Megivern, Halm og Jones, 1992), hæfilegur umhverfishiti (Bruce, Bowman og Brown, 1998) og fæði (Gyða Baldursdóttir og Helga Jónsdótt- ir, 2002). Einstaklingsbundnir eiginleikar hjúkrunarfræðinga | hafa sömuleiðis áhrif á ánægju sjúklinga (Wu o.fl., 2000) og { skipta þar þættir eins og góð kímnigáfa, áreiðanleiki (Hunt, J 1999) , þekking, hæfileikar, gildismat (Irurita, 1999) og fagleg færni (Larrabee og Bolden, 2001) miklu máli. Hlýja í fari j hjúkrunarfræðinga er þó líklega einn mikilvægasti eiginleiki þeirra og skiptir miklu máli fyrir ánægju sjúklinga (Kipp, 2001; Larrabee og Bolden, 2001). Hjúkrunarfræðingar, sem eru óánægðir í starfi sínu hafa neikvæð áhrif á ánægju sjúkl- inga (Stumpf, 2001) og ekki þarf nema einn óánægðan ein- stakling til að lita alla reynslu sjúklingsins (Wolf o.fl., 1998). Fræðsla og upplýsingar hafa sömuleiðis áhrif á mat sjúklinga á gæðum hjúkrunar (Abbott, 1998; Krupat, Fancey og Cleary, 2000) sem og lengd dvalar en því lengur sem sjúklingar liggja inni því óánægðari eru þeir (Kangas, Kee og McKee-Waddle, 1999; Megivern o.fh, 1992). Alvarleiki veikinda virðist ekki hafa áhrif á ánægju sjúklinga ef marka má niðurstöður Beck o.fl. (1999) og Raper (1996). ! mestu máli, var að hjúkrunarfræðingarnir vissu J hvað þeir væru að gera. Önnur atriði, sem sjúk-j lingar álíta mikilvæga, eru að hjúkrunarfræðing- | ar viti hvenær þörf er á að kalla til lækni (Mar-j j ini, 1999), kunni á tækin (Gyða Baldursdóttir ogj Helga Jónsdóttir, 2002), gefi til kynna að ávallt j j sé einhver tilbúinn að sinna sjúklingi (Cronin og Harrison, 1988; Huggins o.fl., 1993) og viti hvernig gefa á lyf og vökva í æð (Gyða Baldurs- dóttir og Helga Jónsdóttir, 2002). I rannsókn von Essen og Sjödén (1991) á blönduðum sjúk- lingahópi mátu sjúklingar það hins vegar mest að j J hjúkrunarfræðingar gæfu sjúklingi heiðarlegarj upplýsingar um sjúkdómsástand sitt. Rannsókn- J ir benda því til að sjúklingar meti verklega færni umfram tilfinningalega þætti (Gyða Baldursdótt-j ir og Helga Jónsdóttir, 2002) en sumir rannsak- endur telja að þetta stafi af þeirri áherslu sem : heilbrigðiskerfi nútímans leggur á notkun tækn- innar (Hall og Dornan, 1988). Þótt sjúklingar meti verklega færni mikils þá skipta aðrir þættirj einnig máli, s.s. samfella í umönnun, innihalds-J rík samskipti, góðar upplýsingar, traust og vin- gjarnlegt andrúmsloft (Irurita, 1999). Aðferðafræði { Rannsóknin var lýsandi, megindleg þverskurðar-j rannsókn þar sem leitast var við að svara eftirfar- andi spurningum: 1. Hversu ánægðir eru sjúklingar lungnadeildar LSH-Víf með þá hjúkrun sem veitt er? 2. Hvaða þætti hjúkrunar er mest ánægja með? 3. Hvaða þætti hjúkrunar er minnst ánægja með? J 4. Hver er ánægja sjúklinga með hina 7 flokka gæða hjúkrunar? 5. Er tölfræðileg fylgni milli lýðfræðilegra breytaj (aldurs, kyns, menntunar og búsetu) og á-j nægju sjúklinga með hjúkrunina? 6. Er marktækur munur á ánægju sjúklinga með hjúkrunina eftir því hversu veika þeir telja sig vera, hversu oft þeir hafa legið á lungnadeildj LSH-Víf, hver sjúkdómsgreining þeirra er og hversu lengi þeir lágu inni? Þeir umhyggjuþættir, sem sjúklingar telja mikilvæga, tengjast yfirleitt verklegri færni hjúkrunarfræðinga. Fimm rannsóknir, sem gerðar voru á 4 ólíkum sviðum (Cronin og Harrison, 1988; Gyða Baldursdóttir og Helga Jónsdóttir, 2002; Huggins, Gandy og Kohut, 1993; Marini, 1999; Parsons, Kee og Gray, 1993), sýndu í öllum tilvikum að það sem skipti sjúklinga Þátttakendur í rannsókninni voru allir sjúklingar sem útskrifuðust af lungnadeild LSH-Víf á tíma- bilinu 11. október til 26. desember 2001. I raun-1 inni er um tvo hópa að ræða. Annars vegar er um að ræða einstaklinga, sem komu til hefðbund- j innar meðferðar, og hins vegar einstaklinga sem Tímarit islenskra hjúkrunarfræðinga 3. tbl. 79. árg. 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.