Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2003, Page 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2003, Page 22
 að umhyggja hjúkrunarfræðinga hafi áhrif á heilsu og velferð i skjólstæðinga þeirra (Cronin og Harrison, 1988). Mælingar á ánægju sjúklinga gefa upplýsingar um þau gæði sem veitt eru í heilbrigðisþjónustunni (Bull o.fl., 2000) og verða mælingar af þessu tagi sífellt mikilvægari í því umhverfi sem heilbrigð- isþjónustan býr við í dag (Bull o.fl., 2000; Wu, Courtney og Berger, 2000). Komið hefur í ljós að þegar sjúklingar eru á- nægðir eykst meðferðarheldni þeirra, þeir koma frekar í eftir-: meðferð og leita aftur til sama aðila til að fá þjónustu (Pascoe, | 1983, sjá í Bull o.fl., 2000). Hins vegar hafa rannsóknir iðu- lega sýnt að sjúklingar eru yfirleitt ánægðir með veitta þjón- | ustu (Beck o.fh, 1999; Walsh og Walsh, 1999) og það hefur vakið upp spurningar um réttmæti mælinga á sjúklingaánægju (Williams, Coyle og Healy, 1998). Engu að síður hefur ýmislegt komið fram sem varpar ljósi á á- nægju sjúklinga með hjúkrun. Kynbundin áhrif virðast ekki vera teljandi (Baper, 1996; Williams, 1997). Tengsl aldurs og | ánægju eru misvísandi þótt tilhneigingin sé sú að eldra fólk er ánægðara en það yngra (Beck o.fh, 1999; Wu o.fh, 2000). Á- | hrif menntunar á sjúklingaánægju virðast lítið hafa verið rann- i sökuð. Umhverfi stofnunar hefur áhrif á líðan sjúklinga og má þar nefna þætti eins og hljóðlátt umhverfi, þægilegar biðstof- ur og möguleika til að geta verið í einrúmi (Megivern, Halm og Jones, 1992), hæfilegur umhverfishiti (Bruce, Bowman og Brown, 1998) og fæði (Gyða Baldursdóttir og Helga Jónsdótt- ir, 2002). Einstaklingsbundnir eiginleikar hjúkrunarfræðinga | hafa sömuleiðis áhrif á ánægju sjúklinga (Wu o.fl., 2000) og { skipta þar þættir eins og góð kímnigáfa, áreiðanleiki (Hunt, J 1999) , þekking, hæfileikar, gildismat (Irurita, 1999) og fagleg færni (Larrabee og Bolden, 2001) miklu máli. Hlýja í fari j hjúkrunarfræðinga er þó líklega einn mikilvægasti eiginleiki þeirra og skiptir miklu máli fyrir ánægju sjúklinga (Kipp, 2001; Larrabee og Bolden, 2001). Hjúkrunarfræðingar, sem eru óánægðir í starfi sínu hafa neikvæð áhrif á ánægju sjúkl- inga (Stumpf, 2001) og ekki þarf nema einn óánægðan ein- stakling til að lita alla reynslu sjúklingsins (Wolf o.fl., 1998). Fræðsla og upplýsingar hafa sömuleiðis áhrif á mat sjúklinga á gæðum hjúkrunar (Abbott, 1998; Krupat, Fancey og Cleary, 2000) sem og lengd dvalar en því lengur sem sjúklingar liggja inni því óánægðari eru þeir (Kangas, Kee og McKee-Waddle, 1999; Megivern o.fh, 1992). Alvarleiki veikinda virðist ekki hafa áhrif á ánægju sjúklinga ef marka má niðurstöður Beck o.fl. (1999) og Raper (1996). ! mestu máli, var að hjúkrunarfræðingarnir vissu J hvað þeir væru að gera. Önnur atriði, sem sjúk-j lingar álíta mikilvæga, eru að hjúkrunarfræðing- | ar viti hvenær þörf er á að kalla til lækni (Mar-j j ini, 1999), kunni á tækin (Gyða Baldursdóttir ogj Helga Jónsdóttir, 2002), gefi til kynna að ávallt j j sé einhver tilbúinn að sinna sjúklingi (Cronin og Harrison, 1988; Huggins o.fl., 1993) og viti hvernig gefa á lyf og vökva í æð (Gyða Baldurs- dóttir og Helga Jónsdóttir, 2002). I rannsókn von Essen og Sjödén (1991) á blönduðum sjúk- lingahópi mátu sjúklingar það hins vegar mest að j J hjúkrunarfræðingar gæfu sjúklingi heiðarlegarj upplýsingar um sjúkdómsástand sitt. Rannsókn- J ir benda því til að sjúklingar meti verklega færni umfram tilfinningalega þætti (Gyða Baldursdótt-j ir og Helga Jónsdóttir, 2002) en sumir rannsak- endur telja að þetta stafi af þeirri áherslu sem : heilbrigðiskerfi nútímans leggur á notkun tækn- innar (Hall og Dornan, 1988). Þótt sjúklingar meti verklega færni mikils þá skipta aðrir þættirj einnig máli, s.s. samfella í umönnun, innihalds-J rík samskipti, góðar upplýsingar, traust og vin- gjarnlegt andrúmsloft (Irurita, 1999). Aðferðafræði { Rannsóknin var lýsandi, megindleg þverskurðar-j rannsókn þar sem leitast var við að svara eftirfar- andi spurningum: 1. Hversu ánægðir eru sjúklingar lungnadeildar LSH-Víf með þá hjúkrun sem veitt er? 2. Hvaða þætti hjúkrunar er mest ánægja með? 3. Hvaða þætti hjúkrunar er minnst ánægja með? J 4. Hver er ánægja sjúklinga með hina 7 flokka gæða hjúkrunar? 5. Er tölfræðileg fylgni milli lýðfræðilegra breytaj (aldurs, kyns, menntunar og búsetu) og á-j nægju sjúklinga með hjúkrunina? 6. Er marktækur munur á ánægju sjúklinga með hjúkrunina eftir því hversu veika þeir telja sig vera, hversu oft þeir hafa legið á lungnadeildj LSH-Víf, hver sjúkdómsgreining þeirra er og hversu lengi þeir lágu inni? Þeir umhyggjuþættir, sem sjúklingar telja mikilvæga, tengjast yfirleitt verklegri færni hjúkrunarfræðinga. Fimm rannsóknir, sem gerðar voru á 4 ólíkum sviðum (Cronin og Harrison, 1988; Gyða Baldursdóttir og Helga Jónsdóttir, 2002; Huggins, Gandy og Kohut, 1993; Marini, 1999; Parsons, Kee og Gray, 1993), sýndu í öllum tilvikum að það sem skipti sjúklinga Þátttakendur í rannsókninni voru allir sjúklingar sem útskrifuðust af lungnadeild LSH-Víf á tíma- bilinu 11. október til 26. desember 2001. I raun-1 inni er um tvo hópa að ræða. Annars vegar er um að ræða einstaklinga, sem komu til hefðbund- j innar meðferðar, og hins vegar einstaklinga sem Tímarit islenskra hjúkrunarfræðinga 3. tbl. 79. árg. 2003

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.