Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2003, Blaðsíða 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2003, Blaðsíða 34
Svava Aradóttir, hjúkrunarfræðingur Umönnun fólks meö heilabilunarsjúkdóma í Ijósi kenninga Tom Kitwood W Ahrif umönnunarumhverfisins á þróun sjúkdómanna og einkenna þeirra Við mannfólkið byggjum á fortíðinni og tengjum okkur við hana: við vitum hver við erum og hvaðan við erum. Við þekkjum fjölskyldur okkar og vini, við vitum hvað þetta fólk heitir. Við vitum hvort við eigum börn eða ekki. Flest okkar hafa þekkt foreldra sína, afa og ömmur og viö mun- um eftir þeim. Við munum margt frá barnæsku og eigum minningar, góðar minningar og slæmar minningar, minn- ingar sem segja okkur að við höfum verið til, að við höfum lifað lífi sem er einstakt, okkar lífi. Samhengið í lífi okkar veitir ákveðna öryggiskennd, en hvað gerist þegar við töpum samhenginu? Hvað verður um öryggiskenndina? Fólk, sem veikist af heilabilunarsjúkdómum, tapar smátt og smátt samhenginu í tilveru sinni. Lífið og umhverfið einkenn- ist af ringulreið, upplausn og öryggisleysi og tilveran verður samhengislaus. Þetta hefur oftar en ekki í för með sér angist og óróleika. Einstaklingur, sem alla tíð hefur verið friðsemd- armanneskja, getur orðið reiður og uppstökkur og jafnvel far- ið að slá frá sér. Margir verða hömlulausir, orðljótir og tilfinn- ingatjáningin verður afar sterk. Ef umhverfið bregst við með höfnun og stöðugum leiðréttingum eykst óöryggið og viðbrögð hins sjúka geta orðið enn tilfinningaþrungnari. Sjálfsvitundin fer að brotna niður, hægt og bítandi. Persónan á bak við sjúkdóminn Reynsla okkar og skilningur á sjálfum okkur, nánasta umhverfi og þeim sem í kringum okkur hrærast er hin raunverulega til- vist okkar. Hægt er að skilgreina tilveruna og mannfólkið út frá ýmsum þáttum, líffræðilegum, lífeðlisfræðilegum o.fl., en það sem ræður mestu um líf okkar sem manneskju er, hvernig við skynjum okkur sjálf og hvert annað. Þetta er rauði þráðurinn í vinnu Toms Kitwoods með fólki með heilabilunarsjúkdóma. Breski sálfræðingurinn Tom Kitwood var prófessor við Brad- fordháskóla á Englandi. Hann lést um aldur fram í nóvember 1998. Kitwood beitti sér í fjölda ára gegn hinu hefðbundna við- horfi umhverfisins á fólki með heilabilunarsjúkdóma og þeim einkennum sem fylgja þessum sjúkdómum. Hefðbundna viðhorfið hefur verið að heilabilunarsjúkdómur sé sálrænt á- stand, vitglöp, afleiðing af vefrænum sjúkdómi, versnandi hrörnum í heila sem endi með að hinn sjúki verði „líkami án sálar“. Þetta viðhorf hefur í för með sér áherslur sem einkennast af „pöss- un“ og hjúkrun sem getur tekið á versnandi lík- amlegu ástandi hins sjúka hverju sinni. Oróleiki hjá þeim sjúka er oft meðhöndlaður með róandi lyfjum sem vissulega geta sefað og róað en gera sjúklinginn í mörgum tilfellum sinnulausan og skerða hreyfigetu hans. Tom Kitwood heldur því einnig fram, að hinn hefðbundni skilningur á heilabilunarsjúkdómum geti haft í för með sér meðferð sem gerir aðstæð- ur og ástand hins sjúka mun verra og erfiðara en ástæða er til. Þetta kallar hann „illkynja félags- sálfræði". Hann segir að innsæi og sálfræðilegur skilningur á því hvernig hinn sjúki einstaklingur skynjar aðstæður sínar, geti orðið til þess að um- önnun og meðferð fólks með heilabilunarsjúk- dóma verði endurmetin og breytist til batnaðar. Hugmyndir og kenningar Kitwoods eru þekktar víða um heim og hafa vakið mikla athygli. I staðinn fyrir að beina athyglinni að sjúkdómn- um, að heilabiluninni, er sá persónubundni og einstaki einstaklingur, sem býr nú við skerta heilastarfsemi, í brennidepli hjá Kitwood. Sú sýn á manninn, sem er undirstaða kenninga Tom Kitwood, byggist á trúarlegum, heimspeki- 32 Tímarit íslenskra hjúkrunarfræðinga 3. tbl. 79. árg. 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.