Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2003, Blaðsíða 47

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2003, Blaðsíða 47
 Pálína Sigurjónsdóttir, formaður öldungadeildar Litið um öxl Örfá minningabrot frá þeim árum er ég starfaði í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri (FSA) Mér barst í hendur fyrir síðustu jól nýútkom- in bók sem gefin er út á vegum danska hjúkr- unarfélagsins (DSR), svæðisdeildarinnar í Ár- ósum. Bókin kemur út í tengslum við stofnun hjúkrunarminjasafns í Kolding á Jótlandi árið 1999. I bókinni eru frásagnir 27 hjúkrunar- fræðinga sem segja frá uppvexti og menntun ásamt reynslu sinni af hjúkrunarstörfum. Bók- in heitir „ind i faget". Hjúkrunarfræðingarnir, sem segja frá, eru á ólíkum aldri og með ólík- an bakgrunn. Tímabilið, sem þær fjalla um, er frá 1930 til dagsins í dag. Meðal annars er sagt frá hinum ýmsu greinum hjúkrunar, frá- sögur af aðstæðum á sjúkrahúsunum í seinna stríðinu þegar Danir voru hertekin þjóð og af hinni geysilegu stéttaskiptingu sem þá var innan sjúkrahúsanna. Bókin gefur nokkuð góða yfirsýn yfir dagleg störf og aðstæður á hverjum tíma, til verður önnur sýn en lesa má í læknarómönum og unglingabókum. Pálína Sigurjónsdóttir Hjúkrunarstörfin hafa oft ver- ið talin „hafin yfir venjuleg launastörf, sveipuð eins konar dulúð og leynd.“ Astæðan fyr- ir þessu er ef til vill sú að hjúkrunarfræðingar hafa oft tengst skjólstæðingum sínum persónulegum böndum og hafa því varðveitt trúnað um persónulega hagi skjólstæðinga sinna og því lítið talað um störf sín. Með þessari bók vilja höfundar opna um- ræðuna um líf og störf hjúkrunarfræðinga og varpa fram spurningum eins og hvaða manngerð- ir veljist helst til hjúkrunarstarfa. Eru það ein- staklingar með sérstök gen fyrir umhyggju? Hafa kaup og kjör hjúkrunarfræðinga áhrif á störfin og hafa hjúkrunarfræðingar einhver séreinkenni? Myndskreyting úr bókinni „Ind i faget" eftir teiknarann Claus Seidel aðstoðar eftir þörfum, hjúkrunarstarfið leggur ávallt þá kröfu á herðar hjúkrunarfræðingum að þeir geti tengt saman faglega og fræðilega þekkingu í störfum sínum. Bókin gefur innsýn í tíðaranda áratuganna sem fjallað er um og er innlegg í að halda til haga lýsingu á gömlum verkháttum innan hjúkrunar. Bókin vekur upp spurningar um framgang og þróun hjúkrunar og ætti að vekja áhuga meðal hjúkrunarfræð- inga og hjúkrunarnema. Bókin er myndskreytt af teiknaranum Claus Seidel en hann hefur unnið við að teikna myndir í blöð frá árinu 1966 og er formaður danskra blaðateiknara, DDE. Vorið 2001 fór hann með teikniblokk og blýanta inn á hina ýmsu vinnustaði hjúkrunarfræðinga í Árósum og eins og með- fylgjandi mynd sýnir tekst honum að gæða myndirnar lífi og láta þær segja sína sögu. Bókin er gefin út af Husets Forlag, Vester Allé 3, DK-8000 Árhus C. Sími: 86196548. Nú sem áður á stéttin það sameiginlegt að hafa áhuga á meðborgurum sínum og vera þeim til Pálína Sigurjónsdóttir, formaður öldungadeildar. Tímarit íslenskra hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 79. árg. 2003 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.