Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2003, Blaðsíða 57
! r FSMCIUIISPtUU
ipitnuMáuii
Heilsugæsla - Sjúkrahús
Hjúkrunarfræöingar
Á St.Franciskusspítalann í Stykkishólmi,
sjúkrasviö, óskast hjúkrunarfræöingar til
starfa frá 1.9.2003 eöa eftir nánara
samkomulagi. Laun eru samkvæmt
kjarasamningi FÍH og SFS.
Spítalinn er almennt sjúkrahús en auk
þess er rekin viö spítalann sérhæfð
þjónusta við greiningu og meðferð
vegna bak- og hálsvandamála. Á spítal-
anum eru 42 rúm og þjónar hann rúm-
lega 5000 manns. Um er að ræða tví-
skiptar vaktir, morgun- og kvöldvaktir
auk bakvakta, frí er aðra hverja helgi.
Unniö er með skráningu hjúkrunar sam-
kvæmt tilmælum Landlæknisembættis-
ins. Skipulagsform hjúkrunar er ein-
staklingshæft og hóphjúkrun fer eftir
sjúklingahópum. Fleiri spennandi við-
fangsefni eru til að takast á viö eftir
aðstæðum hverju sinni.
Nánari upplýsingar veita
hjúkrunarforstjóri sjúkrasviðs,
Margrét Thorlacius (margret@sfs.is),
deildarstjóri, Hrafnhildur Jónsdóttir
(hrafnhildur@sfs.is) eða
framkvæmdastjóri, Róbert Jörgensen
(robert@sfs.is), í síma 433-2000.
Skógarbær, hjúkrunarheimiii,
óskar eftir hjúkrunarfræöingi
til starfa á kvöld- og
helgarvaktir.
Nánari upplýsingar um Skógarbæ á
heimasíðunni www.skogar.is og hjá
Rannveigu Guðnadóttur, hjúkrunar-
forstjóra, í síma 510 2100.
FRÉTTAMOLAR...
Félag islenskra hjúkrunarfræðinga er aðili að nýrri bókunarmiðstöð sem
sett var upp fyrir sjóði og félög innan BHM og tók til starfa í byrjun árs
2003.
Bókunarmiðstöðin er staðsett hjá SPRON. Gerður var samstarfssamn-
ingur milli BHM og SPRON annars vegar um innheimtu og færslu fé-
lagsgjalda og DK-hugbúnaðar hins vegar um smíði á tölvukerfi fýrir
þessa starfsemi.
Öll bókun iðgjalda félagsins fer því fram hjá fyrirtækjaþjónustu SPRON
frá og með síöustu áramótum. Þetta er algerlega ný þjónusta hjá
SPRON og var hún sett á laggirnar að ósk BHM og aðlildarfélaga.
í samningnum, sem gerður var við SPRON um innheimtu og færslu á
skilagreinunum, er kveðið á um að SPRON muni, auk þess að taka á
móti greiðslum og bóka skilagreinar vegna iðgjalda, senda út tvær ít-
rekanirtil launagreiðenda ef greiðsla vegna iögjalda hefur ekki borist.
Ákveðið var að fara í samstarf við sjóöi BHM og aöildarfélög innan
BHM um kaup á nýju tölvukerfi fyrir félagið ásamt því að stofna bók-
unarmiöstöö sem sæi um alla bókun og afstemmingar vegna iðgjalda.
Þetta var ákveðiö vegna þess hagræðis sem af því hlýst að taka þátt í
magnkaupum. í stað þess aö vera eitt um kaup á tölvukerfi kaupir fé-
lagið aöeins hluta í kerfi.
Skoöaöir voru möguleikarnir á því að setja upp bókunarmiðstöð innan
BHM en þar sem þaö þótti mun óhagkvæmara og dýrara en að fá
SPRON til að taka aö sér verkið var ákveðið að semja við SPRON um
þessa þjónustu.
Ástæða þess aö fariö var út í þessar breytingar er að gamla tölvukerfiö
var orðið mjög þungt í vöfum og búið var að bæta viö þaö svo mikilli
sérsmíði að öll þjónusta við kerfið var orðin mjög dýr. Kerfið var orðið
gamalt, var barn síns tíma og fullnægði ekki þeim kröfum sem gerðar
eru til tölvukerfa í dag.
Þær breytingar, sem veröa viö að taka í notkun nýja tölvukerfið frá DK-
hugbúnaði, eru að iögjöldin eru nú bókuö á kennitölur og auðvelt er því
að fletta upp og sjá hvort skilað hafi veriö inn gjöldum fyrir ákveðinn
aðila. Áöur þurfti að fletta því upp í möppum eftir mánuðum. í nýja
bókunarkerfinu er skilagrein ekki bókuö nema greiösla vegna hennar
hafi borist og stemmi við skilagreinina. Þetta auðveldar allar afstemm-
ingar og eftirfylgni á greiðslum frá vinnuveitendum verður mun skil-
virkari.
Nýja tölvukerfið auðveldar einnig vinnu við úthlutun úr sjóöum félags-
ins og allt utanumhald vegna þeirra. Nýtt félagskerfi, sem er hluti af
nýja hugbúnaðinum, er beintengt við þjóöskrá, þegar félagsmaður
breytir heimilisfangi sínu í þjóöskrá kemur breytingin inn í kerfið svo að
endursendingar vegna breytts heimilisfangs ættu að vera nánast úr
SÖgunnL Ingunn Sigurgeirsdóttir
Tímarit islenskra hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 79. árg. 2003